Ég er skilin við Okurlánasjóð Íslands Signý Jóhannesdóttir skrifar 14. október 2021 16:01 Sumarið 2008 keyptum við hjónin nýbyggt parhús í Borgarnesi og sá sem byggði hafði tekið tvö lán hjá Íbúðalánasjóði. Ég yfirtók lánin og sá aldrei útreikninga á greiðslubyrði eða hinum raunverulegu skilmálum lánanna. Nokkrum árum áður hafði ég tekið íbúðalán hjá Glitni banka með uppgreiðslugjaldi sem var 2% og ég taldi mig vita hvernig uppgreiðslugjald virkaði. Ég skal fúslega játa að þekking mín á lánamarkaði sem þó var töluverð, gat ekki gefið mér hugmynd um hverskonar þumalskrúfu, Okurlánasjóður Íslands hafi sett á mína putta og þúsunda annarra. Þegar vextir tóku að lækka í umhverfinu þá sá ég að meira segja bílalán hjá Lykli voru hagstæðari en íbúðalánin mín. Verðtryggð lán til 40 ára með 5.2% og 5,5% vöxtum + uppgreiðslugjaldið. Íslenska ríkið mátti stunda okurlánastarfsemi Haustið 2017 ætlaði ég að endurfjármagna íbúðalánin en komst þá að því að það kostaði mig á fjórðu milljón króna aukalega að greiða lánin upp, uppgreiðslugjaldið var þá 15,25%. Ég ræddi við nokkra lögmenn og komst að því að einhverjir undanfarar höfðu reynt að fá þessum okurkjörum hnekkt. Þeir höfðu ekki haft erindi sem erfiði. Ég skrifað íbúðalánsjóði og fékk í raun sendan fingurinn. Aftur vorið 2020 óskaði ég eftir því að fá að greiða upp eða endurfjármagna lánin í gegnum Íbúðalánasjóð, sem þá hét reyndar orðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, án uppgreiðslugjalds. Því var hafnað en mér bent á að málaferli væru í gangi við sjóðinn, til að fá uppgreiðslugjaldinu hnekkt. Eftir samtöl mín við þá lögmenn sem ég ráðfærði mig við haustið 2017 hafði ég reyndar takmarkaða trú á því að þau málaferli yrðu lántakendum í hag. Enda kom það á daginn að þrátt fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um ósanngirni uppgreiðslugjaldsins, töpuðust málin í hæstarétti. Niðurstaðan er sú að það mátti okra á lántakendum. Ég þurfti að greiða ca 14% uppgreiðslugjald núna á dögunum, þegar ég sleit samvistum við Íbúðalánasjóð. Hvaða stjórnmálamaður þorir að leggja til endurgreiðslu á okurgjaldi Hér með auglýsi ég eftir þeim stjórnmálamanni sem þorir að leggja fram á alþingi frumvarp til laga sem kveður á um að þau svívirðilegu okurgjöld sem felast í uppgreiðslugjaldi upp á eins og í mínu tilfelli 14% eða rúmar þrjár milljónir, verði endurgreidd. Um er að ræða lán tekin á 10 ára tímabil frá 2004 til 2014. Á sama hátt og ég tók lán á sínum tíma hjá Glitni banka og greiddi 2% uppgreiðslugjald, þá eru lán frá HMS nú með 1% uppgreiðslugjaldi. Það er e.t.v. ekki ósanngjarnt að lánastofnun taki aukagreiðslu ef lántakandi ákveður að greiða lán upp og færa sig yfir til annars lánveitanda, lánastofnunin þarf þá að koma fjármununum aftur í vinnu eins og sagt er, en fyrr má nú rota en dauðrota. Ef til vill ætti líka að greiða okkur, sem þessi okurlán tókum eða tókum við, einhverskonar sanngirnisbætur vegna þess að við höfum í raun verið föst í þessum fjötrum. Ég fer reyndar ekki fram á að stjórnvöld séu sanngjörn, bara að þau sjái að sér hvað þessi siðlausu okurlán sem voru veitt í 10 ár. Koma svo - þingmenn sem þora. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sumarið 2008 keyptum við hjónin nýbyggt parhús í Borgarnesi og sá sem byggði hafði tekið tvö lán hjá Íbúðalánasjóði. Ég yfirtók lánin og sá aldrei útreikninga á greiðslubyrði eða hinum raunverulegu skilmálum lánanna. Nokkrum árum áður hafði ég tekið íbúðalán hjá Glitni banka með uppgreiðslugjaldi sem var 2% og ég taldi mig vita hvernig uppgreiðslugjald virkaði. Ég skal fúslega játa að þekking mín á lánamarkaði sem þó var töluverð, gat ekki gefið mér hugmynd um hverskonar þumalskrúfu, Okurlánasjóður Íslands hafi sett á mína putta og þúsunda annarra. Þegar vextir tóku að lækka í umhverfinu þá sá ég að meira segja bílalán hjá Lykli voru hagstæðari en íbúðalánin mín. Verðtryggð lán til 40 ára með 5.2% og 5,5% vöxtum + uppgreiðslugjaldið. Íslenska ríkið mátti stunda okurlánastarfsemi Haustið 2017 ætlaði ég að endurfjármagna íbúðalánin en komst þá að því að það kostaði mig á fjórðu milljón króna aukalega að greiða lánin upp, uppgreiðslugjaldið var þá 15,25%. Ég ræddi við nokkra lögmenn og komst að því að einhverjir undanfarar höfðu reynt að fá þessum okurkjörum hnekkt. Þeir höfðu ekki haft erindi sem erfiði. Ég skrifað íbúðalánsjóði og fékk í raun sendan fingurinn. Aftur vorið 2020 óskaði ég eftir því að fá að greiða upp eða endurfjármagna lánin í gegnum Íbúðalánasjóð, sem þá hét reyndar orðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, án uppgreiðslugjalds. Því var hafnað en mér bent á að málaferli væru í gangi við sjóðinn, til að fá uppgreiðslugjaldinu hnekkt. Eftir samtöl mín við þá lögmenn sem ég ráðfærði mig við haustið 2017 hafði ég reyndar takmarkaða trú á því að þau málaferli yrðu lántakendum í hag. Enda kom það á daginn að þrátt fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um ósanngirni uppgreiðslugjaldsins, töpuðust málin í hæstarétti. Niðurstaðan er sú að það mátti okra á lántakendum. Ég þurfti að greiða ca 14% uppgreiðslugjald núna á dögunum, þegar ég sleit samvistum við Íbúðalánasjóð. Hvaða stjórnmálamaður þorir að leggja til endurgreiðslu á okurgjaldi Hér með auglýsi ég eftir þeim stjórnmálamanni sem þorir að leggja fram á alþingi frumvarp til laga sem kveður á um að þau svívirðilegu okurgjöld sem felast í uppgreiðslugjaldi upp á eins og í mínu tilfelli 14% eða rúmar þrjár milljónir, verði endurgreidd. Um er að ræða lán tekin á 10 ára tímabil frá 2004 til 2014. Á sama hátt og ég tók lán á sínum tíma hjá Glitni banka og greiddi 2% uppgreiðslugjald, þá eru lán frá HMS nú með 1% uppgreiðslugjaldi. Það er e.t.v. ekki ósanngjarnt að lánastofnun taki aukagreiðslu ef lántakandi ákveður að greiða lán upp og færa sig yfir til annars lánveitanda, lánastofnunin þarf þá að koma fjármununum aftur í vinnu eins og sagt er, en fyrr má nú rota en dauðrota. Ef til vill ætti líka að greiða okkur, sem þessi okurlán tókum eða tókum við, einhverskonar sanngirnisbætur vegna þess að við höfum í raun verið föst í þessum fjötrum. Ég fer reyndar ekki fram á að stjórnvöld séu sanngjörn, bara að þau sjái að sér hvað þessi siðlausu okurlán sem voru veitt í 10 ár. Koma svo - þingmenn sem þora.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun