William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2021 15:00 Geimskotið heppnaðist vel. AP/LM Otero Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. Með Shatner voru þau Audry Powers frá Blue Origin, Glen de Vries og Chris Boshuizen um borð í New Shepard geimfari Blue Origin. Ferðin tók rúmar tíu mínútur frá upphafi til enda og fóru þau í rúmlega hundrað kílómetra hæð. Þar svifu þau um stund áður en geimskipið byrjaði að falla aftur til jarðar. Hundrað kílómetra hæð markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Á leiðinni aftur til jarðar mátti heyra Shatner segja: „Þetta var ólíkt því sem þið lýstuð. Ég hef aldrei upplifað annað eins.“ Þetta var í fjórða sinn sem þessari tilteknu eldflaug var skotið út í geim. Hér má sjá það helsta frá geimskotinu sjálfu. Blue Origin er í eigu Jeff Bezos en hann fór sjálfur út í geim með geimfari fyrirtækisins fyrr árinu. Blue Origin ætlar meðal annars að selja auðugum ferðamönnum ferðir út í geim. Bezos tók á móti geimförunum eftir lendingu. Hann ræddi við Shatner og augljóst var að geimferðin hafi reynst leikaranum tilfinningaþrungin og virtist hann fara að gráta þegar hann lýsti upplifuninni við Bezos. Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir „Ég vil horfa á þennan hnött og meta fegurð hans“ Leikarinn William Shatner fer út í geim á morgun. Það mun hann gera með þremur öðrum geimförum um borð í geimfarinu NS-18. Hinum níræða Shatner og geimförunum verður svo skotið á loft af starfsmönnum Blue Origins. 12. október 2021 15:49 Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim Leikarinn William Shatner verður meðal farþega í næstu geimferð Blue Origin en hann er á leiðinni út í geim þann 12. október næstkomandi. Shatner staðfesti fréttirnar sjálfur á Twitter í dag. 4. október 2021 16:53 Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. 27. desember 2020 22:20 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Með Shatner voru þau Audry Powers frá Blue Origin, Glen de Vries og Chris Boshuizen um borð í New Shepard geimfari Blue Origin. Ferðin tók rúmar tíu mínútur frá upphafi til enda og fóru þau í rúmlega hundrað kílómetra hæð. Þar svifu þau um stund áður en geimskipið byrjaði að falla aftur til jarðar. Hundrað kílómetra hæð markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Á leiðinni aftur til jarðar mátti heyra Shatner segja: „Þetta var ólíkt því sem þið lýstuð. Ég hef aldrei upplifað annað eins.“ Þetta var í fjórða sinn sem þessari tilteknu eldflaug var skotið út í geim. Hér má sjá það helsta frá geimskotinu sjálfu. Blue Origin er í eigu Jeff Bezos en hann fór sjálfur út í geim með geimfari fyrirtækisins fyrr árinu. Blue Origin ætlar meðal annars að selja auðugum ferðamönnum ferðir út í geim. Bezos tók á móti geimförunum eftir lendingu. Hann ræddi við Shatner og augljóst var að geimferðin hafi reynst leikaranum tilfinningaþrungin og virtist hann fara að gráta þegar hann lýsti upplifuninni við Bezos.
Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir „Ég vil horfa á þennan hnött og meta fegurð hans“ Leikarinn William Shatner fer út í geim á morgun. Það mun hann gera með þremur öðrum geimförum um borð í geimfarinu NS-18. Hinum níræða Shatner og geimförunum verður svo skotið á loft af starfsmönnum Blue Origins. 12. október 2021 15:49 Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim Leikarinn William Shatner verður meðal farþega í næstu geimferð Blue Origin en hann er á leiðinni út í geim þann 12. október næstkomandi. Shatner staðfesti fréttirnar sjálfur á Twitter í dag. 4. október 2021 16:53 Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. 27. desember 2020 22:20 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
„Ég vil horfa á þennan hnött og meta fegurð hans“ Leikarinn William Shatner fer út í geim á morgun. Það mun hann gera með þremur öðrum geimförum um borð í geimfarinu NS-18. Hinum níræða Shatner og geimförunum verður svo skotið á loft af starfsmönnum Blue Origins. 12. október 2021 15:49
Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim Leikarinn William Shatner verður meðal farþega í næstu geimferð Blue Origin en hann er á leiðinni út í geim þann 12. október næstkomandi. Shatner staðfesti fréttirnar sjálfur á Twitter í dag. 4. október 2021 16:53
Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. 27. desember 2020 22:20