Vill ekki vera kölluð Gugga þótt hún stýri Bjarkalundi Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2021 21:21 Silja Allansdóttir er ráðskona Suðurverks á Hótel Bjarkalundi. Arnar Halldórsson Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit, sem frægt varð fyrir sjónvarpsþættina um Georg Bjarnfreðarson og félaga, hefur verið tekið undir vinnubúðir. Þar má samt enn sjá leikmuni úr Dagvaktinni, þar á meðal morðvopnið sem notað var til að drepa hótelstýruna Guggu. Í fréttum Stöðvar 2 var þetta elsta sveitahótel Íslands heimsótt. Það var haustið 2008 sem félagarnir Georg Bjarnfreðarson og Ólafur Ragnar mættu þangað akandi á Læðunni í gamanþáttum sem slógu í gegn á Stöð 2. Úr sjónvarpsþáttunum Dagvaktin. Félagarnir Ólafur Ragnar og Georg Bjarnfreðarson mæta til starfa á sveitahótelinu.Saga Film Það átti eftir að fara illa fyrir Guggu að kynnast þessum kauðum og í eldhúsinu var kokknum Daníel brugðið að sjá hverjir voru komnir til starfa. Hótel Bjarkalundur hefur núna fengið nýtt hlutverk, sem sést kannski best á óhreinum vinnubílum á hlaðinu. Í eldhúsinu ráða núna ríkjum þær Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir. „Við erum búin að taka yfir Hótel Bjarkalund núna næstu tvö árin allavega,“ segir Silja. Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit. Tignarleg Vaðalfjöll gnæfa yfir.Arnar Halldórsson Þær starfa fyrir Suðurverk sem vinnur að þverun Þorskafjarðar en brúarsmiðirnir eru í fæði og gistingu í Bjarkalundi. „Já, nú er þetta vinnubúðir og bara mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Silja segir marga eiga góðar minningar frá hótelinu. „Fólki finnst rosalega gott og gaman að koma hingað. Það tengja þetta náttúrlega allir við Dagvaktina.“ Já, sæll, Guggupannan fræga er hér upp á vegg og ráðskonurnar bregða á leik með sjálft morðvopnið. „En það eru líka rosalega margir sem spyrja um Læðuna. Hvar er Læðan?“ segir Þórvör Embla. Ráðskonurnar Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir bregða á leik með pönnuna frægu.Arnar Halldórsson Silja telur raunar að einhver gangi aftur í húsinu. „Já, það er umgangur á nóttinni.“ -Draugagangur? „Þeir halda að ég sé á ferðinni alla nóttina. En það er Gugga, - ekki ég.“ -Gengur Gugga aftur hérna? „Það er einhver hérna.“ -Þú finnur það? „Það er bara svoleiðis.“ -En lendir þú í því að vera kölluð Gugga? „Það hefur komið fyrir einu sinni eða tvisvar. Ég var fljót að drepa það niður. Allt í lagi að vera kölluð truntan. En ekki Guggan,“ segir ráðskonan og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af brúarvinnunni í Þorskafirði: Fjallað var um frægð Bjarkalundar í frétt Stöðvar 2 árið 2009: Reykhólahreppur Bíó og sjónvarp Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var þetta elsta sveitahótel Íslands heimsótt. Það var haustið 2008 sem félagarnir Georg Bjarnfreðarson og Ólafur Ragnar mættu þangað akandi á Læðunni í gamanþáttum sem slógu í gegn á Stöð 2. Úr sjónvarpsþáttunum Dagvaktin. Félagarnir Ólafur Ragnar og Georg Bjarnfreðarson mæta til starfa á sveitahótelinu.Saga Film Það átti eftir að fara illa fyrir Guggu að kynnast þessum kauðum og í eldhúsinu var kokknum Daníel brugðið að sjá hverjir voru komnir til starfa. Hótel Bjarkalundur hefur núna fengið nýtt hlutverk, sem sést kannski best á óhreinum vinnubílum á hlaðinu. Í eldhúsinu ráða núna ríkjum þær Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir. „Við erum búin að taka yfir Hótel Bjarkalund núna næstu tvö árin allavega,“ segir Silja. Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit. Tignarleg Vaðalfjöll gnæfa yfir.Arnar Halldórsson Þær starfa fyrir Suðurverk sem vinnur að þverun Þorskafjarðar en brúarsmiðirnir eru í fæði og gistingu í Bjarkalundi. „Já, nú er þetta vinnubúðir og bara mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Silja segir marga eiga góðar minningar frá hótelinu. „Fólki finnst rosalega gott og gaman að koma hingað. Það tengja þetta náttúrlega allir við Dagvaktina.“ Já, sæll, Guggupannan fræga er hér upp á vegg og ráðskonurnar bregða á leik með sjálft morðvopnið. „En það eru líka rosalega margir sem spyrja um Læðuna. Hvar er Læðan?“ segir Þórvör Embla. Ráðskonurnar Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir bregða á leik með pönnuna frægu.Arnar Halldórsson Silja telur raunar að einhver gangi aftur í húsinu. „Já, það er umgangur á nóttinni.“ -Draugagangur? „Þeir halda að ég sé á ferðinni alla nóttina. En það er Gugga, - ekki ég.“ -Gengur Gugga aftur hérna? „Það er einhver hérna.“ -Þú finnur það? „Það er bara svoleiðis.“ -En lendir þú í því að vera kölluð Gugga? „Það hefur komið fyrir einu sinni eða tvisvar. Ég var fljót að drepa það niður. Allt í lagi að vera kölluð truntan. En ekki Guggan,“ segir ráðskonan og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af brúarvinnunni í Þorskafirði: Fjallað var um frægð Bjarkalundar í frétt Stöðvar 2 árið 2009:
Reykhólahreppur Bíó og sjónvarp Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34
Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44