Viðreisn fyrir okkur öll! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 15. september 2021 07:30 Úrslit þingkosninga 25. september eru svo ótrúlega mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Það skiptir sköpum fyrir samfélag okkar hverjir sitja við völd, hvaða viðhorf eru ríkjandi og hver forgangsröðun verkefna er. Samtal og samstarf ríkis og sveitarfélaga skiptir máli Fyrir nærsamfélagið, sveitarfélögin skiptir þetta meira máli en margra gæti grunað. Ótal margt í þjónustu nærsamfélagsins byggir á ákvörðunum ríkisvaldsins. Þar skiptir öllu að á milli ríkis og sveitarfélaga ríki gott traust, því það er grunnur innihaldsríks samtals og samstarfs. Er þjónusta við almenning í forgangi? Fær samtal og samstarf ríkis og sveitarfélaga það rými sem þarf til þess að þjónusta skili sér til íbúa? Eitt er að leggja fram pólitíska sýn fyrir land og þjóð og annað að innleiða og framfylgja. Innleiðing þeirrar sýnar sem byggt er á er oft sá hluti verkefnanna sem sveitarfélögin eiga að tryggja. Við þurfum að geta ráðist í stóru verkefnin, eins og innleiðingu nýrra áherslna aðalnámskrár eða að fylgja eftir fögrum fyrirheitum um velferð barna. Slíkar stórbreytingar á kerfum gerast ekki af sjálfu sér, það vitum við öll sem störfum innan þessara kerfa eða komum að með pólitískum hætti. Sjálf horfi ég upp á sambandsleysið á milli þeirra sem valdið hafa í mínu sveitarfélagi og stjórnvalda, þó þar sitji sami flokkur báðum megin. Að ganga í takt til árangurs Eitt þungbærasta dæmið er ringulreiðin um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélögin hvert á eftir öðru afsala sér nú rekstrinum vegna skilningsleysis ríkisvaldsins. Annað íþyngjandi mál er hindranir sem ríkisvaldið setur á fagfólk líkt og talmeinafræðinga. Biðlistar lengjast sífellt, ekki vegna skorts á talmeinafræðingum, heldur vegna afturhaldsemi stjórnvalda um hver megi sinna þjónustunni og hvar. Viðreisn kerfanna með Viðreisn Til að tryggja framúrskarandi þjónustu við almenning verða kerfin að tala saman. Við þurfum að byggja brýr á milli þeirra, einfalda þau og gera þannig úr garði að þau virki í raun. Þegar einhver þarf á þessum kerfum að halda eiga þau að grípa viðkomandi hratt og örugglega, hvort sem það er barn sem þarf á talmeinafræðingi að halda eða aldraðir sem þurfa að komast að á hjúkrunarheimilum. Og þá á engu að skipta hvort þjónustan er á hendi ríkis eða sveitarfélags. Vegna þessa skiptir svo miklu máli að Viðreisn sitji í næstu ríkisstjórn, flokkur sem hefur skýra sýn á mikilvægi þess að einfalda kerfi. Viðreisn er umhugað um að þjónustan í nærsamfélaginu gangi upp. Fyrir alla. Kerfin eru til fyrir fólkið, en ekki fólkið fyrir kerfin. Gefum framtíðinni tækifæri og kjósum Viðreisn. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Úrslit þingkosninga 25. september eru svo ótrúlega mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Það skiptir sköpum fyrir samfélag okkar hverjir sitja við völd, hvaða viðhorf eru ríkjandi og hver forgangsröðun verkefna er. Samtal og samstarf ríkis og sveitarfélaga skiptir máli Fyrir nærsamfélagið, sveitarfélögin skiptir þetta meira máli en margra gæti grunað. Ótal margt í þjónustu nærsamfélagsins byggir á ákvörðunum ríkisvaldsins. Þar skiptir öllu að á milli ríkis og sveitarfélaga ríki gott traust, því það er grunnur innihaldsríks samtals og samstarfs. Er þjónusta við almenning í forgangi? Fær samtal og samstarf ríkis og sveitarfélaga það rými sem þarf til þess að þjónusta skili sér til íbúa? Eitt er að leggja fram pólitíska sýn fyrir land og þjóð og annað að innleiða og framfylgja. Innleiðing þeirrar sýnar sem byggt er á er oft sá hluti verkefnanna sem sveitarfélögin eiga að tryggja. Við þurfum að geta ráðist í stóru verkefnin, eins og innleiðingu nýrra áherslna aðalnámskrár eða að fylgja eftir fögrum fyrirheitum um velferð barna. Slíkar stórbreytingar á kerfum gerast ekki af sjálfu sér, það vitum við öll sem störfum innan þessara kerfa eða komum að með pólitískum hætti. Sjálf horfi ég upp á sambandsleysið á milli þeirra sem valdið hafa í mínu sveitarfélagi og stjórnvalda, þó þar sitji sami flokkur báðum megin. Að ganga í takt til árangurs Eitt þungbærasta dæmið er ringulreiðin um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélögin hvert á eftir öðru afsala sér nú rekstrinum vegna skilningsleysis ríkisvaldsins. Annað íþyngjandi mál er hindranir sem ríkisvaldið setur á fagfólk líkt og talmeinafræðinga. Biðlistar lengjast sífellt, ekki vegna skorts á talmeinafræðingum, heldur vegna afturhaldsemi stjórnvalda um hver megi sinna þjónustunni og hvar. Viðreisn kerfanna með Viðreisn Til að tryggja framúrskarandi þjónustu við almenning verða kerfin að tala saman. Við þurfum að byggja brýr á milli þeirra, einfalda þau og gera þannig úr garði að þau virki í raun. Þegar einhver þarf á þessum kerfum að halda eiga þau að grípa viðkomandi hratt og örugglega, hvort sem það er barn sem þarf á talmeinafræðingi að halda eða aldraðir sem þurfa að komast að á hjúkrunarheimilum. Og þá á engu að skipta hvort þjónustan er á hendi ríkis eða sveitarfélags. Vegna þessa skiptir svo miklu máli að Viðreisn sitji í næstu ríkisstjórn, flokkur sem hefur skýra sýn á mikilvægi þess að einfalda kerfi. Viðreisn er umhugað um að þjónustan í nærsamfélaginu gangi upp. Fyrir alla. Kerfin eru til fyrir fólkið, en ekki fólkið fyrir kerfin. Gefum framtíðinni tækifæri og kjósum Viðreisn. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar