Ekki þjóðhættulegt að hækka lágmarkslaun Flosi Eiríksson skrifar 14. október 2021 15:00 Nú á dögum var tilkynntur vinningshafi nóbelsverðlauna í hagfræði þetta árið. Þrír fræðimenn deila með sér verðlaununum en rannsóknir þeirra tengjast með ákveðnum hætti. Það er ekki alltaf gott fyrir leikmenn að átta sig á því sem hagfræðirannsóknir fjalla um eða verið er að verðlauna fyrir. Þetta árið er það svo að verðlaunaefnið er afar skýrt. Hagfræðingurinn David Card sýndi fram á það árið 1994 að það að hækka lágmarkslaun á skyndibitastöðum leiddi ekki til aukins atvinnuleysis, þvert á ríkjandi kenningar þess tíma. Með því að bera saman tvö sambærileg svæði í Bandaríkjunum var sýnt fram á að það sem lengi hefur verið samþykkt sem „viðurkennd sannindi“ á ekki við hagfræðileg rök að styðjast. Reyndin er sú störfum fjölgaði þar sem lágmarkslaunin voru hækkuð. Við könnumst afar vel við þá trúarsetningu atvinnurekenda og samtaka þeirra hér á landi í umræðum um kjaramál að það sé þjóðhættulegt að hækka lægstu launin, þá aukist atvinnuleysi gífurlega og gott ef þjóðfélagið riði ekki meira og minna til falls í þeirri mynd sem við þekkjum. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni sem talar fyrir bættum kjörum láglaunafólks er úthrópað og sakað um skipulagða skemmdarverkastarfsemi, og gerðar upp alls konar illar kenndir. Ekki verður mikið vart við efnislega umræðu um þessi úrlausnarefni eða það að fylgjast með nýjum hugmyndum og niðurstöðum rannsókna á sviði hagfræði og fleiri greina í samfélagsumræðunni. Mikið væri nú gaman að sjá faglega umræðu um þessi stóru viðfangsefni í okkar samfélagi, að við ræðum um það hvernig við getum bætt kjör og tryggt stórum hópum mannsæmandi lífskjör. Slík umræða kallar reyndar á að fólk sé tilbúið að endurskoða ýmsar gamlar ,,kreddur“ og nálgast verkefnin á nýjan hátt. Kannski er það óraunhæf bjartsýni að vona að það sé hægt. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Vinnumarkaður Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Nú á dögum var tilkynntur vinningshafi nóbelsverðlauna í hagfræði þetta árið. Þrír fræðimenn deila með sér verðlaununum en rannsóknir þeirra tengjast með ákveðnum hætti. Það er ekki alltaf gott fyrir leikmenn að átta sig á því sem hagfræðirannsóknir fjalla um eða verið er að verðlauna fyrir. Þetta árið er það svo að verðlaunaefnið er afar skýrt. Hagfræðingurinn David Card sýndi fram á það árið 1994 að það að hækka lágmarkslaun á skyndibitastöðum leiddi ekki til aukins atvinnuleysis, þvert á ríkjandi kenningar þess tíma. Með því að bera saman tvö sambærileg svæði í Bandaríkjunum var sýnt fram á að það sem lengi hefur verið samþykkt sem „viðurkennd sannindi“ á ekki við hagfræðileg rök að styðjast. Reyndin er sú störfum fjölgaði þar sem lágmarkslaunin voru hækkuð. Við könnumst afar vel við þá trúarsetningu atvinnurekenda og samtaka þeirra hér á landi í umræðum um kjaramál að það sé þjóðhættulegt að hækka lægstu launin, þá aukist atvinnuleysi gífurlega og gott ef þjóðfélagið riði ekki meira og minna til falls í þeirri mynd sem við þekkjum. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni sem talar fyrir bættum kjörum láglaunafólks er úthrópað og sakað um skipulagða skemmdarverkastarfsemi, og gerðar upp alls konar illar kenndir. Ekki verður mikið vart við efnislega umræðu um þessi úrlausnarefni eða það að fylgjast með nýjum hugmyndum og niðurstöðum rannsókna á sviði hagfræði og fleiri greina í samfélagsumræðunni. Mikið væri nú gaman að sjá faglega umræðu um þessi stóru viðfangsefni í okkar samfélagi, að við ræðum um það hvernig við getum bætt kjör og tryggt stórum hópum mannsæmandi lífskjör. Slík umræða kallar reyndar á að fólk sé tilbúið að endurskoða ýmsar gamlar ,,kreddur“ og nálgast verkefnin á nýjan hátt. Kannski er það óraunhæf bjartsýni að vona að það sé hægt. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun