Stórfellt höfrungadráp í Færeyjum vekur reiði Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 11:04 Úr Skálafirði á sunnudaginn. AP/Sea Shepherd Dýraverndunarsinnar beina nú spjótum sínum að Færeyingum sem veiddu hundruð höfrunga um helgina. Rúmlega fjórtán hundruð höfrungum var smalað með bátum upp í fjörur Skálafjarðar á sunnudag þar sem heimamenn slátruðu þeim og skáru. Fjölmargir fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um veiðina og reiði dýraverndunarsinna. Þar á meðal eru BBC, Guardian og Washington Post. Færeyingar veiða fjölmarga höfrunga og smáhveli á ári hverju en að þessu sinni er talið að met hafi verið sett í fjölda veiddra dýra. Hingað til hafi metið verið um tólf hundruð dýr í einni veiði og var það sett árið 1940, samkvæmt sérfræðingi sem BBC ræddi við. Færeyingar segja veiðar smáhvela vera sjálfbærar og hluta af menningu þeirra. Að mestu eru veiddir grindhvalir en höfrungarnir sem veiddir voru á sunnudaginn eru af tegundinni leiftur. Ráðamenn í Færeyjum segja að ekki hafi staðið til að veiða svo marga höfrunga. Mistök hafi hins vegar verið gerð, samkvæmt Kringvarpinu og þau hafi ekki orðið ljós fyrr en höfrungarnir voru komnir í strand. Þrátt fyrir það voru engin lög brotin og veiðin var samþykkt af yfirvöldum. Dýraverndunarsamtökin Sea Sheperd hafa dreift myndefni af veiðunum á sunnudaginn á netinu, eins og samtökin hafa ítrekað gert á undanförnum árum. Klippa: Höfrungadráp í Færeyjum Sjá einnig: Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Sea Shepherd-samtökin, sem Paul Watson stofnaði, eru þekktust hér á landi fyrir að sökkva tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 og fyrir skemmdarverk á hvalstöðinni í Hvalfirði. Færeyingar eru meðvitaðir um reiðina. Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra, og Sjúrður Skaale, þingmaður jafnaðarmanna, ræddu málið í KFV í gærkvöldi. Sjúrður sagði veiðarnar koma niður á Færeyjum og orðspori Færeyinga en Jacob sagði mikilvægt að Færeyingar standi vörð um rétt sinn til veiðanna. BBC ræddi við blaðamann KFV sem segir Færeyinga hafa brugðist reiða við fréttum af veiðinni í Skálafirði. Fólki þyki allt of mörg dýr hafa verið drepin. Þá gerði miðillinn könnun þar sem rúmlegur helmingur svarenda sagðist andvígur veiðum sem þessum. Tæpur þriðjungur sagðist hlynntur þeim. Þá sýndi önnur könnun að mikill meirihluti Færeyinga vill halda grindhvalaveiðum áfram. Færeyjar Dýr Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Fjölmargir fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um veiðina og reiði dýraverndunarsinna. Þar á meðal eru BBC, Guardian og Washington Post. Færeyingar veiða fjölmarga höfrunga og smáhveli á ári hverju en að þessu sinni er talið að met hafi verið sett í fjölda veiddra dýra. Hingað til hafi metið verið um tólf hundruð dýr í einni veiði og var það sett árið 1940, samkvæmt sérfræðingi sem BBC ræddi við. Færeyingar segja veiðar smáhvela vera sjálfbærar og hluta af menningu þeirra. Að mestu eru veiddir grindhvalir en höfrungarnir sem veiddir voru á sunnudaginn eru af tegundinni leiftur. Ráðamenn í Færeyjum segja að ekki hafi staðið til að veiða svo marga höfrunga. Mistök hafi hins vegar verið gerð, samkvæmt Kringvarpinu og þau hafi ekki orðið ljós fyrr en höfrungarnir voru komnir í strand. Þrátt fyrir það voru engin lög brotin og veiðin var samþykkt af yfirvöldum. Dýraverndunarsamtökin Sea Sheperd hafa dreift myndefni af veiðunum á sunnudaginn á netinu, eins og samtökin hafa ítrekað gert á undanförnum árum. Klippa: Höfrungadráp í Færeyjum Sjá einnig: Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Sea Shepherd-samtökin, sem Paul Watson stofnaði, eru þekktust hér á landi fyrir að sökkva tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 og fyrir skemmdarverk á hvalstöðinni í Hvalfirði. Færeyingar eru meðvitaðir um reiðina. Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra, og Sjúrður Skaale, þingmaður jafnaðarmanna, ræddu málið í KFV í gærkvöldi. Sjúrður sagði veiðarnar koma niður á Færeyjum og orðspori Færeyinga en Jacob sagði mikilvægt að Færeyingar standi vörð um rétt sinn til veiðanna. BBC ræddi við blaðamann KFV sem segir Færeyinga hafa brugðist reiða við fréttum af veiðinni í Skálafirði. Fólki þyki allt of mörg dýr hafa verið drepin. Þá gerði miðillinn könnun þar sem rúmlegur helmingur svarenda sagðist andvígur veiðum sem þessum. Tæpur þriðjungur sagðist hlynntur þeim. Þá sýndi önnur könnun að mikill meirihluti Færeyinga vill halda grindhvalaveiðum áfram.
Færeyjar Dýr Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira