Á heimavist alla ævi? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 4. september 2021 10:01 Mikill fjöldi fatlaðs fólks á Íslandi býr á herbergja sambýlum, nærri 300 manns. Þetta er fatlað fólk sem býr í herbergjum minni en 28 fermetrum og deilir annarri aðstöðu með öðru fólki. Stundum gengur sú sambúð vel en stundum er það fólk sem það þekkir lítið, á ekki í góðum samskiptum við eða fílar bara hreinlega ekki. Myndir þú sætta þig við slíkt? Þetta fyrirkomulag þekkjum við einna helst frá heimavistum framhaldsskólanna, sem vel er hægt að láta sér lynda og njóta í tímabundnu ástandi sem ung manneskja, en er óviðunandi alla ævi. Margt fatlað fólk býr við þennan veruleika og velur ekki með hverjum það býr, hvernig vistarverur þeirra líta út, hvar það býr og hefur ekki val um marga af þeim þáttum sem við flest teljum nauðsynlega til frelsis og lífsánægju. Það er ljóst að fullorðinn einstaklingur sem býr á herbergjasambýli hefur takmörkuð tækifæri til þess að njóta fjölskyldulífs, sinna áhugamálum sínum og lifa sínu einkalífi sem þó er réttur varinn í stjórnarskrá og fjölda mannréttindasáttmála sem Ísland á aðild að. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir stendur um búsetumál fatlaðs fólks að: það eigi rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir það eigi rétt á félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og stuðli að fullri aðlögun þess og þátttöku í samfélaginu. það eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. það megi ekki binda þjónustuna því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Og síðast en ekki síst að fötluðu fólki sem nú býr á stofnunum eða herbergja sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. En engin ákvæði eru um hvenær aflagning herbergjasambýla og stofnana fyrir fatlað fólk á að vera yfirstaðin og því er staðan enn sú að margt fatlað fólk býr við þessar aðstæður. Með því að tryggja fötluðu fólki þau mannréttindi er varða búsetufrelsi, sem fram koma í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, og tryggja fötluðu fólki húsnæði við hæfi, eru íslensk stjórnvöld ekki aðeins að standa við skuldbindingar sínar heldur að tryggja fötluðu fólki þá lágmarks reisn og virðingu sem það á skilið. Ráðast þarf í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fatlað fólk,bæði sem býr nú á herbergja sambýlum og stofnunum en einnig fyrir þann fjölda fatlaðs fólks sem enn er fastur í foreldrahúsum, fram á fertugsaldur. Þar bera foreldrarnir jafnan þunga umönnunarbyrði vegna þess að fullorðin börn þeirra komast ekki að heiman og fá ekki aðstoð. Enginn ætti að þurfa að búa tilneyddur hjá foreldrum sínum langt fram á fullorðins ár. Húsnæði er mannréttindi! Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og listfræðingur sem skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Húsnæðismál Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Sjá meira
Mikill fjöldi fatlaðs fólks á Íslandi býr á herbergja sambýlum, nærri 300 manns. Þetta er fatlað fólk sem býr í herbergjum minni en 28 fermetrum og deilir annarri aðstöðu með öðru fólki. Stundum gengur sú sambúð vel en stundum er það fólk sem það þekkir lítið, á ekki í góðum samskiptum við eða fílar bara hreinlega ekki. Myndir þú sætta þig við slíkt? Þetta fyrirkomulag þekkjum við einna helst frá heimavistum framhaldsskólanna, sem vel er hægt að láta sér lynda og njóta í tímabundnu ástandi sem ung manneskja, en er óviðunandi alla ævi. Margt fatlað fólk býr við þennan veruleika og velur ekki með hverjum það býr, hvernig vistarverur þeirra líta út, hvar það býr og hefur ekki val um marga af þeim þáttum sem við flest teljum nauðsynlega til frelsis og lífsánægju. Það er ljóst að fullorðinn einstaklingur sem býr á herbergjasambýli hefur takmörkuð tækifæri til þess að njóta fjölskyldulífs, sinna áhugamálum sínum og lifa sínu einkalífi sem þó er réttur varinn í stjórnarskrá og fjölda mannréttindasáttmála sem Ísland á aðild að. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir stendur um búsetumál fatlaðs fólks að: það eigi rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir það eigi rétt á félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og stuðli að fullri aðlögun þess og þátttöku í samfélaginu. það eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. það megi ekki binda þjónustuna því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Og síðast en ekki síst að fötluðu fólki sem nú býr á stofnunum eða herbergja sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. En engin ákvæði eru um hvenær aflagning herbergjasambýla og stofnana fyrir fatlað fólk á að vera yfirstaðin og því er staðan enn sú að margt fatlað fólk býr við þessar aðstæður. Með því að tryggja fötluðu fólki þau mannréttindi er varða búsetufrelsi, sem fram koma í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, og tryggja fötluðu fólki húsnæði við hæfi, eru íslensk stjórnvöld ekki aðeins að standa við skuldbindingar sínar heldur að tryggja fötluðu fólki þá lágmarks reisn og virðingu sem það á skilið. Ráðast þarf í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fatlað fólk,bæði sem býr nú á herbergja sambýlum og stofnunum en einnig fyrir þann fjölda fatlaðs fólks sem enn er fastur í foreldrahúsum, fram á fertugsaldur. Þar bera foreldrarnir jafnan þunga umönnunarbyrði vegna þess að fullorðin börn þeirra komast ekki að heiman og fá ekki aðstoð. Enginn ætti að þurfa að búa tilneyddur hjá foreldrum sínum langt fram á fullorðins ár. Húsnæði er mannréttindi! Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og listfræðingur sem skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun