Bölsýni eða bjartsýni? Hildur Björnsdóttir skrifar 23. september 2021 15:30 Í gærdag ræddi ég símleiðis við óákveðinn kjósanda. Hann taldi sig eiga um vont að velja og sagði umræðuna alla tómt orðagjálfur. Ég bað hann að líta yfir farinn veg og byggja atkvæðið á reynslu og skynsemi. Ekki væru það allt góðar kýr sem hátt baula – og munnurinn heiti oft meiru en hönd kann að efna. Það þekkti ég úr umhverfi borgarstjórnar - en þegar allt kæmi til alls væru valkostirnir skýrir. Það mætti sjá af samanburði ríkis og borgar. „Guð hvað mér líður illa!” Nær óslitið yfir 27 ára tímabil hefur Samfylking, ásamt smærri fylgitunglum, farið með stjórn borgarinnar. Þar eru skattar í lögleyfðu hámarki, skuldir fara stigvaxandi og útgjöld aukast á áður óþekktum hraða. Samgönguvandinn fer versnandi og húsnæðisskorturinn er viðvarandi. Framkvæmdir fara framúr áætlunum og hvergi býður borgarkerfið frjóan jarðveg til framfara. Grunnskólar borgarinnar mælast illa í innlendum sem erlendum samanburði. Viðhald skólahúsnæðis hefur leitt af sér óheilnæmt og óstarfhæft skólaumhverfi. Nærri þúsund börn sitja á biðlistum eftir daggæslu, leikskólavist og frístund. Fólk flytur til annarra sveitarfélaga, þar sem lífsgæði mælast betri. Höfuðborgin er ekki í forystu. Þeir flokkar sem stýrt hafa borginni bjóða nú fram til alþingis. Þeir boða stóraukin opinber útgjöld og umfangsmiklar skattahækkanir. Þeir skilja illa verðmætasköpun og vilja með sköttum og regluverki draga úr frumkvæði og framtaki. Þeir neita að líta til reynslu annarra þjóða. Þeir vilja að Ísland, ólíkt öllum öðrum Norðurlöndum, innheimti allt í senn, fjármagnstekjuskatt, erfðafjárskatt og stóreignaskatt – en aðeins eitt OECD ríki innheimtir alla þrjá skattana og mælist fyrir vikið með eitt versta skattkerfi þróaðra ríkja. Flokkarnir hrópa „Guð hvað mér líður illa!” – jafnvel þó upplifun fólks og alþjóðlegir mælikvarðar leiði af sér aðra niðurstöðu. Lífsgæði á heimsmælikvarða Undir stjórn Sjálfstæðisflokks hefur Ísland tekið stöðu meðal fremstu þjóða heims hvað varðar lífsgæði, velferð og jafnrétti. Ísland mælist meðal efstu OECD þjóða þegar kemur að hamingju, jöfnuði og stuðningi við fjölskyldufólk. Þá mælist fátækt hérlendis sú lægasta meðal OECD þjóða og kaupmáttur hefur aldrei verið hærri. Hér mælist gott aðgengi að menntun, félagslegur hreyfanleiki mikill og lífsgæði þau fjórðu bestu í heimi. Aðgangur að atvinnutækifærum mælist hvergi meiri í heiminum. Við erum meðal langlífustu þjóða og mælumst fremst allra þegar kemur að aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu. Hér er öruggt að búa og hvergi í heiminum hefur náðst betri árangur í jafnréttismálum. Það er óumdeilt að Ísland er forystuþjóð. Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram á vegferð framfara og velsældar. Við viljum halda áfram að skapa frjálst og réttlátt samfélag sem byggir á jöfnum tækifærum. Við viljum áframhaldandi traust til að tryggja landsmönnum öllum lífsgæði á heimsmælikvarða. Áfram á sömu braut Á laugardag göngum við til kosninga. Valkostirnir eru skýrir. Við getum valið Reykjavíkurstjórn skattahækkana, skuldasöfnunar og lífsgæðahnignunar – eða við getum kosið áframhaldandi stjórn framfara, velsældar og lífsgæða. Við getum valið bölsýni eða bjartsýni. Afturför eða framfarir. Höldum áfram á sömu braut. Veljum land tækifæranna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Í gærdag ræddi ég símleiðis við óákveðinn kjósanda. Hann taldi sig eiga um vont að velja og sagði umræðuna alla tómt orðagjálfur. Ég bað hann að líta yfir farinn veg og byggja atkvæðið á reynslu og skynsemi. Ekki væru það allt góðar kýr sem hátt baula – og munnurinn heiti oft meiru en hönd kann að efna. Það þekkti ég úr umhverfi borgarstjórnar - en þegar allt kæmi til alls væru valkostirnir skýrir. Það mætti sjá af samanburði ríkis og borgar. „Guð hvað mér líður illa!” Nær óslitið yfir 27 ára tímabil hefur Samfylking, ásamt smærri fylgitunglum, farið með stjórn borgarinnar. Þar eru skattar í lögleyfðu hámarki, skuldir fara stigvaxandi og útgjöld aukast á áður óþekktum hraða. Samgönguvandinn fer versnandi og húsnæðisskorturinn er viðvarandi. Framkvæmdir fara framúr áætlunum og hvergi býður borgarkerfið frjóan jarðveg til framfara. Grunnskólar borgarinnar mælast illa í innlendum sem erlendum samanburði. Viðhald skólahúsnæðis hefur leitt af sér óheilnæmt og óstarfhæft skólaumhverfi. Nærri þúsund börn sitja á biðlistum eftir daggæslu, leikskólavist og frístund. Fólk flytur til annarra sveitarfélaga, þar sem lífsgæði mælast betri. Höfuðborgin er ekki í forystu. Þeir flokkar sem stýrt hafa borginni bjóða nú fram til alþingis. Þeir boða stóraukin opinber útgjöld og umfangsmiklar skattahækkanir. Þeir skilja illa verðmætasköpun og vilja með sköttum og regluverki draga úr frumkvæði og framtaki. Þeir neita að líta til reynslu annarra þjóða. Þeir vilja að Ísland, ólíkt öllum öðrum Norðurlöndum, innheimti allt í senn, fjármagnstekjuskatt, erfðafjárskatt og stóreignaskatt – en aðeins eitt OECD ríki innheimtir alla þrjá skattana og mælist fyrir vikið með eitt versta skattkerfi þróaðra ríkja. Flokkarnir hrópa „Guð hvað mér líður illa!” – jafnvel þó upplifun fólks og alþjóðlegir mælikvarðar leiði af sér aðra niðurstöðu. Lífsgæði á heimsmælikvarða Undir stjórn Sjálfstæðisflokks hefur Ísland tekið stöðu meðal fremstu þjóða heims hvað varðar lífsgæði, velferð og jafnrétti. Ísland mælist meðal efstu OECD þjóða þegar kemur að hamingju, jöfnuði og stuðningi við fjölskyldufólk. Þá mælist fátækt hérlendis sú lægasta meðal OECD þjóða og kaupmáttur hefur aldrei verið hærri. Hér mælist gott aðgengi að menntun, félagslegur hreyfanleiki mikill og lífsgæði þau fjórðu bestu í heimi. Aðgangur að atvinnutækifærum mælist hvergi meiri í heiminum. Við erum meðal langlífustu þjóða og mælumst fremst allra þegar kemur að aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu. Hér er öruggt að búa og hvergi í heiminum hefur náðst betri árangur í jafnréttismálum. Það er óumdeilt að Ísland er forystuþjóð. Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram á vegferð framfara og velsældar. Við viljum halda áfram að skapa frjálst og réttlátt samfélag sem byggir á jöfnum tækifærum. Við viljum áframhaldandi traust til að tryggja landsmönnum öllum lífsgæði á heimsmælikvarða. Áfram á sömu braut Á laugardag göngum við til kosninga. Valkostirnir eru skýrir. Við getum valið Reykjavíkurstjórn skattahækkana, skuldasöfnunar og lífsgæðahnignunar – eða við getum kosið áframhaldandi stjórn framfara, velsældar og lífsgæða. Við getum valið bölsýni eða bjartsýni. Afturför eða framfarir. Höldum áfram á sömu braut. Veljum land tækifæranna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar