Hugsað um ójöfnuð og menntun Flosi Eiríksson skrifar 3. október 2021 19:31 Friðrik Jónsson, formaður BHM, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgunni í gær. Sjónarmið sem hann viðraði þar um launamun í landinu og hvernig hann væri réttlætanlegur vakti upp hjá mér ýmsar spurningar og vangaveltur. Fyrst kannski það sjónarmið að menntun, og þá væntanlega háskólamenntun, eigi skilyrðislaust að vera metin til launa. Eiginlega án þeirra starfs sem viðkomand gegnir. Annað er að þetta sjónarmið virðist grundvallast á þeirri hugsun að þeir sem hafa möguleika á að mennta sig séu að gera það fyrir okkur hin, fyrst og fremst, leggi á sig langt og strangt nám með tilheyrandi kostnaði, og þurfi að fá það „endurgreitt“ í formi launa, auk þess sem þau séu „svo óheppin“ að þau eru styttra á vinnumarkaði og því séu ævitekjur þeirra minni. Þriðji punkturinn er síðan að háskólamenntað fólk skili margfeldi út í samfélagið þegar það kemur aftur heim að loknu námi, og þau eigi að njóta þessi í launum. Það kom mér á óvart hversu þröngt sjónarhorn Friðriks var í þessu viðtali, og vissulega er hann að tala máli félagsmanna sinna en samt. Menntun er að verða sífellt fjölbreyttari, úreldist hraðar og fólk aflar sér hennar með fjölbreyttari hæti yfir lengri tíma. Í því speglast breytt samfélag og breyttir atvinnuhættir. Gamla hugmyndin um háskólamanninn sem kemur heim frá námi í útlöndum í gott starf á Íslandi, er kannski að úreldast, og alveg örugglega sú að þau ein skili margfeldi út í samfélagið. Það vekur líka upp býsna margar spurningar ef við ætlum fyrst og fremst að meta gildi starfa og framlags til samfélagsins eftir lengd háskólamenntunar – og það eigi bara að vera viðurkennt og sjálfsagt að þeir sem sem eru ófaglærðir og vinna til dæmis í umönnunarstörfum, mest konur, eigi að dragast enn frekar aftur í launakjörum. Það er reyndar alveg þvert á það sem markmiðið var í síðustu kjarasamningum, þar sem áhersla var lögð á að hækka lægstu launin umfram önnur. En auðvitað er gott að fá þetta sjónarmið BHM fram með svona afgerandi hætti nú í aðdraganda kjarassamninga. Það er líka skrýtið að heyra klifað á þessari ævitekjuklisju – að ófaglært fólk, sem oft hefur unnið vinnu sem er líkamlega erfið, sé sérstaklega heppið að hafa „fengið“ að vera svona lengi á vinnumarkaðanum, annað en það ,,fórnfúsa“ fólk sem átti kost á eða gat menntað sig. En hugum líka að því að mesta aukning örorku er hjá fólki sem hefur verið lengi í líkamlega erfiðum og einhæfum störfum. Í þessari framsetningu Friðriks endurspeglast líka hugsun og mat á gildi starfa og mikilvægi sem væri þarft að endurhugsa. Ég held að við eigum að stefna að því sameiginlega að fjölbreytt menntun, störf og reynsla sé metin að verðleikum og tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu á sem flestum sviðum. Til þess þurfum við mörg að þora að endurhugsa hugmyndir um gildi starfa, samhengið við menntun og framlag til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Vinnumarkaður Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Friðrik Jónsson, formaður BHM, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgunni í gær. Sjónarmið sem hann viðraði þar um launamun í landinu og hvernig hann væri réttlætanlegur vakti upp hjá mér ýmsar spurningar og vangaveltur. Fyrst kannski það sjónarmið að menntun, og þá væntanlega háskólamenntun, eigi skilyrðislaust að vera metin til launa. Eiginlega án þeirra starfs sem viðkomand gegnir. Annað er að þetta sjónarmið virðist grundvallast á þeirri hugsun að þeir sem hafa möguleika á að mennta sig séu að gera það fyrir okkur hin, fyrst og fremst, leggi á sig langt og strangt nám með tilheyrandi kostnaði, og þurfi að fá það „endurgreitt“ í formi launa, auk þess sem þau séu „svo óheppin“ að þau eru styttra á vinnumarkaði og því séu ævitekjur þeirra minni. Þriðji punkturinn er síðan að háskólamenntað fólk skili margfeldi út í samfélagið þegar það kemur aftur heim að loknu námi, og þau eigi að njóta þessi í launum. Það kom mér á óvart hversu þröngt sjónarhorn Friðriks var í þessu viðtali, og vissulega er hann að tala máli félagsmanna sinna en samt. Menntun er að verða sífellt fjölbreyttari, úreldist hraðar og fólk aflar sér hennar með fjölbreyttari hæti yfir lengri tíma. Í því speglast breytt samfélag og breyttir atvinnuhættir. Gamla hugmyndin um háskólamanninn sem kemur heim frá námi í útlöndum í gott starf á Íslandi, er kannski að úreldast, og alveg örugglega sú að þau ein skili margfeldi út í samfélagið. Það vekur líka upp býsna margar spurningar ef við ætlum fyrst og fremst að meta gildi starfa og framlags til samfélagsins eftir lengd háskólamenntunar – og það eigi bara að vera viðurkennt og sjálfsagt að þeir sem sem eru ófaglærðir og vinna til dæmis í umönnunarstörfum, mest konur, eigi að dragast enn frekar aftur í launakjörum. Það er reyndar alveg þvert á það sem markmiðið var í síðustu kjarasamningum, þar sem áhersla var lögð á að hækka lægstu launin umfram önnur. En auðvitað er gott að fá þetta sjónarmið BHM fram með svona afgerandi hætti nú í aðdraganda kjarassamninga. Það er líka skrýtið að heyra klifað á þessari ævitekjuklisju – að ófaglært fólk, sem oft hefur unnið vinnu sem er líkamlega erfið, sé sérstaklega heppið að hafa „fengið“ að vera svona lengi á vinnumarkaðanum, annað en það ,,fórnfúsa“ fólk sem átti kost á eða gat menntað sig. En hugum líka að því að mesta aukning örorku er hjá fólki sem hefur verið lengi í líkamlega erfiðum og einhæfum störfum. Í þessari framsetningu Friðriks endurspeglast líka hugsun og mat á gildi starfa og mikilvægi sem væri þarft að endurhugsa. Ég held að við eigum að stefna að því sameiginlega að fjölbreytt menntun, störf og reynsla sé metin að verðleikum og tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu á sem flestum sviðum. Til þess þurfum við mörg að þora að endurhugsa hugmyndir um gildi starfa, samhengið við menntun og framlag til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar