Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 23:58 Verið var að æfa atriði í þessari kirkju þegar Baldwin hleypti skoti úr byssu sem hann vissi ekki að væri hlaðin einu púðurskoti. AP/roberto E. Rosales Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins dó og Joel Souza, leikstjóri, særðist þegar Baldwin hleypti af byssunni við æfingar fyrir tökur. Sex klukkustundum áður höfðu myndatökumenn og aðrir starfsmenn kvikmyndarinnar lagt niður vinnu vegna aðstæðna og launa. Meðal annars höfðu þeir kvartað yfir því að vera gert að keyra langar vegalengdir til vinnu á hverjum degi og sömuleiðis yfir öryggismálum varðandi byssur á tökustaðnum. Áhættuleikari hafi fyrir nokkrum dögum hleypt af skotum fyrir slysni. Upplýsingar um atvikið eru enn takmarkaðar og lögreglan hefur ekki sagt nákvæmlega hvernig byssu var um að ræða né hvað það var sem lenti í þeim Hutchins og Souza. Hvort það hafi verið raunveruleg byssukúla eða einhvers konar brak í hlaupi byssunnar. Rétti Baldwin byssuna og sagði hana óhlaðna AP fréttaveitan segir ný dómsskjöl benda til þess að aðstoðarleikstjórinn sem afhenti Baldwin byssuna hafi ekki vitað að byssan væri hlaðin einu skoti. Héraðsmiðillinn Santa Fe New Mexican (áskriftarmiðill) segir þar að auki að í skjölunum komi fram að aðstoðarleikstjórinn hafi kallað „köld byssa“ sem táknar að byssa sé óhlaðin. LA Times hefur eftir heimildarmanni sem kom að tökunum að síðasta laugardag hafi áhættuleikari Alecs Baldwin, hleypt tveimur skotum af fyrir slysni, eftir að honum var rétt byssa og tilkynnt að hún væri „köld“. Það hafi verið í þriðja sinn sem skoti hafi verið hleypt af fyrir slysni. Tökur myndarinnar hófust þann 6. október og urðu starfsmenn fljótt óánægðir, samkvæmt LA Times. Þeim hafði verið lofað hótelgisting í Santa Fe en var þess í stað gert að keyra tugi kílómetra til vinnu á degi hverjum og vinna langa daga. Hutchins hafði kallað eftir auknu öryggi við tökur. Halyna Hutchins lést á sjúkrahúsi.AP/Adam Egypt Mortimer LA Times segir að atriði sem verið var að æfa hafi snúist um skotbardaga sem hófst í kirkju. Baldwin hafi átt að bakka út um dyr kirkjunnar og skjóta inn í hana. Birtu símtalið til Neyðarlínunnar Yfirvöld í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum hafa birt símtal til Neyðarlínunnar eftir atvikið. Þar kynnir kona sig sem yfirmann handrits og segir tvo vera særða eftir slys. Skömmu seinna virðist hún tala við einhvern annan og segir aðstoðarleikstjóra hafa öskrað á sig. „Hann á að skoða byssurnar. Hann ber ábyrgð á því sem gerðist," sagði konan. Hún sagði alla hafa hlaupið út og sagðist ekki vita til þess hve alvarleg sárin væru. Þá tók maður símann sem sagði þau sem særðust vera með meðvitund og verið væri að hlúa að þeim. Hutchens var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést. Fréttin hefur verið uppfærð varðandi það að ekki liggi fyrir hvort púðurskot eða alvöru skot hafi verið í byssunni. Vert er að taka fram að „Live round“ eins og talað er um í dómsskjölunum sem fréttin fjallar um gæti átt við bæði púðurskot og hefðbundið skot. Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01 Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29 Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Sjá meira
Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins dó og Joel Souza, leikstjóri, særðist þegar Baldwin hleypti af byssunni við æfingar fyrir tökur. Sex klukkustundum áður höfðu myndatökumenn og aðrir starfsmenn kvikmyndarinnar lagt niður vinnu vegna aðstæðna og launa. Meðal annars höfðu þeir kvartað yfir því að vera gert að keyra langar vegalengdir til vinnu á hverjum degi og sömuleiðis yfir öryggismálum varðandi byssur á tökustaðnum. Áhættuleikari hafi fyrir nokkrum dögum hleypt af skotum fyrir slysni. Upplýsingar um atvikið eru enn takmarkaðar og lögreglan hefur ekki sagt nákvæmlega hvernig byssu var um að ræða né hvað það var sem lenti í þeim Hutchins og Souza. Hvort það hafi verið raunveruleg byssukúla eða einhvers konar brak í hlaupi byssunnar. Rétti Baldwin byssuna og sagði hana óhlaðna AP fréttaveitan segir ný dómsskjöl benda til þess að aðstoðarleikstjórinn sem afhenti Baldwin byssuna hafi ekki vitað að byssan væri hlaðin einu skoti. Héraðsmiðillinn Santa Fe New Mexican (áskriftarmiðill) segir þar að auki að í skjölunum komi fram að aðstoðarleikstjórinn hafi kallað „köld byssa“ sem táknar að byssa sé óhlaðin. LA Times hefur eftir heimildarmanni sem kom að tökunum að síðasta laugardag hafi áhættuleikari Alecs Baldwin, hleypt tveimur skotum af fyrir slysni, eftir að honum var rétt byssa og tilkynnt að hún væri „köld“. Það hafi verið í þriðja sinn sem skoti hafi verið hleypt af fyrir slysni. Tökur myndarinnar hófust þann 6. október og urðu starfsmenn fljótt óánægðir, samkvæmt LA Times. Þeim hafði verið lofað hótelgisting í Santa Fe en var þess í stað gert að keyra tugi kílómetra til vinnu á degi hverjum og vinna langa daga. Hutchins hafði kallað eftir auknu öryggi við tökur. Halyna Hutchins lést á sjúkrahúsi.AP/Adam Egypt Mortimer LA Times segir að atriði sem verið var að æfa hafi snúist um skotbardaga sem hófst í kirkju. Baldwin hafi átt að bakka út um dyr kirkjunnar og skjóta inn í hana. Birtu símtalið til Neyðarlínunnar Yfirvöld í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum hafa birt símtal til Neyðarlínunnar eftir atvikið. Þar kynnir kona sig sem yfirmann handrits og segir tvo vera særða eftir slys. Skömmu seinna virðist hún tala við einhvern annan og segir aðstoðarleikstjóra hafa öskrað á sig. „Hann á að skoða byssurnar. Hann ber ábyrgð á því sem gerðist," sagði konan. Hún sagði alla hafa hlaupið út og sagðist ekki vita til þess hve alvarleg sárin væru. Þá tók maður símann sem sagði þau sem særðust vera með meðvitund og verið væri að hlúa að þeim. Hutchens var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést. Fréttin hefur verið uppfærð varðandi það að ekki liggi fyrir hvort púðurskot eða alvöru skot hafi verið í byssunni. Vert er að taka fram að „Live round“ eins og talað er um í dómsskjölunum sem fréttin fjallar um gæti átt við bæði púðurskot og hefðbundið skot.
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01 Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29 Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Sjá meira
Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01
Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29
Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27