Fagnar með nokkrum bjórum eftir að hafa hlaupahjólað í kring um landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 14:00 Hugh lenti við Sólfarið á Sæbraut í dag, 29 dögum eftir að hann lagði af stað í hringferð um landið frá sama stað. Vísir/Sigurjón Tuttugu og sex ára Breti kláraði hringferð um landið á hlaupahjóli í dag. Hann segist alsæll með ferðina og stefnir á að fá sér nokkra íslenska bjóra til að fagna árangrinum. Hugh Graham lenti við Sólfarið á Sæbraut síðdegis í dag, 29 dögum eftir að ferð hans um landið hófst á sama stað. Hann segist alsæll með ferðina, þó hún hafi verið erfið á köflum. „Þessi síðasti kafli hefur verið virkilega erfiður vegna mótvindsins, veðrið varð verra en þetta tókst! Ég gæti ekki verið ánægðari akkúrat núna,“ segir Hugh. Hugh hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, þar sem hann hefur deilt myndböndum úr ferðinni. Hann segir frægðina hafa aukist með hverjum deginum. „Fólk kemur til mín sex eða sjö sinnum á dag núna en þetta hefur ekki orðið minna klikkaðra þrátt fyrir það.“ „Fólk kemur til mín, það vill fá mynd með mér. Þetta er svo klikkað en svo skemmtilegt!“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Hugh heldur í langferð en í fyrra gekk hann frá Skotlandi til Lundúna. Hann segir Íslendinga þó hafa verið mun spenntari fyrir honum en Breta. „Fólk þekkti mig ekki eins og hérna á Íslandi,“ segir Hugh og hlær. Hugh var hæstánægður með ferðalagið.Vísir/Sigurjón Hann segist hugfanginn af landinu. „Ísland er bara klikkaður staður. Þetta er svakalegt, það er eins og önnur pláneta. Ef þú ferð nokkra kílómetra í aðra átt þá er náttúran allt önnur,“ segir Hugh. Hann ætli nú að nýta síðustu dagana á landinu til að fagna. „Mig langar að fara og sjá eldfjallið einhvern tíma því ég hef enn ekki séð það. Og ég mun án efa drekka nokkra íslenska bjóra í viðbót á næstu dögum til að fagna.“ Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Hugh Graham lenti við Sólfarið á Sæbraut síðdegis í dag, 29 dögum eftir að ferð hans um landið hófst á sama stað. Hann segist alsæll með ferðina, þó hún hafi verið erfið á köflum. „Þessi síðasti kafli hefur verið virkilega erfiður vegna mótvindsins, veðrið varð verra en þetta tókst! Ég gæti ekki verið ánægðari akkúrat núna,“ segir Hugh. Hugh hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, þar sem hann hefur deilt myndböndum úr ferðinni. Hann segir frægðina hafa aukist með hverjum deginum. „Fólk kemur til mín sex eða sjö sinnum á dag núna en þetta hefur ekki orðið minna klikkaðra þrátt fyrir það.“ „Fólk kemur til mín, það vill fá mynd með mér. Þetta er svo klikkað en svo skemmtilegt!“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Hugh heldur í langferð en í fyrra gekk hann frá Skotlandi til Lundúna. Hann segir Íslendinga þó hafa verið mun spenntari fyrir honum en Breta. „Fólk þekkti mig ekki eins og hérna á Íslandi,“ segir Hugh og hlær. Hugh var hæstánægður með ferðalagið.Vísir/Sigurjón Hann segist hugfanginn af landinu. „Ísland er bara klikkaður staður. Þetta er svakalegt, það er eins og önnur pláneta. Ef þú ferð nokkra kílómetra í aðra átt þá er náttúran allt önnur,“ segir Hugh. Hann ætli nú að nýta síðustu dagana á landinu til að fagna. „Mig langar að fara og sjá eldfjallið einhvern tíma því ég hef enn ekki séð það. Og ég mun án efa drekka nokkra íslenska bjóra í viðbót á næstu dögum til að fagna.“
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira