Svívirðileg spilling og arðrán Árni Múli Jónasson skrifar 7. september 2021 10:01 Ein svívirðilegasta tegund spillingar og arðráns í heiminum snýst um milljónir og milljarða og aftur milljarða sem fyrirtæki í ríkum löndum og alþjóðleg fyrirtæki greiða spilltum stjórnmála- og embættismönnum fyrir aðgang að auðlindum af ýmsu tagi. Aðgangur að olíu, málmum og gimsteinum er líklega sá hluti spillingarhagkerfisins þar sem fjárhæðirnar eru hæstar. Spillt fyrirtæki múta til að fá leyfi til að nýta auðlindir þjóða en borga lítið fyrir það og enn minna í skatta. Fyrirtæki múta til að fá aðgang að skógum lands og höggva þá niður þar til eftir stendur eyðimörk. Fyrirtæki múta valdhöfum til að fá að nýta fiskimið, jafnvel langt umfram afkastagetu fiskistofna og borga ríkissjóði lítið. Fyrirtæki og einstaklingar borga meira en eitt þúsund milljarða bandaríkjadala í mútur á hverju ári, að mati Alþjóðabankans. En skaðinn sem spillingin veldur er miklu meiri. Áætlað er að á bilinu tuttugu til fjörutíu milljarðar bandaríkjadala af þróunaraðstoð hverfi í hít spillingarinnar á hverju ári. Spilling bitnar ávallt mest á þeim sem minnst fá og lítið eiga og eru valdlausastir. Það er því ekki að ástæðulausu að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdaáætlunar í þágu mannkynsins, jarðarinnar, hagsældar, réttlætis og útrýmingar fátæktar, er lögð sérstök áhersla á að „dregið verði verulega úr hvers kyns spillingu og mútum.“ Spillingin virðir engin landamæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjölþjóðlegir samningar um skyldur ríkja til að vinna gegn spillingu og hafa virkt eftirlit með því að fólk og fyrirtæki beiti ekki spilltum aðferðum og ekki bara í eigin landi, heldur líka í öðrum löndum. Ísland hefur undirgengist þannig samninga og skyldur meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins og með aðild að samningi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Það er mikið áhyggjuefni að OECD og Evrópuráðið skuli nýlega hafa fundið sig knúin til að gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir áhuga- og framtaksleysi við að gera nauðsynlegar ráðstafnir til að vinna gegn spillingu. Sósíalistarflokkurinn leggur mjög mikla áherslu á að Íslendingar geri allt sem í þeirrra valdi stendur til að vinna gegn spillingu og uppræta hana hér á landi og hvarvetna í heiminum. Flokkurinn hefur sett sér sérstaka stefnu í þeim mikilvæga málaflokki, „Ráðumst að rótum spillingar“. Í stefnu flokksins segir m.a. að hann ætli að „stuðla að því að sett verði ströng alþjóðleg viðurlög við því að einstaklingar eða fyrirtæki misnoti auðlindir annarra þjóða“. Þar segir einnig: „Íslensk stjórnvöld í samvinnu við önnur ríki þurfa að taka umhverfis- og loftslagsmálin mun fastari tökum á alþjóðavettvangi, en einnig misnotkun kapítalismans á fátækari samfélögum og fólki. Það er óboðlegt að stórfyrirtæki, einnig íslensk, arðræni aðrar þjóðir af auðlindum sínum, sigli undir hentifánum og skilji eftir sig sviðna jörð. Til þess að sporna við slíku alþjóðlegu ofbeldi er þörf á því að víkka út svið Alþjóðaglæpadómstólsins eða stofna nýjan dómstól sem tekur á mútum, auðlindaráni og umhverfisglæpum.“ Ef þér finnst mikilvægt að Ísland taki mjög alvarlega skuldbindingar sínar til að verja bláfátækt fólk í bláfátækum löndum gegn svívirðilegri spillingu og arðráni getur þú með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt að mörkum til að svo verði: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ein svívirðilegasta tegund spillingar og arðráns í heiminum snýst um milljónir og milljarða og aftur milljarða sem fyrirtæki í ríkum löndum og alþjóðleg fyrirtæki greiða spilltum stjórnmála- og embættismönnum fyrir aðgang að auðlindum af ýmsu tagi. Aðgangur að olíu, málmum og gimsteinum er líklega sá hluti spillingarhagkerfisins þar sem fjárhæðirnar eru hæstar. Spillt fyrirtæki múta til að fá leyfi til að nýta auðlindir þjóða en borga lítið fyrir það og enn minna í skatta. Fyrirtæki múta til að fá aðgang að skógum lands og höggva þá niður þar til eftir stendur eyðimörk. Fyrirtæki múta valdhöfum til að fá að nýta fiskimið, jafnvel langt umfram afkastagetu fiskistofna og borga ríkissjóði lítið. Fyrirtæki og einstaklingar borga meira en eitt þúsund milljarða bandaríkjadala í mútur á hverju ári, að mati Alþjóðabankans. En skaðinn sem spillingin veldur er miklu meiri. Áætlað er að á bilinu tuttugu til fjörutíu milljarðar bandaríkjadala af þróunaraðstoð hverfi í hít spillingarinnar á hverju ári. Spilling bitnar ávallt mest á þeim sem minnst fá og lítið eiga og eru valdlausastir. Það er því ekki að ástæðulausu að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdaáætlunar í þágu mannkynsins, jarðarinnar, hagsældar, réttlætis og útrýmingar fátæktar, er lögð sérstök áhersla á að „dregið verði verulega úr hvers kyns spillingu og mútum.“ Spillingin virðir engin landamæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjölþjóðlegir samningar um skyldur ríkja til að vinna gegn spillingu og hafa virkt eftirlit með því að fólk og fyrirtæki beiti ekki spilltum aðferðum og ekki bara í eigin landi, heldur líka í öðrum löndum. Ísland hefur undirgengist þannig samninga og skyldur meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins og með aðild að samningi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Það er mikið áhyggjuefni að OECD og Evrópuráðið skuli nýlega hafa fundið sig knúin til að gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir áhuga- og framtaksleysi við að gera nauðsynlegar ráðstafnir til að vinna gegn spillingu. Sósíalistarflokkurinn leggur mjög mikla áherslu á að Íslendingar geri allt sem í þeirrra valdi stendur til að vinna gegn spillingu og uppræta hana hér á landi og hvarvetna í heiminum. Flokkurinn hefur sett sér sérstaka stefnu í þeim mikilvæga málaflokki, „Ráðumst að rótum spillingar“. Í stefnu flokksins segir m.a. að hann ætli að „stuðla að því að sett verði ströng alþjóðleg viðurlög við því að einstaklingar eða fyrirtæki misnoti auðlindir annarra þjóða“. Þar segir einnig: „Íslensk stjórnvöld í samvinnu við önnur ríki þurfa að taka umhverfis- og loftslagsmálin mun fastari tökum á alþjóðavettvangi, en einnig misnotkun kapítalismans á fátækari samfélögum og fólki. Það er óboðlegt að stórfyrirtæki, einnig íslensk, arðræni aðrar þjóðir af auðlindum sínum, sigli undir hentifánum og skilji eftir sig sviðna jörð. Til þess að sporna við slíku alþjóðlegu ofbeldi er þörf á því að víkka út svið Alþjóðaglæpadómstólsins eða stofna nýjan dómstól sem tekur á mútum, auðlindaráni og umhverfisglæpum.“ Ef þér finnst mikilvægt að Ísland taki mjög alvarlega skuldbindingar sínar til að verja bláfátækt fólk í bláfátækum löndum gegn svívirðilegri spillingu og arðráni getur þú með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt að mörkum til að svo verði: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun