Styrkari heilbrigðisþjónusta á Vesturlandi Svandís Svavarsdóttir skrifar 21. september 2021 15:15 Í heilbrigðisumdæmi Vesturlands bjuggu árið 2020 18.750 manns og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sinnir almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu í umdæminu. Fjármagn til HVE hefur á kjörtímabilinu, þ.e. árunum 2017-2021, aukist um 12,5% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Með auknu fjármagni er mögulegt að veita enn betri þjónustu til handa íbúum umdæmisins. Einnig er unnið að stofnun liðskiptaseturs við HVE á Akranesi, sem verður bylting í þjónustu við fólk sem þarf á slíkum aðgerðum að halda. Heilbrigðisstofnunin HVE hefur lagt áherslu á mönnun þjónustunnar og nýliðun starfsfólks, en mönnun er stöðug áskorun á landsbyggðinni. Þá hefur mikilvægi þess að bæta tækjabúnað, vinnuaðstæður og aðbúnað starfsmanna og sjúklinga verið í forgangi. Kjarnastarfsemi HVE skiptist í þrjá flokka eftir meginviðfangsefnum; heilsugæslusvið, sjúkrasvið og hjúkrunarsvið. Sjúkradeildir eru á sjúkrahúsum HVE á Akranesi og í Stykkishólmi og hjúkrunardeildir á Hólmavík og Hvammstanga. Á sjúkrahúsinu á Akranesi, sem er umdæmissjúkrahús Vesturlands, eruþrjár legudeildir, þ.e. lyflækningadeild, handlækningadeild og kvennadeild. Þar er rekin öflug skurð- og svæfingadeild auk slysa- og bráðamóttöku. Á Akranesi starfa ásamt öðru starfsfólki 16 sérfræðilæknar sem flestir sinna jafnframt göngudeildarþjónustu, en sú sérfræðiþjónusta styrkir þjónustu við íbúana verulega. Heilsugæslustöðvar sem HVE rekur eru á Akranesi, Borgarnesi, Búðardal, Grundarfirði, Hólmavík, Hvammstanga, Ólafsvík og Stykkishólmi, og heilsugæslusel er á Reykhólum. Framkvæmdir og liðskiptasetur Unnið hefur verið að heildarendurbótum á handlækninga- og lyflækningadeild á HVE á Akranesi, en þær framkvæmdir hófust í júní á þessu ári, og endurbætur á húsnæði HVE í Stykkishólmi eru í gangi. Bygging sjúkrabílamóttöku við HVE á Akranesi er einnig í gangi. Þá standa framkvæmdir vegna opnunar liðskiptaseturs við HVE á Akranesi yfir, en þar verður skurðstofa þar sem eingöngu verða gerðar liðskiptaaðgerðir. Gert er ráð fyrir að liðskiptasetrið taki að fullu til starfa í mars á næsta ári. Með tilkomu liðskiptasetursins er stefnt að varanlegri árlegri fjölgun liðskiptaaðgerða sem nemur um 260 aðgerðum á ári. Vegna Covid-19 hafa aðgerðir síðustu misseri verið nokkru færri en að jafnaði. Því hefur einnig verið ákveðið að ráðast í sérstakt átak til 12 mánaða til að fjölga aðgerðum enn frekar tímabundið og stytta biðlista. Í því átaki er gert ráð fyrir að gerðar verði um 300 liðskiptaaðgerðir sem koma til viðbótar þeirri fjölgun sem leiðir af opnun liðskiptasetursins á Akranesi. Gert er ráð fyrir því að ný skurðstofa verði tilbúin í upphafi árs 2022. Geðheilbrigðisþjónusta Árið 2017 var stöðugildi sálfræðings í heilsugæslunni 1,25, en með stofnun geðheilsuteymis fjölgaði stöðugildunum í 4. Í geðheilsuteyminu er einnig starfandi geðlæknir og tveir geðhjúkrunarfræðingar í hlutastarfi. Það skiptir miklu máli að geðheilbrigðisþjónusta á svæðinu hafi verið styrkt. Endurnýjun tækja Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. Þessi aukning á fjármagni hefur gert það að verkum að stór áfangi hefur náðst í kaupum á nýjum tækjabúnaði hjá HVE, sérsérstaklega á sjúkrasviði þar sem uppsöfnuð þörf fyrir endurnýjun var orðin mikil og sum tæki orðin meira en 20 ára. Röntgentæki voru til dæmis keypt á myndgreiningardeild HVE á Akranesi og á heilsugæslustöð HVE í Stykkishólm. Þessi kaup minnka einnig þörf fyrir viðgerðir gamalla tækja, sem skiptir miklu fyrir rekstur HVE. Sjúkraflutningar Á síðasta ári fékk stofnunin fjóra nýja sjúkrabíla til umráða en þeir eru staðsettir á Akranesi, Borgarnesi, Ólafsvík og í Stykkishólmi. Von er á þremur nýjum bílum á næstunni en samtals eru 16 sjúkrabílar í rekstri innan starfssvæðisins. Aldraðir og endurhæfing Nú eru í gangi framkvæmdir vegna 18 rýma hjúkrunarheimilis á 2. og 3. hæð á HVE á Stykkishólmi, og endurbætur á neðri hæðum hússins. Rýmum í heilbrigðisumdæminu mun ekki fjölga vegna þeirrar framkvæmdar, en aðbúnaður batna mjög. Verklok vegna þessa eru áætluð í apríl 2022. Í Stykkishólmi er nú rekin 5 daga sérhæfð endurhæfingardeild sem sinnir meðferð við háls- og bakverkjum en sú meðferð stendur öllum landsmönnum til boða. Fagteymi deildarinnar á gott samstarf við sérfræðilækna í Reykjavík um fjarlæknisþjónustu, sprautumeðferðir og fræðslu við skjólstæðinga deildarinnar. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Vesturlandi verið styrkt á fjölbreytta vegu, auk þess sem HVE gegnir mikilvægu hlutverki varðandi framkvæmd liðskiptaaðgerða á landsvísu. Samvinna stofnana skilar sér þannig í enn betri heilbrigðisþjónustu fyrir öll. Höfundur er heilbrigðisráðherra og skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðisstofnun Vesturlands Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Í heilbrigðisumdæmi Vesturlands bjuggu árið 2020 18.750 manns og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sinnir almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu í umdæminu. Fjármagn til HVE hefur á kjörtímabilinu, þ.e. árunum 2017-2021, aukist um 12,5% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Með auknu fjármagni er mögulegt að veita enn betri þjónustu til handa íbúum umdæmisins. Einnig er unnið að stofnun liðskiptaseturs við HVE á Akranesi, sem verður bylting í þjónustu við fólk sem þarf á slíkum aðgerðum að halda. Heilbrigðisstofnunin HVE hefur lagt áherslu á mönnun þjónustunnar og nýliðun starfsfólks, en mönnun er stöðug áskorun á landsbyggðinni. Þá hefur mikilvægi þess að bæta tækjabúnað, vinnuaðstæður og aðbúnað starfsmanna og sjúklinga verið í forgangi. Kjarnastarfsemi HVE skiptist í þrjá flokka eftir meginviðfangsefnum; heilsugæslusvið, sjúkrasvið og hjúkrunarsvið. Sjúkradeildir eru á sjúkrahúsum HVE á Akranesi og í Stykkishólmi og hjúkrunardeildir á Hólmavík og Hvammstanga. Á sjúkrahúsinu á Akranesi, sem er umdæmissjúkrahús Vesturlands, eruþrjár legudeildir, þ.e. lyflækningadeild, handlækningadeild og kvennadeild. Þar er rekin öflug skurð- og svæfingadeild auk slysa- og bráðamóttöku. Á Akranesi starfa ásamt öðru starfsfólki 16 sérfræðilæknar sem flestir sinna jafnframt göngudeildarþjónustu, en sú sérfræðiþjónusta styrkir þjónustu við íbúana verulega. Heilsugæslustöðvar sem HVE rekur eru á Akranesi, Borgarnesi, Búðardal, Grundarfirði, Hólmavík, Hvammstanga, Ólafsvík og Stykkishólmi, og heilsugæslusel er á Reykhólum. Framkvæmdir og liðskiptasetur Unnið hefur verið að heildarendurbótum á handlækninga- og lyflækningadeild á HVE á Akranesi, en þær framkvæmdir hófust í júní á þessu ári, og endurbætur á húsnæði HVE í Stykkishólmi eru í gangi. Bygging sjúkrabílamóttöku við HVE á Akranesi er einnig í gangi. Þá standa framkvæmdir vegna opnunar liðskiptaseturs við HVE á Akranesi yfir, en þar verður skurðstofa þar sem eingöngu verða gerðar liðskiptaaðgerðir. Gert er ráð fyrir að liðskiptasetrið taki að fullu til starfa í mars á næsta ári. Með tilkomu liðskiptasetursins er stefnt að varanlegri árlegri fjölgun liðskiptaaðgerða sem nemur um 260 aðgerðum á ári. Vegna Covid-19 hafa aðgerðir síðustu misseri verið nokkru færri en að jafnaði. Því hefur einnig verið ákveðið að ráðast í sérstakt átak til 12 mánaða til að fjölga aðgerðum enn frekar tímabundið og stytta biðlista. Í því átaki er gert ráð fyrir að gerðar verði um 300 liðskiptaaðgerðir sem koma til viðbótar þeirri fjölgun sem leiðir af opnun liðskiptasetursins á Akranesi. Gert er ráð fyrir því að ný skurðstofa verði tilbúin í upphafi árs 2022. Geðheilbrigðisþjónusta Árið 2017 var stöðugildi sálfræðings í heilsugæslunni 1,25, en með stofnun geðheilsuteymis fjölgaði stöðugildunum í 4. Í geðheilsuteyminu er einnig starfandi geðlæknir og tveir geðhjúkrunarfræðingar í hlutastarfi. Það skiptir miklu máli að geðheilbrigðisþjónusta á svæðinu hafi verið styrkt. Endurnýjun tækja Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. Þessi aukning á fjármagni hefur gert það að verkum að stór áfangi hefur náðst í kaupum á nýjum tækjabúnaði hjá HVE, sérsérstaklega á sjúkrasviði þar sem uppsöfnuð þörf fyrir endurnýjun var orðin mikil og sum tæki orðin meira en 20 ára. Röntgentæki voru til dæmis keypt á myndgreiningardeild HVE á Akranesi og á heilsugæslustöð HVE í Stykkishólm. Þessi kaup minnka einnig þörf fyrir viðgerðir gamalla tækja, sem skiptir miklu fyrir rekstur HVE. Sjúkraflutningar Á síðasta ári fékk stofnunin fjóra nýja sjúkrabíla til umráða en þeir eru staðsettir á Akranesi, Borgarnesi, Ólafsvík og í Stykkishólmi. Von er á þremur nýjum bílum á næstunni en samtals eru 16 sjúkrabílar í rekstri innan starfssvæðisins. Aldraðir og endurhæfing Nú eru í gangi framkvæmdir vegna 18 rýma hjúkrunarheimilis á 2. og 3. hæð á HVE á Stykkishólmi, og endurbætur á neðri hæðum hússins. Rýmum í heilbrigðisumdæminu mun ekki fjölga vegna þeirrar framkvæmdar, en aðbúnaður batna mjög. Verklok vegna þessa eru áætluð í apríl 2022. Í Stykkishólmi er nú rekin 5 daga sérhæfð endurhæfingardeild sem sinnir meðferð við háls- og bakverkjum en sú meðferð stendur öllum landsmönnum til boða. Fagteymi deildarinnar á gott samstarf við sérfræðilækna í Reykjavík um fjarlæknisþjónustu, sprautumeðferðir og fræðslu við skjólstæðinga deildarinnar. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Vesturlandi verið styrkt á fjölbreytta vegu, auk þess sem HVE gegnir mikilvægu hlutverki varðandi framkvæmd liðskiptaaðgerða á landsvísu. Samvinna stofnana skilar sér þannig í enn betri heilbrigðisþjónustu fyrir öll. Höfundur er heilbrigðisráðherra og skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar