Hinsta kveðja eiginmannins: „Við söknum þín, Halyna!“ Þorgils Jónsson skrifar 23. október 2021 21:48 Halyna Hutchins og Alec Baldwin. Eiginmaður Halynu sendi henni kveðju á Instagram, en hann sagðist áður hafa talað við Baldwin. Matthew Hutchins, eiginmaður kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, sem lést af völdum voðaskots við kvikmyndatökur á fimmtudag, birti fyrr í dag á Instagram hjartnæmar myndir af þeim hjónum og syni þeirra með kveðjunni „Við söknum þín Halyna!“. View this post on Instagram A post shared by Matthew Hutchins (@mhutchins777) Frá þessu segir á vef People. Halyna, sem var 42ja ára að aldri, lést þegar leikarinn Alec Baldwin skaut í átt að henni og leikstjóranum Joel Souza með byssu sem hann hélt að væri hlaðin púðurskotum. Svo virðist sem alvöru skot hafi verið í byssunni, en það fór í brjóst Halynu og þaðan í öxl Souza. Í gær tjáði Hutchens sig við fjölmiðla sagði að engin orð gætu lýst því sem hafði gerst. Hann væri þó þakklátur fyrir góðar kveðjur og stuðning í sinn garð. Hann hafi auk þess rætt við Baldwin, sem hafi sýnt honum mikinn stuðning. Leikstjórinn eyðilagður Leikstjórinn Joel Souza sendi einnig frá sér yfirlýsingu í dag og segist eyðilagður yfir harmleiknum. „Ég er miður mín yfir að hafa misst Halynu, vin minn og samstarfsfélaga“, sagði Souza. „Hún var góðhjörtuð, ólgaði af lífi og var ótrúlega hæfileikarík, barðist fyrir sínu og ögraði mér sífellt til að verða betri.“ „Hugur minn er hjá fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum. Ég er þakklátur fyrir þann hlýhug sem við höfum fundið fyrir frá félögum okkar í kvikmyndaiðnaðinum, íbúum Santa Fe og þeim hundruðum ókunnugra sem hafa haft samband. Það mun verða mér hvatning á meðan ég næ bata.“ Sheriff’s office: Star’s ‘prop firearm’ kills one, injures another https://t.co/wuFa9DMRBI— Santa Fe New Mexican (@thenewmexican) October 22, 2021 Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29 Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by Matthew Hutchins (@mhutchins777) Frá þessu segir á vef People. Halyna, sem var 42ja ára að aldri, lést þegar leikarinn Alec Baldwin skaut í átt að henni og leikstjóranum Joel Souza með byssu sem hann hélt að væri hlaðin púðurskotum. Svo virðist sem alvöru skot hafi verið í byssunni, en það fór í brjóst Halynu og þaðan í öxl Souza. Í gær tjáði Hutchens sig við fjölmiðla sagði að engin orð gætu lýst því sem hafði gerst. Hann væri þó þakklátur fyrir góðar kveðjur og stuðning í sinn garð. Hann hafi auk þess rætt við Baldwin, sem hafi sýnt honum mikinn stuðning. Leikstjórinn eyðilagður Leikstjórinn Joel Souza sendi einnig frá sér yfirlýsingu í dag og segist eyðilagður yfir harmleiknum. „Ég er miður mín yfir að hafa misst Halynu, vin minn og samstarfsfélaga“, sagði Souza. „Hún var góðhjörtuð, ólgaði af lífi og var ótrúlega hæfileikarík, barðist fyrir sínu og ögraði mér sífellt til að verða betri.“ „Hugur minn er hjá fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum. Ég er þakklátur fyrir þann hlýhug sem við höfum fundið fyrir frá félögum okkar í kvikmyndaiðnaðinum, íbúum Santa Fe og þeim hundruðum ókunnugra sem hafa haft samband. Það mun verða mér hvatning á meðan ég næ bata.“ Sheriff’s office: Star’s ‘prop firearm’ kills one, injures another https://t.co/wuFa9DMRBI— Santa Fe New Mexican (@thenewmexican) October 22, 2021
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29 Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27
Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16
Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29
Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01
Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58