Hugsum sjálfstætt – Nýtum kosningaréttinn Arnar Þór Jónsson og Vigfús Bjarni Albertsson skrifa 13. september 2021 19:00 Hefurðu ekki áhuga á að tala um stjórnmál? Nennirðu því ekki? Finnst þér að ekki megi ræða um stjórnmál við vini, ættingja eða á vinnustað? Við setjum þessar línur á blað til að vara við því að við vanrækjum stjórnmálin. Charles de Gaulle orðaði sambærilega hugsun með eftirfarandi hætti: „Stjórnmál eru of alvarlegt viðfangsefni til að eftirláta þau stjórnmálamönnum einum“. Ertu of upptekin(n) til að mæta á kjörstað? Finnst þér ekki skipta máli hvaða menntastefna er lögð skólastarfi til grundvallar, hvað við borgum í skatta og hvernig skattfé er ráðstafað, hvaða vaxtarskilyrði atvinnulífið býr við, hvaða atvinnumöguleika við höfum, hvernig heilbrigðiskerfið er skipulagt, hvaða reglur gilda um framleiðslu matvæla o.s.frv. Blasir ekki við, þegar við hugsum út í það, að stjórnmálin gegnsýra allt okkar daglega líf? Skattgreiðslur eru mál sem kjósendur ættu að láta sig varða, því hér er um að ræða fjármuni sem teknir eru beint úr launaumslagi okkar. Hefurðu reiknað út hversu stór hluti tekna þinna fer í skatta? Hvers konar skatta erum við að greiða? Hvað vinnum við stóran hluta ársins í þágu ríkisins? Hversu stóran hluta vinnudagsins? Hverjir hafa mest um það að segja hvernig þessum fjármunum okkar (sköttunum) er ráðstafað? Stjórnmálamenn auðvitað. Á hverju einasta ári þenst regluverkið út. Kjörnum fulltrúum er ætlað að hafa mest áhrif á þróun og innihald þessara reglna. Á hverju ári bætast við alls konar kröfur um framleiðslustaðla, sem hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir fyrirtæki og neytendur. Stjórnmál ráða því hvaða öryggiskröfur eru gerðar, hvaða reglur gilda um ráðningar í störf, hvernig skipulagsmálum er háttað, samgöngum og hvaða kröfur eru gerðar til húsbygginga o.fl. Stjórnmál eru allt í kringum okkur. Fréttir snúast að miklu leyti um stjórnmál og lögin eru afsprengi pólitískrar umræðu. Framtíð lýðræðisins og lýðveldisins er háð því að við sýnum stjórnmálunum áhuga, látum til okkar taka á þeim vettvangi, tökum þátt í flokksstarfi, veitum stjórnmálamönnum aðhald, tjáum skoðanir okkar, hugsum sjálfstætt. Án alls þessa verður lýðræðið siðlausu stjórnarfari að bráð. Það viljum við ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á að efla sjálfstæði einstaklinganna innan samfélagsins með sanngirni og lífsgæði að leiðarljósi. Þessum markmiðum verður best náð með því að tryggja frelsi fólks til að beita hugsun sinni og kröftum innan leyfilegra takmarka, sjálfum sér og öðrum til hagsbóta. Lýðræðið hvílir á þeim grunni að frjálsir, þroskaðir og sjálfstæðir einstaklingar nýti kosningaréttinn skynsamlega. Atkvæði þitt skiptir máli. Ekki kjósa bara eitthvað. Arnar Þór skipar 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi og Vigfús Bjarni skipar skipar 6. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Arnar Þór Jónsson Vigfús Bjarni Albertsson Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Hefurðu ekki áhuga á að tala um stjórnmál? Nennirðu því ekki? Finnst þér að ekki megi ræða um stjórnmál við vini, ættingja eða á vinnustað? Við setjum þessar línur á blað til að vara við því að við vanrækjum stjórnmálin. Charles de Gaulle orðaði sambærilega hugsun með eftirfarandi hætti: „Stjórnmál eru of alvarlegt viðfangsefni til að eftirláta þau stjórnmálamönnum einum“. Ertu of upptekin(n) til að mæta á kjörstað? Finnst þér ekki skipta máli hvaða menntastefna er lögð skólastarfi til grundvallar, hvað við borgum í skatta og hvernig skattfé er ráðstafað, hvaða vaxtarskilyrði atvinnulífið býr við, hvaða atvinnumöguleika við höfum, hvernig heilbrigðiskerfið er skipulagt, hvaða reglur gilda um framleiðslu matvæla o.s.frv. Blasir ekki við, þegar við hugsum út í það, að stjórnmálin gegnsýra allt okkar daglega líf? Skattgreiðslur eru mál sem kjósendur ættu að láta sig varða, því hér er um að ræða fjármuni sem teknir eru beint úr launaumslagi okkar. Hefurðu reiknað út hversu stór hluti tekna þinna fer í skatta? Hvers konar skatta erum við að greiða? Hvað vinnum við stóran hluta ársins í þágu ríkisins? Hversu stóran hluta vinnudagsins? Hverjir hafa mest um það að segja hvernig þessum fjármunum okkar (sköttunum) er ráðstafað? Stjórnmálamenn auðvitað. Á hverju einasta ári þenst regluverkið út. Kjörnum fulltrúum er ætlað að hafa mest áhrif á þróun og innihald þessara reglna. Á hverju ári bætast við alls konar kröfur um framleiðslustaðla, sem hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir fyrirtæki og neytendur. Stjórnmál ráða því hvaða öryggiskröfur eru gerðar, hvaða reglur gilda um ráðningar í störf, hvernig skipulagsmálum er háttað, samgöngum og hvaða kröfur eru gerðar til húsbygginga o.fl. Stjórnmál eru allt í kringum okkur. Fréttir snúast að miklu leyti um stjórnmál og lögin eru afsprengi pólitískrar umræðu. Framtíð lýðræðisins og lýðveldisins er háð því að við sýnum stjórnmálunum áhuga, látum til okkar taka á þeim vettvangi, tökum þátt í flokksstarfi, veitum stjórnmálamönnum aðhald, tjáum skoðanir okkar, hugsum sjálfstætt. Án alls þessa verður lýðræðið siðlausu stjórnarfari að bráð. Það viljum við ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á að efla sjálfstæði einstaklinganna innan samfélagsins með sanngirni og lífsgæði að leiðarljósi. Þessum markmiðum verður best náð með því að tryggja frelsi fólks til að beita hugsun sinni og kröftum innan leyfilegra takmarka, sjálfum sér og öðrum til hagsbóta. Lýðræðið hvílir á þeim grunni að frjálsir, þroskaðir og sjálfstæðir einstaklingar nýti kosningaréttinn skynsamlega. Atkvæði þitt skiptir máli. Ekki kjósa bara eitthvað. Arnar Þór skipar 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi og Vigfús Bjarni skipar skipar 6. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun