XD kannast ekki við sitt rétta slagorð Jökull Sólberg skrifar 7. september 2021 15:00 Í Silfrinu vildi Sjálfstæðisflokkurinn ekki kannast við að aðhyllast nýfrjálshyggju. Frambjóðandi XD hefur verið aðstoðarkona Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra á kjörtímabilinu sem rennur nú sitt skeið á enda. Ráðherrann hefur áður deilt færslu á Instagram sem sýnir „surprise“ súkkulaðiköku frá aðstoðarmönnum sínum með mynd af Ronald Reagan með kúrekahatt, eitt af átrúnaðargoðum nýfrjálshyggjufólks. Þetta fólk veit vel hvað nýfrjálshyggja er. Flokkurinn hefur farið frá því að reka nýfrjálshyggjustefnu og trúa því að hún þjóni hagsmunum meirihluta þjóðarinnar yfir í að þykjast ekki kannast við hugtakið sem hefur verið gengisfellt, meðal annars í Panama gagnalekanum sem varpaði ljósi á raunverulega efnastöðu efsta lags þjóðfélagsins, hér heima og á heimsvísu. Flokkurinn þjónar ekki hagsmunum nema um 5% þess fylgis sem hann hefur í dag – hina raunverulegu auðkýfinga og nokkur vel launuð fylgitungl þeirra. Þessi litli hópur dugir ekki til að bera flokkinn inn í ráðuneytin. Þessvegna hefur flokkurinn snúið sér að loðnum slagorðum í von um að sínir vanaföstustu kjósendur takist að sauma saman slagorðabúta sem röksemd fyrir sínu atkvæði. „Nýsköpun“ – í boði þeirra sem verja tugum milljarða í eftirlitslausar endurgreiðslur til stórfyrirtækja í nafni „rannsókna og vísinda“ og leggja niður Nýsköpunarmiðstöð. „Fjölbreytt atvinnulíf“ – í boði þeirra sem verja auðhringi og þá fábreytni sem fákeppni og einokun elur af sér. „Frelsi“ – í boði þeirra sem hafa varið og hvatt til þeirra mannfjandlegu starfsemi sem á sér stað í Útlendingastofnun. „Stöðugleiki“ – í boði þeirra sem hafa brotið niður félagslega húsnæðiskerfið og leyft leigumarkaði að vera undir lágmarks eftirliti og með lágmarks réttindum leigjenda. „Frjáls alþjóðaviðskipti“ – í boði þeirra sem svæfa skattrannsóknamál íslenskra alþjóðafyrirtækja með stjórnsýslufúski, sveltistefnu og seinagangi. Flokkurinn treystir sér ekki til að lengja mál sitt um þessi slagorð. Hann veit að forn frægð er hans síðasta varnarvígi — best sé að krossa fingur og vona að lekinn verði sem minnstur. Sósíalistar bjóða nú fram til Alþingis með fjölmörg tilboð til kjósenda. Þar vegur afmarkaðsvæðing húsnæðis og skattkerfisbreyting sem skilar sér í skattalækkun fyrir flestar tekjutíundir þungt, þó af mörgu öðru sé að taka. Allt er þetta gert til að stöðva og vinda ofan af þeim skaða sem frjálshyggja og auðræði hefur ollið á samfélaginu í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og flokka sem hafa hleypt honum í mikilvægustu ráðuneytin. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hafði eitt sinn húmaníska taug og tengingu við sína kjósendur þá er sú tíð liðin. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Jökull Sólberg Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í Silfrinu vildi Sjálfstæðisflokkurinn ekki kannast við að aðhyllast nýfrjálshyggju. Frambjóðandi XD hefur verið aðstoðarkona Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra á kjörtímabilinu sem rennur nú sitt skeið á enda. Ráðherrann hefur áður deilt færslu á Instagram sem sýnir „surprise“ súkkulaðiköku frá aðstoðarmönnum sínum með mynd af Ronald Reagan með kúrekahatt, eitt af átrúnaðargoðum nýfrjálshyggjufólks. Þetta fólk veit vel hvað nýfrjálshyggja er. Flokkurinn hefur farið frá því að reka nýfrjálshyggjustefnu og trúa því að hún þjóni hagsmunum meirihluta þjóðarinnar yfir í að þykjast ekki kannast við hugtakið sem hefur verið gengisfellt, meðal annars í Panama gagnalekanum sem varpaði ljósi á raunverulega efnastöðu efsta lags þjóðfélagsins, hér heima og á heimsvísu. Flokkurinn þjónar ekki hagsmunum nema um 5% þess fylgis sem hann hefur í dag – hina raunverulegu auðkýfinga og nokkur vel launuð fylgitungl þeirra. Þessi litli hópur dugir ekki til að bera flokkinn inn í ráðuneytin. Þessvegna hefur flokkurinn snúið sér að loðnum slagorðum í von um að sínir vanaföstustu kjósendur takist að sauma saman slagorðabúta sem röksemd fyrir sínu atkvæði. „Nýsköpun“ – í boði þeirra sem verja tugum milljarða í eftirlitslausar endurgreiðslur til stórfyrirtækja í nafni „rannsókna og vísinda“ og leggja niður Nýsköpunarmiðstöð. „Fjölbreytt atvinnulíf“ – í boði þeirra sem verja auðhringi og þá fábreytni sem fákeppni og einokun elur af sér. „Frelsi“ – í boði þeirra sem hafa varið og hvatt til þeirra mannfjandlegu starfsemi sem á sér stað í Útlendingastofnun. „Stöðugleiki“ – í boði þeirra sem hafa brotið niður félagslega húsnæðiskerfið og leyft leigumarkaði að vera undir lágmarks eftirliti og með lágmarks réttindum leigjenda. „Frjáls alþjóðaviðskipti“ – í boði þeirra sem svæfa skattrannsóknamál íslenskra alþjóðafyrirtækja með stjórnsýslufúski, sveltistefnu og seinagangi. Flokkurinn treystir sér ekki til að lengja mál sitt um þessi slagorð. Hann veit að forn frægð er hans síðasta varnarvígi — best sé að krossa fingur og vona að lekinn verði sem minnstur. Sósíalistar bjóða nú fram til Alþingis með fjölmörg tilboð til kjósenda. Þar vegur afmarkaðsvæðing húsnæðis og skattkerfisbreyting sem skilar sér í skattalækkun fyrir flestar tekjutíundir þungt, þó af mörgu öðru sé að taka. Allt er þetta gert til að stöðva og vinda ofan af þeim skaða sem frjálshyggja og auðræði hefur ollið á samfélaginu í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og flokka sem hafa hleypt honum í mikilvægustu ráðuneytin. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hafði eitt sinn húmaníska taug og tengingu við sína kjósendur þá er sú tíð liðin. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun