Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2021 07:35 Kim Jong-un segir Norður- og Suður-Kóreu standa á krossgötum. AP/Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. Leiðtoginn ávarpaði löggjafarsamkomu landsins í gær og sakaði Bandaríkin meðal annars um að reka fjandsamlega stefnu í garð Norður-Kóreu, þrátt fyrir tilboð Joe Biden Bandaríkjaforseta um að hefja viðræður án nokkurra fyrirvara. Engar viðræður hafa átt sér stað milli ríkjanna frá því að Kim og Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, hittust í Hanoi árið 2019. Frá því að Biden tók við hafa stjórnvöld vestanhafs ítrekað rétt Norður-Kóreu fram sáttarhönd og sagst vera tilbúin til að hitta leiðtoga landsins hvar sem er og hvenær sem er. Á sama tíma hefur þó legið fyrir að viðræður myndu alltaf miða að því að tryggja að Norður-Kórea hefði ekki aðgang að kjarnavopnum. Kim sagði í gær að téðar yfirlýsingar væru ekkert annað en leikaraskapur og að Bandaríkin hefðu alltaf haft rekið fjandsamlega stefnu gegn landinu. Hann sagði stjórnvöld í Suður-Kóreu ennþá fylgja Bandaríkjunum að málum en sagðist engu að síður reiðubúin til að opna aftur fyrir síma og fax samskipti milli ríkjanna í byrjun október. Sagði hann samskipti Norður- og Suður-Kóreu á krossgötum og að ríkin stæðu frammi fyrir afdrifaríkum ákvörðunum um sættir eða áframhaldandi árekstra. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Hernaður Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Leiðtoginn ávarpaði löggjafarsamkomu landsins í gær og sakaði Bandaríkin meðal annars um að reka fjandsamlega stefnu í garð Norður-Kóreu, þrátt fyrir tilboð Joe Biden Bandaríkjaforseta um að hefja viðræður án nokkurra fyrirvara. Engar viðræður hafa átt sér stað milli ríkjanna frá því að Kim og Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, hittust í Hanoi árið 2019. Frá því að Biden tók við hafa stjórnvöld vestanhafs ítrekað rétt Norður-Kóreu fram sáttarhönd og sagst vera tilbúin til að hitta leiðtoga landsins hvar sem er og hvenær sem er. Á sama tíma hefur þó legið fyrir að viðræður myndu alltaf miða að því að tryggja að Norður-Kórea hefði ekki aðgang að kjarnavopnum. Kim sagði í gær að téðar yfirlýsingar væru ekkert annað en leikaraskapur og að Bandaríkin hefðu alltaf haft rekið fjandsamlega stefnu gegn landinu. Hann sagði stjórnvöld í Suður-Kóreu ennþá fylgja Bandaríkjunum að málum en sagðist engu að síður reiðubúin til að opna aftur fyrir síma og fax samskipti milli ríkjanna í byrjun október. Sagði hann samskipti Norður- og Suður-Kóreu á krossgötum og að ríkin stæðu frammi fyrir afdrifaríkum ákvörðunum um sættir eða áframhaldandi árekstra. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Hernaður Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira