Hvernig verða orkuskiptin í sjávarútvegi? Gréta María Grétarsdóttir skrifar 9. september 2021 09:01 Nú í kjölfar nýjustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna blasir við öllum sem einhver áhrif geta haft á loftslag jarðar, að bregðast verður við hratt og af öryggi. Hlutverk stjórnvalda er auðvitað mikilvægast, þeirra er að túlka vilja kjósenda og móta stefnuna. Málefnið er hins vegar svo áríðandi að það krefst þess að allir sem eitthvað geta haft um það að segja bregðist við og leggist saman á árarnar. Að sama skapi verðum við að horfa til þess sem skilar áþreifanlegum árangri. Við verðum að nýta vísindi og hugvit, horfa á tölur og staðreyndir og horfa til margvíslegrar hugmynda- og aðferðafræði. Lausnin á loftslagsvandanum verður ekki einföld heldur kemur hún úr ýmsum áttum. Á Íslandi er sjávarútvegur ein þeirra greina sem, sökum stærðar, skiptir miklu máli í losun gróðurhúsalofttegunda. Vistspor sjávarútvegs er stórt ef litið er á það eitt og sér – en áður en við stígum næstu skref verðum við þó fyrst að skoða hlutina í samhengi. Sjávarútvegur er líka dæmi um það hvernig stórar atvinnugreinar geta náð eftirtektarverðum árangri í loftslagsmálum en um leið blómstrað og haldið samkeppnishæfni sinni. Kolefnisspor vegna fiskveiða við Ísland er í dag einungis tæplega helmingur þess sem það var fyrir aldarfjórðungi. Á sama tíma hefur losun koltvísýrings í hagkerfi Íslands meira en tvöfaldast. Þetta kemur til af ýmsu; hagkvæmari veiðum, endurnýjun skipaflotans með nýrri hönnun og sparneytnari vélum, betri veiðitækni og betra ástands fiskistofna. Sömuleiðis er rétt að horfa til þess að fiskur sem prótíngjafi hefur einnig í eðli sínu minna vistspor á alþjóðlega vísu en landbúnaður, þar sem hann notar hvorki dýrmætt landrými né hefðbundin aðföng landbúnaðar. Áætlað er að greinin haldi áfram að minnka losun vegna skipanotkunar næstu árin, a.m.k. til ársins 2030. Framundan eru ýmis verkefni, rafvæðing hafna, þróun léttari veiðarfæra o.fl. sem stuðla munu að enn minnkandi olíunotkun. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra um græn skref í sjávarútvegi skilaði af sér mjög metnaðarfullum markmiðum fyrr í sumar en meðal annars er stefnt að því að heildaráhrifum losunar vegna veiða verði alfarið útrýmt frá og með árinu 2026. Þetta er alls ekki óvinnandi markmið en það verður aðeins gert með kolefnisbindingu sem jafnar losun hjá fiskveiðiflotanum. Þetta er að nokkru leyti þegar til staðar því sjávarútvegurinn greiðir um 2 milljarða kr. á ári í kolefnisgjald til stjórnvalda. Kolefnisjöfnun og þátttaka í verkefnum sem draga úr heildarlosun geta jafnað út loftslagsáhrif greinarinnar meðan fiskveiðiflotinn brennir olíu. Þetta breytir þó ekki því að endanlegt markmið hlýtur að vera að afmá á endanum kolefnissporið eða því sem næst. Þegar kemur að veiðum er staðreyndin hins vegar sú að við vitum ekki hvernig orkuskiptin munu fara fram. Skipin sem sækja fiskinn eru knúin af olíu og tæknin til að knýja áfram skipin án nokkurs útblásturs er ekki til. Verið er að þróa ýmsar hugmyndir sem lofa margar mjög góðu en ekkert er svo langt komið að varanleg lausn sé í sjónmáli. Slík lausn mun alltaf krefjast mikilla fjárfestinga í nýrri tækni og enn frekari endurnýjunar fiskveiðiflotans. Fyrsta skrefið er því að safna saman hugviti og hugmyndum og fjárfesta í þróun sem skilar hagkvæmum og sjálfbærum veiðum. Ein forsenda þess er að svigrúmið og starfsöryggið til að fjárfesta í slíkri þróun til langs tíma sé til staðar. Brim tekur loftslagsmál mjög alvarlega, líkt og önnur fyrirtæki í sjávarútvegi. Heilbrigði hafsins eru hagsmunir okkar líkt og samfélagsins alls. Góðar lausnir verða til þegar gott fólk kemur saman. Lausnin á losun í sjávarútvegi liggur í nýsköpun og þróun, samvinnu fólks; sérfræðinga í sjávarútvegi, í nýsköpunargeiranum og í fræðasamfélaginu. Þetta mikilvæga verkefni er alls ekki nýtt fyrir okkur. Aukin verðmætasköpun, sem er ein af grunnstoðum íslensks samfélags, og batnandi ástand fiskistofna hafa síðustu áratugi verið knúin áfram af nýsköpun, þróun og verndarsjónarmiðum. Brim kallar því eftir hugmyndum, fagnar og hvetur til samvinnu um það hvernig við getum komið enn frekar að liði, haldið áfram að skapa vörur og verðmæti fyrir samfélagið en um leið varið og ræktað lífríki okkar og umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Orkumál