Hlaut lífstíðardóm fyrir að nota eiturslöngur til að myrða eiginkonu sína Þorgils Jónsson skrifar 14. október 2021 17:21 Maðurinn sem um ræðir sigaði tveimur eiturslöngum á konu sina, þar á meðal kóbraslöngu eins og sést hér á myndinni. Maður frá Keralaríki í suðurhluta Indlands var fyrr í vikunni dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína á síðasta ári með því að siga á hana eiturslöngum. Í frétt á vef Al Jazeera segir að umræddur maður, sem heitir Sooraj Kumar og er 28 ára gamall, hafi fyrst sigað höggormi á konu sína, Uthra, og var hún í tvo mánuði á sjúkrahúsi að jafna sig eftir eiturbitið. Hún dvaldi svo á heimili foreldra sinna þar sem hún safnaði kröftum, en Kumar kastaði á hana kóbraslöngu þar sem hún svaf og lést hún af völdum bitsins í maí á síðasta ári. Kumar var handtekinn á heimili sínu eftir ábendingar frá foreldrum hinnar látnu. Hann neitaði sök, en símagögn leiddu í ljós að hann hafði verið í sambandi við slönguhöndlara og hafði einnig horft á myndbönd um slöngur áður en Uthra var myrt. Sýnt þótti að Kumar staldraði við í herbergi konunnar eftir kóbraslöngubitið og kippti sér ekkert upp við það þegar tengdamóðir hans kallaði á hjálp. Að sögn slönguhöndlara var mögulegt að Kumar hafi meitt slönguna til þess að fá hana til að bíta konu hans þar sem hún svaf. Uthra var komin af efnafólki en eiginmaður hennar var í fjárkröggum. Hann hafði að sögn verið að þrýsta á um að hún kæmi með meiri fjármuni inn í hjónabandið og reyndi auk þess að sölsa undir sig eignir hennar að henni látinni. Að sögn indverskra fréttamiðla voru ættingjar Kumars ákærðir fyrir samsæri, en gull í eigu hinnar látnu fannst grafið nálægt heimili hans. Talsverð umræða hefur verið í Indlandi síðustu misseri um notkun eiturslangna í þeim tilgangi að drepa fólk, en erfitt þykir að sýna fram á ásetning í slíkum málum. Meðal annars hafa tveir einstaklingar verið sýknaðir í álíka málum á síðustu árum. Indland Dýr Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Í frétt á vef Al Jazeera segir að umræddur maður, sem heitir Sooraj Kumar og er 28 ára gamall, hafi fyrst sigað höggormi á konu sína, Uthra, og var hún í tvo mánuði á sjúkrahúsi að jafna sig eftir eiturbitið. Hún dvaldi svo á heimili foreldra sinna þar sem hún safnaði kröftum, en Kumar kastaði á hana kóbraslöngu þar sem hún svaf og lést hún af völdum bitsins í maí á síðasta ári. Kumar var handtekinn á heimili sínu eftir ábendingar frá foreldrum hinnar látnu. Hann neitaði sök, en símagögn leiddu í ljós að hann hafði verið í sambandi við slönguhöndlara og hafði einnig horft á myndbönd um slöngur áður en Uthra var myrt. Sýnt þótti að Kumar staldraði við í herbergi konunnar eftir kóbraslöngubitið og kippti sér ekkert upp við það þegar tengdamóðir hans kallaði á hjálp. Að sögn slönguhöndlara var mögulegt að Kumar hafi meitt slönguna til þess að fá hana til að bíta konu hans þar sem hún svaf. Uthra var komin af efnafólki en eiginmaður hennar var í fjárkröggum. Hann hafði að sögn verið að þrýsta á um að hún kæmi með meiri fjármuni inn í hjónabandið og reyndi auk þess að sölsa undir sig eignir hennar að henni látinni. Að sögn indverskra fréttamiðla voru ættingjar Kumars ákærðir fyrir samsæri, en gull í eigu hinnar látnu fannst grafið nálægt heimili hans. Talsverð umræða hefur verið í Indlandi síðustu misseri um notkun eiturslangna í þeim tilgangi að drepa fólk, en erfitt þykir að sýna fram á ásetning í slíkum málum. Meðal annars hafa tveir einstaklingar verið sýknaðir í álíka málum á síðustu árum.
Indland Dýr Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira