Ég kýs Sósíalistaflokk Íslands Mikael Torfason skrifar 13. september 2021 07:01 Í fyrstu kosningunum sem ég kaus í var jöfnuður hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Ég var ungur rithöfundur og nýbúinn að kaupa mér íbúð og kaus Alþýðubandalagið. Davíð Oddsson myndaði ríkisstjórn og næstu árin kaus ég þessa flokka til vinstri og mín atkvæði voru ekki greidd stjórnarflokki fyrr en Samfylkingin varð „sætasta stelpan á ballinu“ eins og Geir H. Haarde orðaði það korteri í hrun. Þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn gert Ísland að landi ójöfnuðar og fljótlega fór allt á hliðina. Samfylkingin, rétt eins og Vinstri grænir nú, vildu ganga milliveginn og reyna að semja við Sjálfstæðisflokkinn en gengu þess í stað fyrir björg fyrir þennan flokk sem færði Íslendingum nýfrjálshyggjuna sem hefur hér kollriðið öllu síðan ég kaus fyrst í alþingiskosningum. Nýfrjálshyggjan fór illa með Ísland. Hún gleypti í sig verkamannabústaði og sigaði hrægömmum á okkar fátækasta fólk sem eru leigjendur. Þetta er ekki staðan í flestum löndum Evrópu þar sem lágmark þriðjungur íbúða er í eigu ríkis, sveitarfélaga eða félagasamtaka. Það má ekki vera minna því annars sköðum við samfélagið. Í Vínarborg, þar sem ég bjó þar til fyrir ekki svo löngu er þetta hlutfall 55%. Í Berlín, þar sem ég bý núna, er um fjórðungur íbúða í eigu einkaaðila sem búa þá í eigin íbúð, tæplega 40% íbúða er í eigu hagnaðardrifinna leigufyrirtækja og restin, ca. 35% er í eigu hins opinberra eða félagasamtaka. Og svona er fyrirkomulagið í flestum löndum sem ekki hafa látið nýfrjálshyggjuna eyðileggja grunnstoðir samfélagsins eins og raunin er á Íslandi þar sem aðeins 8% húsnæðis gæti flokkast sem félagslegt húsnæði. Það er af sem áður var því á árunum 1987 - 1994 var um þriðjungur allra nýbygginga á Íslandi félagslegar íbúðir. Þessi breyting hefur skelfileg áhrif á tekjulágar fjölskyldur, öryrkja, lífeyrisþega og ungt fólk sem er að fóta sig í lífinu. Það er allt annað að ætla að byrja að búa árið 2022 en var þegar ég leigði mína fyrstu íbúð á Hverfisgötu árið 1992. Kosningarnar nú eru mikilvægar. Við höfum lofað stjórnmálaflokkunum sem hafa valið að starfa með Sjálfstæðisflokki að ganga of langt í að níðast á fátæku fólki. Það er skömm af því að fara illa með þá sem minnst eiga. Við gengum alltof langt í þessari markaðshyggju og meðvirkni okkar með Sjálfstæðisflokknum verður að linna. Þess vegna ætla ég að kjósa Sósíalistaflokk Íslands. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Í fyrstu kosningunum sem ég kaus í var jöfnuður hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Ég var ungur rithöfundur og nýbúinn að kaupa mér íbúð og kaus Alþýðubandalagið. Davíð Oddsson myndaði ríkisstjórn og næstu árin kaus ég þessa flokka til vinstri og mín atkvæði voru ekki greidd stjórnarflokki fyrr en Samfylkingin varð „sætasta stelpan á ballinu“ eins og Geir H. Haarde orðaði það korteri í hrun. Þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn gert Ísland að landi ójöfnuðar og fljótlega fór allt á hliðina. Samfylkingin, rétt eins og Vinstri grænir nú, vildu ganga milliveginn og reyna að semja við Sjálfstæðisflokkinn en gengu þess í stað fyrir björg fyrir þennan flokk sem færði Íslendingum nýfrjálshyggjuna sem hefur hér kollriðið öllu síðan ég kaus fyrst í alþingiskosningum. Nýfrjálshyggjan fór illa með Ísland. Hún gleypti í sig verkamannabústaði og sigaði hrægömmum á okkar fátækasta fólk sem eru leigjendur. Þetta er ekki staðan í flestum löndum Evrópu þar sem lágmark þriðjungur íbúða er í eigu ríkis, sveitarfélaga eða félagasamtaka. Það má ekki vera minna því annars sköðum við samfélagið. Í Vínarborg, þar sem ég bjó þar til fyrir ekki svo löngu er þetta hlutfall 55%. Í Berlín, þar sem ég bý núna, er um fjórðungur íbúða í eigu einkaaðila sem búa þá í eigin íbúð, tæplega 40% íbúða er í eigu hagnaðardrifinna leigufyrirtækja og restin, ca. 35% er í eigu hins opinberra eða félagasamtaka. Og svona er fyrirkomulagið í flestum löndum sem ekki hafa látið nýfrjálshyggjuna eyðileggja grunnstoðir samfélagsins eins og raunin er á Íslandi þar sem aðeins 8% húsnæðis gæti flokkast sem félagslegt húsnæði. Það er af sem áður var því á árunum 1987 - 1994 var um þriðjungur allra nýbygginga á Íslandi félagslegar íbúðir. Þessi breyting hefur skelfileg áhrif á tekjulágar fjölskyldur, öryrkja, lífeyrisþega og ungt fólk sem er að fóta sig í lífinu. Það er allt annað að ætla að byrja að búa árið 2022 en var þegar ég leigði mína fyrstu íbúð á Hverfisgötu árið 1992. Kosningarnar nú eru mikilvægar. Við höfum lofað stjórnmálaflokkunum sem hafa valið að starfa með Sjálfstæðisflokki að ganga of langt í að níðast á fátæku fólki. Það er skömm af því að fara illa með þá sem minnst eiga. Við gengum alltof langt í þessari markaðshyggju og meðvirkni okkar með Sjálfstæðisflokknum verður að linna. Þess vegna ætla ég að kjósa Sósíalistaflokk Íslands. Höfundur er rithöfundur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun