Hvers vegna ekki Viðreisn? Þór Saari skrifar 13. september 2021 15:02 Það þarf kannski ekki að viðhafa sérstaklega mörg orð um Viðreisn sem stjórnmálaflokk, enda frekar sérkennilegt dæmi og alls ekki á hreinu fyrir hvað hann stendur. Forsaga flokksins, sem er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, er þó í grunnin sú að að Evrópusinnaðir og þar með alþjóðasinnaðir Sjálfstæðismenn, voru mjög ónægðir með þjóðrembingslega einangrunarstefnu flokksins og vildu að flokkurinn tæki fulla afstöðu til þeirra gilda sem Evrópusambandið stæði fyrir og viðurkenndu, það sem þeim fannst, að Íslandi yrði betur borgið sem fullgildur aðili að ESB. Íslenskum hreppapólitíkusum í Sjálfstæðisflokknum óaði við þessu vegna ótta við að hér yrði tekið upp eðlilegra stjórnarfar og efnahagsumhverfi og til varð Viðreisn. Viðreisn fór hins vegar ekki vel af stað og bæði fyrsti formaður og sá núverandi eru misheppnuð sem leiðtogar. Sá fyrsti vegna sérlega lélegs kjörþokka og afneitunar á eina stefnumáli flokksins þegar hann var í ríkisstjórn, og þótt greindur sé þá náði hann alls ekki að matreiða Viðreisn sem eitthvað annað en lúinn eftirrétt með engu bragði. Núverandi formaður er svo misheppnuð vegna aðgerða, og aðgerðaleysis, sem leiddu til Hrunsins 2008 og hennar eigin tekjuöflunar samhliða því. Viðreisn er nefnilega með sanni ekkert annað en aukabátur í Sjálfstæðisflokknum sem er mannaður með ESB sinnum, nema þegar flokkurinn er í ríkisstjórn með þeim, eins og hann var um hríð árið 2017 og þingmennirnir „gleymdu“ ESB. Þá einhvern veginn var ESB aðildin orðin að aukaatriði. Þegar flokkur með eitt stefnumál selur það fyrir ráðherrastóla er allur trúverðugleiki að sjálfsögðu farinn og hann hefur ekki tekist að endurvekja. Þótt núverandi formaður sé á margan hátt skelegg, var hún áður varaformaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins á mesta hörmungarskeiði hans undir forystu Geirs H. Haarde í Hruninu 2008. Hún eignaðist og mikið af hlutabréfum með mjög skringilegum hætti í Kaupþingi í gegnum eiginmann sinn, en hann var einn af æðstu stjórnendunum þar á bæ. Þegar sá loftkastali hrundi kom í ljós að þau hjónin skulduðu 1.700 milljónir króna, jamm, segi og skrifa 1,7 milljarða, sem þau hafa aldrei borgað til baka. Hún vissi strax snemma árs 2008, ásamt öðrum innvígðum, að hrun bankakerfisins var óumflýjanlegt á komandi mánuðum, en eins og margir aðrir þagði hún þunnu hljóði og hvatti landsmenn til að taka áfram erlend og verðtryggð lán og kostaði þar með fjölmargar fjölskyldur aleiguna. Einskær og yfirgengilegur hroki hennar í garð þeirra sem dirfðust að velta vöngum yfir því að þessi fjármálabóla gæti sprungið, hefur enn ekki gleymst. Viðreisn hefur líka verið í ríkisstjórn sem hafnaði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, niðurstöðu sem var svo afgerandi að yfir tveir þriðju hlutar kjósenda studdu málið. Núverandi formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði svo sjálf orðrétt á Alþingi þann 6. júlí síðastliðin: "Ég get ekki tekið undir að það eigi að innleiða hina svokölluðu nýju stjórnarskrá, ég hef ekki verið þeirrar skoðunar og hef ekki breytt þeirri skoðun minni." Slík afstaða til lýðræðis og slíkar aðgerðir til að koma í veg fyrir framgang þess, eru ekkert annað en gróf aðför að lýðræðislegu stjórnarfari, valdarán, sem í öllum nágrannalöndum okkar væri meðhöndlað sem slíkt. Viðreisn hefur því í orði, sem á borði, hafnað lýðræði sem stjórnarfari. Það er því fullkominn skortur á trúverðugleika Viðreisnar sem stjórnaálafls, sem gerir það að verkum að það er fráleitt að kjósa flokkinn. Viðreisn hefur svikið eina stefnumál sitt fyrir ráðherrastóla, er andsnúinn lýðræði sem stjórnarfari, og er fullkomlega ótrúverðugur í efnahagsmálum með núverandi formann sem kaftein. Þetta er í raun bara gerviflokkur fyrir þröngan hagsmunahóp fólks sem er að reyna að troða sér að alsnægtarborði Sjálfstæðisflokksins með von um brauðmola fyrir sjálft sig. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Viðreisn. Það er bara ekki góð hugmynd. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Það þarf kannski ekki að viðhafa sérstaklega mörg orð um Viðreisn sem stjórnmálaflokk, enda frekar sérkennilegt dæmi og alls ekki á hreinu fyrir hvað hann stendur. Forsaga flokksins, sem er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, er þó í grunnin sú að að Evrópusinnaðir og þar með alþjóðasinnaðir Sjálfstæðismenn, voru mjög ónægðir með þjóðrembingslega einangrunarstefnu flokksins og vildu að flokkurinn tæki fulla afstöðu til þeirra gilda sem Evrópusambandið stæði fyrir og viðurkenndu, það sem þeim fannst, að Íslandi yrði betur borgið sem fullgildur aðili að ESB. Íslenskum hreppapólitíkusum í Sjálfstæðisflokknum óaði við þessu vegna ótta við að hér yrði tekið upp eðlilegra stjórnarfar og efnahagsumhverfi og til varð Viðreisn. Viðreisn fór hins vegar ekki vel af stað og bæði fyrsti formaður og sá núverandi eru misheppnuð sem leiðtogar. Sá fyrsti vegna sérlega lélegs kjörþokka og afneitunar á eina stefnumáli flokksins þegar hann var í ríkisstjórn, og þótt greindur sé þá náði hann alls ekki að matreiða Viðreisn sem eitthvað annað en lúinn eftirrétt með engu bragði. Núverandi formaður er svo misheppnuð vegna aðgerða, og aðgerðaleysis, sem leiddu til Hrunsins 2008 og hennar eigin tekjuöflunar samhliða því. Viðreisn er nefnilega með sanni ekkert annað en aukabátur í Sjálfstæðisflokknum sem er mannaður með ESB sinnum, nema þegar flokkurinn er í ríkisstjórn með þeim, eins og hann var um hríð árið 2017 og þingmennirnir „gleymdu“ ESB. Þá einhvern veginn var ESB aðildin orðin að aukaatriði. Þegar flokkur með eitt stefnumál selur það fyrir ráðherrastóla er allur trúverðugleiki að sjálfsögðu farinn og hann hefur ekki tekist að endurvekja. Þótt núverandi formaður sé á margan hátt skelegg, var hún áður varaformaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins á mesta hörmungarskeiði hans undir forystu Geirs H. Haarde í Hruninu 2008. Hún eignaðist og mikið af hlutabréfum með mjög skringilegum hætti í Kaupþingi í gegnum eiginmann sinn, en hann var einn af æðstu stjórnendunum þar á bæ. Þegar sá loftkastali hrundi kom í ljós að þau hjónin skulduðu 1.700 milljónir króna, jamm, segi og skrifa 1,7 milljarða, sem þau hafa aldrei borgað til baka. Hún vissi strax snemma árs 2008, ásamt öðrum innvígðum, að hrun bankakerfisins var óumflýjanlegt á komandi mánuðum, en eins og margir aðrir þagði hún þunnu hljóði og hvatti landsmenn til að taka áfram erlend og verðtryggð lán og kostaði þar með fjölmargar fjölskyldur aleiguna. Einskær og yfirgengilegur hroki hennar í garð þeirra sem dirfðust að velta vöngum yfir því að þessi fjármálabóla gæti sprungið, hefur enn ekki gleymst. Viðreisn hefur líka verið í ríkisstjórn sem hafnaði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, niðurstöðu sem var svo afgerandi að yfir tveir þriðju hlutar kjósenda studdu málið. Núverandi formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði svo sjálf orðrétt á Alþingi þann 6. júlí síðastliðin: "Ég get ekki tekið undir að það eigi að innleiða hina svokölluðu nýju stjórnarskrá, ég hef ekki verið þeirrar skoðunar og hef ekki breytt þeirri skoðun minni." Slík afstaða til lýðræðis og slíkar aðgerðir til að koma í veg fyrir framgang þess, eru ekkert annað en gróf aðför að lýðræðislegu stjórnarfari, valdarán, sem í öllum nágrannalöndum okkar væri meðhöndlað sem slíkt. Viðreisn hefur því í orði, sem á borði, hafnað lýðræði sem stjórnarfari. Það er því fullkominn skortur á trúverðugleika Viðreisnar sem stjórnaálafls, sem gerir það að verkum að það er fráleitt að kjósa flokkinn. Viðreisn hefur svikið eina stefnumál sitt fyrir ráðherrastóla, er andsnúinn lýðræði sem stjórnarfari, og er fullkomlega ótrúverðugur í efnahagsmálum með núverandi formann sem kaftein. Þetta er í raun bara gerviflokkur fyrir þröngan hagsmunahóp fólks sem er að reyna að troða sér að alsnægtarborði Sjálfstæðisflokksins með von um brauðmola fyrir sjálft sig. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Viðreisn. Það er bara ekki góð hugmynd. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar