Græn orka er lausnin Teitur Björn Einarsson skrifar 4. september 2021 08:00 Í leiðtogaumræðum á RÚV þann 31. ágúst sl. sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, frambjóðandi Pírata, að ekki þyrfti að virkja meira á Íslandi til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Vísaði hún þar reyndar ranglega til forstjóra Landsvirkjunar máli sínu til stuðnings. Tiltók hún svo sérstaklega að það væri tímaspursmál hvenær eitt eða fleiri álver á Íslandi myndi loka og lét í það skína að þá myndu Íslendingar vera á grænni grein í orku- og loftslagsmálum. Þessi afstaða Pírata og fleiri flokka á vinstri vængnum lýsir annað hvort talsverðu skilningsleysi á eðli vandans sem við er að glíma á alþjóðavísu í loftslagsmálum eða, sem verra væri, vítaverðu áhugaleysi Pírata og fleiri á að takast raunverulega á við þetta hnattræna hættuástand með alvöru aðgerðum. Hvað þýðir lokun álvers á Íslandi? Reiknað hefur verið út að álver á Íslandi sem framleiðir 360 þúsund tonn af áli á ári sparar heiminum 3,7 milljón tonna losun af CO2 ár hvert miðað við heimsmeðaltalið en 4,8 milljón tonn af losun á ári færist starfsemin til Kína. Af hverju skiptir þetta máli? Jú, heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda sem loftslagsáætlun þess nær til er 2,9 milljón tonn á ári. Það væru því mjög vondar fréttir fyrir heiminn ef álver lokaði á Íslandi. Því starfsemin mun færast annað sama hvað úthrópunum vinstri manna á Íslandi líður og vera knúið mengandi orkugjöfum en ekki með grænni orku hér á Íslandi. Jákvæðar tilfærslur í loftslagsbókhaldi Íslands leysa ekki vandann. Það er eins og að ætla að læknast af hita með því einu að mæla einhvern annan heilbrigðan. Nær væri að líta svo á að heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda ætti að aukast um 3,7-4,8 milljón tonn á ári ef álver lokaði á Íslandi af því Íslendingar væru þar með ekki að leggja sitt af mörkun með heimsbyggðinni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það þarf að virkja græna orku Loftslagsmál og orkumál verða ekki skilin að. Til að draga umtalsvert úr losun CO2 á heimsvísu þarf að hverfa frá jarðefnaeldsneyti og taka upp umhverfisvænni orkugjafa. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Íslandi taki forystu í orkuskiptum með því að nýta græna innlenda orku. Orkuskipti ná ekki einungis til bifreiða hér innanlands heldur einnig samgangna í lofti og til sjós og kalla þar með á lausnir eins og framleiðslu á rafeldsneyti, til dæmis vetni ofl. Heimurinn kallar á lausnir í loftslagsmálum og þess vegna felast tækifæri í því að ná tökum á framleiðslu vetnis á Íslandi og flytja það út til annarra landa sem skipta þá út mengandi orkugjöfum. Framlag Íslands til að draga úr útblæstri og losun á heimsvísu getur þannig stóraukist og haft verulega þýðingu samhliða efnahagslegum ávinningi um land allt. Það er stórundarlegt að flokkur eins og Vinstri græn, sem kenna sig mikið við umhverfisvernd, hafi ekki skoðað eða rætt afstöðu sína til vetnisframleiðslu á Íslandi í ljósi þess hvað það getur skipt miklu máli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Til að framleiða vetni og ráðast í orkuskipti hér innanlands þarf græna orku. Hún er til en hana þarf að virkja með eins umhverfisvænum og hagkvæmum hætti og kostur er. Réttast væri að við mat á umhverfisáhrifum virkjana í rammaáætlun verði horft til loftslagsáhrifa af nýtingu grænnar orku. Vinstriflokkar á villigötum Píratar, Vinstri græn og fleiri flokkar vinstrihreyfingarinnar tala hátt um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en fyrir þeim vakir eitthvað allt annað en árangur í loftslagsmálum. Stefna þeirra er sú að það megi ekki virkja heldur eigi að draga úr neyslu með boðum og bönnum, leggja á skatta og auka miðstýringu. Þeir vilja frekar algjörlega ósnerta náttúru á Íslandi í stað þess að bregðast við aðsteðjandi hættu fyrir mannkynið sem felst í loftslagsbreytingum af mannvöldum um allan heim. Þeirra stefna er röng því hún hefur enga raunverulega þýðingu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Orkumál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Í leiðtogaumræðum á RÚV þann 31. ágúst sl. sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, frambjóðandi Pírata, að ekki þyrfti að virkja meira á Íslandi til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Vísaði hún þar reyndar ranglega til forstjóra Landsvirkjunar máli sínu til stuðnings. Tiltók hún svo sérstaklega að það væri tímaspursmál hvenær eitt eða fleiri álver á Íslandi myndi loka og lét í það skína að þá myndu Íslendingar vera á grænni grein í orku- og loftslagsmálum. Þessi afstaða Pírata og fleiri flokka á vinstri vængnum lýsir annað hvort talsverðu skilningsleysi á eðli vandans sem við er að glíma á alþjóðavísu í loftslagsmálum eða, sem verra væri, vítaverðu áhugaleysi Pírata og fleiri á að takast raunverulega á við þetta hnattræna hættuástand með alvöru aðgerðum. Hvað þýðir lokun álvers á Íslandi? Reiknað hefur verið út að álver á Íslandi sem framleiðir 360 þúsund tonn af áli á ári sparar heiminum 3,7 milljón tonna losun af CO2 ár hvert miðað við heimsmeðaltalið en 4,8 milljón tonn af losun á ári færist starfsemin til Kína. Af hverju skiptir þetta máli? Jú, heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda sem loftslagsáætlun þess nær til er 2,9 milljón tonn á ári. Það væru því mjög vondar fréttir fyrir heiminn ef álver lokaði á Íslandi. Því starfsemin mun færast annað sama hvað úthrópunum vinstri manna á Íslandi líður og vera knúið mengandi orkugjöfum en ekki með grænni orku hér á Íslandi. Jákvæðar tilfærslur í loftslagsbókhaldi Íslands leysa ekki vandann. Það er eins og að ætla að læknast af hita með því einu að mæla einhvern annan heilbrigðan. Nær væri að líta svo á að heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda ætti að aukast um 3,7-4,8 milljón tonn á ári ef álver lokaði á Íslandi af því Íslendingar væru þar með ekki að leggja sitt af mörkun með heimsbyggðinni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það þarf að virkja græna orku Loftslagsmál og orkumál verða ekki skilin að. Til að draga umtalsvert úr losun CO2 á heimsvísu þarf að hverfa frá jarðefnaeldsneyti og taka upp umhverfisvænni orkugjafa. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Íslandi taki forystu í orkuskiptum með því að nýta græna innlenda orku. Orkuskipti ná ekki einungis til bifreiða hér innanlands heldur einnig samgangna í lofti og til sjós og kalla þar með á lausnir eins og framleiðslu á rafeldsneyti, til dæmis vetni ofl. Heimurinn kallar á lausnir í loftslagsmálum og þess vegna felast tækifæri í því að ná tökum á framleiðslu vetnis á Íslandi og flytja það út til annarra landa sem skipta þá út mengandi orkugjöfum. Framlag Íslands til að draga úr útblæstri og losun á heimsvísu getur þannig stóraukist og haft verulega þýðingu samhliða efnahagslegum ávinningi um land allt. Það er stórundarlegt að flokkur eins og Vinstri græn, sem kenna sig mikið við umhverfisvernd, hafi ekki skoðað eða rætt afstöðu sína til vetnisframleiðslu á Íslandi í ljósi þess hvað það getur skipt miklu máli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Til að framleiða vetni og ráðast í orkuskipti hér innanlands þarf græna orku. Hún er til en hana þarf að virkja með eins umhverfisvænum og hagkvæmum hætti og kostur er. Réttast væri að við mat á umhverfisáhrifum virkjana í rammaáætlun verði horft til loftslagsáhrifa af nýtingu grænnar orku. Vinstriflokkar á villigötum Píratar, Vinstri græn og fleiri flokkar vinstrihreyfingarinnar tala hátt um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en fyrir þeim vakir eitthvað allt annað en árangur í loftslagsmálum. Stefna þeirra er sú að það megi ekki virkja heldur eigi að draga úr neyslu með boðum og bönnum, leggja á skatta og auka miðstýringu. Þeir vilja frekar algjörlega ósnerta náttúru á Íslandi í stað þess að bregðast við aðsteðjandi hættu fyrir mannkynið sem felst í loftslagsbreytingum af mannvöldum um allan heim. Þeirra stefna er röng því hún hefur enga raunverulega þýðingu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar