Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2021 19:58 Bændasamtök Íslands hafa alla tíð haft skrifstofur sínar í Bændahöllinni. Pósturinn og Arion banki leigja einnig aðstöðu þar og hárgreiðslustofa er með starfsemi í kjallaranum Stöð 2/Egill Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins. Það er dapurlegt um að litast á Hótel Sögu þessa dagana sem hýst hefur glæsilegan hótel- og veitingarekstur allt frá stofnun hótelsins árið 1962. Þar hafa verið haldnir dansleikir og allt upp í forsetaveislur. En síðasti gesturinn labbaði þaðan út í október á síðasta ári. Einn af stigagöngum Hótels Sögu.Stöð 2/Egill Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna vonar að brátt fari að sjá til sólar um framtíð húsnæðisins. „Rekstrarfélagið var úrskurðað til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Húseignin sem slík er enn í eigu Bændahallarinnar ehf. sem á og rekur húsnæðið í dag,“ segir Gunnar. Bændahöllin er síðan í eigu Bændasamtaka Íslands sem hefur verið með skrifstofur sínar í húsninu frá upphafi. Einnig eru Pósturinn og Arion banki með aðstöðu á Sögu og hárgreiðslustofa í kjallaranum. Þegar okkur bar að garði í dag var kvikmyndatökufólk við störf í forsetasvítu hótelsins en fleira kvikmyndagerðarfólk hefur nýtt húsnæðiðað undanförnu. Viðræður hafa staðið yfir við nokkra aðila undanfarið ár um kaup eða leigu á húsnæðinu, meðal annars við Háskóla Íslands. „Svo eru bara viðræður við aðra fjárfesta sem hafa hug á að endurreisa hótelstarfsemi hér. Þannig að það er ekki alveg tímabært að segja hvað verður ofan á en það er alla vega verið í þreyfingum ennþá,“ segir Gunnar. Nokkrum árum fyrir tekjurhrunið með kórónuveirufaraldrinum var ráðist í umfangsmiklar og dýrar fjárfestingar og endurbætur á hótelinu. Reksturinn mátti því ekki við áföllum. „Þá byrjar þetta í raunu og veru með falli WOW. Þá dregst saman hér í rekstri um einhver 30 prósent. Þar sem Bandaríkjamenn voru mjög áhugasamir um að gista á hótel Sögu,“ segir Gunnar. Það var því ekki kræsileg staða sem blasti viðnýjum formanni Bændasamtakanna í mars í fyrra. „Og eiginlega það fyrsta sem ég fæ í fangið sem formaður Bændasamtakanna er covid. Þannig að nánast á einni nóttu fóru allir héðan út,“segir Gunnar Þorgeirsson. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík WOW Air Fréttir af flugi Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Hótel Sögu gjaldþrota Félagið Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2021 23:36 Stefnir í áframhaldandi hótelrekstur í Bændahöllinni Einkaviðræður aðila tengdum Hótel Óðinsvé um kaup á Bændahöllinni eru vel á veg komnar. Nýir eigendur áforma áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni sem hýst hefur Hótel Sögu í 59 ár. 23. júní 2021 16:05 Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. 17. mars 2021 14:01 Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Það er dapurlegt um að litast á Hótel Sögu þessa dagana sem hýst hefur glæsilegan hótel- og veitingarekstur allt frá stofnun hótelsins árið 1962. Þar hafa verið haldnir dansleikir og allt upp í forsetaveislur. En síðasti gesturinn labbaði þaðan út í október á síðasta ári. Einn af stigagöngum Hótels Sögu.Stöð 2/Egill Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna vonar að brátt fari að sjá til sólar um framtíð húsnæðisins. „Rekstrarfélagið var úrskurðað til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Húseignin sem slík er enn í eigu Bændahallarinnar ehf. sem á og rekur húsnæðið í dag,“ segir Gunnar. Bændahöllin er síðan í eigu Bændasamtaka Íslands sem hefur verið með skrifstofur sínar í húsninu frá upphafi. Einnig eru Pósturinn og Arion banki með aðstöðu á Sögu og hárgreiðslustofa í kjallaranum. Þegar okkur bar að garði í dag var kvikmyndatökufólk við störf í forsetasvítu hótelsins en fleira kvikmyndagerðarfólk hefur nýtt húsnæðiðað undanförnu. Viðræður hafa staðið yfir við nokkra aðila undanfarið ár um kaup eða leigu á húsnæðinu, meðal annars við Háskóla Íslands. „Svo eru bara viðræður við aðra fjárfesta sem hafa hug á að endurreisa hótelstarfsemi hér. Þannig að það er ekki alveg tímabært að segja hvað verður ofan á en það er alla vega verið í þreyfingum ennþá,“ segir Gunnar. Nokkrum árum fyrir tekjurhrunið með kórónuveirufaraldrinum var ráðist í umfangsmiklar og dýrar fjárfestingar og endurbætur á hótelinu. Reksturinn mátti því ekki við áföllum. „Þá byrjar þetta í raunu og veru með falli WOW. Þá dregst saman hér í rekstri um einhver 30 prósent. Þar sem Bandaríkjamenn voru mjög áhugasamir um að gista á hótel Sögu,“ segir Gunnar. Það var því ekki kræsileg staða sem blasti viðnýjum formanni Bændasamtakanna í mars í fyrra. „Og eiginlega það fyrsta sem ég fæ í fangið sem formaður Bændasamtakanna er covid. Þannig að nánast á einni nóttu fóru allir héðan út,“segir Gunnar Þorgeirsson.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík WOW Air Fréttir af flugi Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Hótel Sögu gjaldþrota Félagið Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2021 23:36 Stefnir í áframhaldandi hótelrekstur í Bændahöllinni Einkaviðræður aðila tengdum Hótel Óðinsvé um kaup á Bændahöllinni eru vel á veg komnar. Nýir eigendur áforma áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni sem hýst hefur Hótel Sögu í 59 ár. 23. júní 2021 16:05 Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. 17. mars 2021 14:01 Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Rekstrarfélag Hótel Sögu gjaldþrota Félagið Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2021 23:36
Stefnir í áframhaldandi hótelrekstur í Bændahöllinni Einkaviðræður aðila tengdum Hótel Óðinsvé um kaup á Bændahöllinni eru vel á veg komnar. Nýir eigendur áforma áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni sem hýst hefur Hótel Sögu í 59 ár. 23. júní 2021 16:05
Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. 17. mars 2021 14:01
Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05