Rannsaka mögulegt tilfelli Havana-heilkennisins í Kólumbíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2021 11:14 Talið er að tilfelli Havana-heilkennisins hafi komið upp í sendiráði Bandaríkjanna í Bógóta í Kólumbíu. Google maps/skjáskot Bandarísk yfirvöld rannsaka nú möguleg tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu í Kólumbíu aðeins nokkrum dögum áður en utanríkisráðherra Bandaríkjanna á að ferðast þangað. Undanfarnar vikur hafa sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna í Bógóta fundið fyrir einkennum heilkennisins, þar á meðal nístandi sársauka í eyrum, þreytu og svima. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í bandaríska og kanadíska sendiráðinu á Kúbu árið 2016 en síðan þá hafa bandarískir diplómatar um allan heim fundið fyrir einkennum heilkennisins. Óþekkt er hvað veldur heilkenninu en sumir hafa velt því upp hvort einhvers konar örbylgjuvopn valdi því. Wall Street Journal greindi frá því í gær að sendiráðsstarfsmenn í Kólumbíu hafi frá því um miðjan september fundið fyrir einkennum heilkennisins. Í frétt blaðsins er vísað í tölvupósta sem sendir voru af Philip Goldberg, sendiherra Bandaríkjanna í Kólumbíu, þar sem hann skrifar um fjölda „óútskýranlega heilsubresti“ starfsmanna sinna. Í tölvupóstinum skrifar hann að starfsmennirnir hafi fundið fyrir „UHI“, sem samkvæmt frétt Wall Street Journal er hugtak notað af bandarískum diplómötum um Havana-heilkennið. Talið er að um 200 hafi fengið Havana-heilkennið, um helmingur þeirra séu starfsmenn CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Flestir hafa lýst keimlíkum einkennum, eyrnaverkjum, þreytu, svima og ógleði og hafa margir hverjir fundið fyrir svima og þreytu svo mánuðum skipti. Heilkennið hefur haft áhrif á sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna víða um heim. Í sumar lýstu sendiráðsstarfsmenn í Vínarborg einkennum heilkennisins, þá er talið að tilfelli þess hafi komið upp í bandaríska sendiráðinu í Berlín fyrir stuttu og hefur lögreglan í Berlín það nú til rannsóknar. Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03 Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03 Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52 Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna í Bógóta fundið fyrir einkennum heilkennisins, þar á meðal nístandi sársauka í eyrum, þreytu og svima. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í bandaríska og kanadíska sendiráðinu á Kúbu árið 2016 en síðan þá hafa bandarískir diplómatar um allan heim fundið fyrir einkennum heilkennisins. Óþekkt er hvað veldur heilkenninu en sumir hafa velt því upp hvort einhvers konar örbylgjuvopn valdi því. Wall Street Journal greindi frá því í gær að sendiráðsstarfsmenn í Kólumbíu hafi frá því um miðjan september fundið fyrir einkennum heilkennisins. Í frétt blaðsins er vísað í tölvupósta sem sendir voru af Philip Goldberg, sendiherra Bandaríkjanna í Kólumbíu, þar sem hann skrifar um fjölda „óútskýranlega heilsubresti“ starfsmanna sinna. Í tölvupóstinum skrifar hann að starfsmennirnir hafi fundið fyrir „UHI“, sem samkvæmt frétt Wall Street Journal er hugtak notað af bandarískum diplómötum um Havana-heilkennið. Talið er að um 200 hafi fengið Havana-heilkennið, um helmingur þeirra séu starfsmenn CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Flestir hafa lýst keimlíkum einkennum, eyrnaverkjum, þreytu, svima og ógleði og hafa margir hverjir fundið fyrir svima og þreytu svo mánuðum skipti. Heilkennið hefur haft áhrif á sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna víða um heim. Í sumar lýstu sendiráðsstarfsmenn í Vínarborg einkennum heilkennisins, þá er talið að tilfelli þess hafi komið upp í bandaríska sendiráðinu í Berlín fyrir stuttu og hefur lögreglan í Berlín það nú til rannsóknar.
Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03 Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03 Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52 Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03
Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03
Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52
Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56