Umhverfismál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Nú í kjölfar nýjustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna blasir við öllum sem einhver áhrif geta haft á loftslag jarðar, að bregðast verður við hratt og af öryggi. Hlutverk stjórnvalda er auðvitað mikilvægast, þeirra er að túlka vilja kjósenda og móta stefnuna. Málefnið er hins vegar svo áríðandi að það krefst þess að allir sem eitthvað geta haft um það að segja bregðist við og leggist saman á árarnar. Að sama skapi verðum við að horfa til þess sem skilar áþreifanlegum árangri. Við verðum að nýta vísindi og hugvit, horfa á tölur og staðreyndir og horfa til margvíslegrar hugmynda- og aðferðafræði. Lausnin á loftslagsvandanum verður ekki einföld heldur kemur hún úr ýmsum áttum. Á Íslandi er sjávarútvegur ein þeirra greina sem, sökum stærðar, skiptir miklu máli í losun gróðurhúsalofttegunda. Vistspor sjávarútvegs er stórt ef litið er á það eitt og sér – en áður en við stígum næstu skref verðum við þó fyrst að skoða hlutina í samhengi. Sjávarútvegur er líka dæmi um það hvernig stórar atvinnugreinar geta náð eftirtektarverðum árangri í loftslagsmálum en um leið blómstrað og haldið samkeppnishæfni sinni. Kolefnisspor vegna fiskveiða við Ísland er í dag einungis tæplega helmingur þess sem það var fyrir aldarfjórðungi. Á sama tíma hefur losun koltvísýrings í hagkerfi Íslands meira en tvöfaldast. Þetta kemur til af ýmsu; hagkvæmari veiðum, endurnýjun skipaflotans með nýrri hönnun og sparneytnari vélum, betri veiðitækni og betra ástands fiskistofna. Sömuleiðis er rétt að horfa til þess að fiskur sem prótíngjafi hefur einnig í eðli sínu minna vistspor á alþjóðlega vísu en landbúnaður, þar sem hann notar hvorki dýrmætt landrými né hefðbundin aðföng landbúnaðar. Áætlað er að greinin haldi áfram að minnka losun vegna skipanotkunar næstu árin, a.m.k. til ársins 2030. Framundan eru ýmis verkefni, rafvæðing hafna, þróun léttari veiðarfæra o.fl. sem stuðla munu að enn minnkandi olíunotkun. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra um græn skref í sjávarútvegi skilaði af sér mjög metnaðarfullum markmiðum fyrr í sumar en meðal annars er stefnt að því að heildaráhrifum losunar vegna veiða verði alfarið útrýmt frá og með árinu 2026. Þetta er alls ekki óvinnandi markmið en það verður aðeins gert með kolefnisbindingu sem jafnar losun hjá fiskveiðiflotanum. Þetta er að nokkru leyti þegar til staðar því sjávarútvegurinn greiðir um 2 milljarða kr. á ári í kolefnisgjald til stjórnvalda. Kolefnisjöfnun og þátttaka í verkefnum sem draga úr heildarlosun geta jafnað út loftslagsáhrif greinarinnar meðan fiskveiðiflotinn brennir olíu. Þetta breytir þó ekki því að endanlegt markmið hlýtur að vera að afmá á endanum kolefnissporið eða því sem næst. Þegar kemur að veiðum er staðreyndin hins vegar sú að við vitum ekki hvernig orkuskiptin munu fara fram. Skipin sem sækja fiskinn eru knúin af olíu og tæknin til að knýja áfram skipin án nokkurs útblásturs er ekki til. Verið er að þróa ýmsar hugmyndir sem lofa margar mjög góðu en ekkert er svo langt komið að varanleg lausn sé í sjónmáli. Slík lausn mun alltaf krefjast mikilla fjárfestinga í nýrri tækni og enn frekari endurnýjunar fiskveiðiflotans. Fyrsta skrefið er því að safna saman hugviti og hugmyndum og fjárfesta í þróun sem skilar hagkvæmum og sjálfbærum veiðum. Ein forsenda þess er að svigrúmið og starfsöryggið til að fjárfesta í slíkri þróun til langs tíma sé til staðar. Brim tekur loftslagsmál mjög alvarlega, líkt og önnur fyrirtæki í sjávarútvegi. Heilbrigði hafsins eru hagsmunir okkar líkt og samfélagsins alls. Góðar lausnir verða til þegar gott fólk kemur saman. Lausnin á losun í sjávarútvegi liggur í nýsköpun og þróun, samvinnu fólks; sérfræðinga í sjávarútvegi, í nýsköpunargeiranum og í fræðasamfélaginu. Þetta mikilvæga verkefni er alls ekki nýtt fyrir okkur. Aukin verðmætasköpun, sem er ein af grunnstoðum íslensks samfélags, og batnandi ástand fiskistofna hafa síðustu áratugi verið knúin áfram af nýsköpun, þróun og verndarsjónarmiðum. Brim kallar því eftir hugmyndum, fagnar og hvetur til samvinnu um það hvernig við getum komið enn frekar að liði, haldið áfram að skapa vörur og verðmæti fyrir samfélagið en um leið varið og ræktað lífríki okkar og umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun