Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 23:45 Lögreglan í Santa Fe í Nýju-Mexíkó er með málið til rannsóknar. AP/Jae C. Hong Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. Frá þessi greinir AP-fréttaveitan og vísar í framleiðanda myndarinnar frá 2019. Sá er sagður staðfesta að aðstoðarleikstjórinn Dave Halls hefði verið rekinn úr framleiðsluteymi myndarinnar eftir að „skot hljóp óvænt úr byssu“ og slasaði meðlim í tökuliðinu. Framleiðandinn sem vísað er í kemur ekki fram undir nafni en segir að í kjölfarið hafi Halls strax verið gert að yfirgefa settið. Má skilja það svo að Halls hafi borið ábyrgð á atvikinu. Halls er sá sem rétti Baldwin byssuna sem skotið hljóp úr, með þeim afleiðingum að Hutchins lést og leikstjórinn Joel Souza særðist. Halls ku hafa rétt Baldwin byssuna og kallað „köld byssa“ (e. cold gun), upphrópun sem er til marks um það að byssan sé óhlaðin og öruggt að nota hana á setti. Sú reyndist þó sannarlega ekki raunin. Vildi halda áfram tökum þrátt fyrir yfirlið á setti Samkvæmt AP virðist Hallls áður hafa látið sér öryggisreglur á setti í léttu rúmi liggja. Þannig er vitnað í Maggie Goll, leikmyndasmið og sprengiefnasérfræðing sem vann að sjónvarpsþáttaseríu Hulu, Into the Dark, um að hún hafi kvartað til fyrirtækisins vegna hegðunar Hall á setti þar. Goll hefur sagt að Hall hafi hundsað öryggisreglur um vopn og sprengiefni á setti. Þá hafi hann viljað halda áfram tökum þrátt fyrir að einn sprengiefnasérfræðinga á setti, sem er með sykursýki, hafi fallið í yfirlið. Þó að öll spjót virðist nú beinast að Halls hvað varðar dauða Halynu Hutchins segir Goll að hann sé ekki vandamálið sjálft, heldur aðeins einkenni þess. „Þetta snýst ekki um Dave Halls. […] Þetta er á engan hátt á ábyrgð einnar manneskju. Þetta snýst um öryggi á tökustað og hverju við viljum ná fram í þeim efnum,“ hefur AP eftir Goll. Óvíst með framhald myndarinnar Í tölvupósti sem sendur var á tökuliðið sem kemur að gerð Rust nú um helgina kom fram að vinnu við myndina hefði verið hætt, í það minnst uns rannsókn lögreglu á andláti Hutchins væri lokið. Framleiðendur myndarinnar séu að vinna með löggæsluyfirvöldum, auk þess sem þau framkvæmi nú eigin könnun á málinu. Miðað við efni tölvupóstsins virðist þó ekki vera loku fyrir það skotið að framleiðslu myndarinnar verði haldið áfram síðar meir. „Þrátt fyrir að við séum í sárum, og erfitt sé að sjá lengra fram yfir sjóndeildarhringinn þá er þetta hlé í bili, frekar en endastöð,“ segir í póstinum. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Frá þessi greinir AP-fréttaveitan og vísar í framleiðanda myndarinnar frá 2019. Sá er sagður staðfesta að aðstoðarleikstjórinn Dave Halls hefði verið rekinn úr framleiðsluteymi myndarinnar eftir að „skot hljóp óvænt úr byssu“ og slasaði meðlim í tökuliðinu. Framleiðandinn sem vísað er í kemur ekki fram undir nafni en segir að í kjölfarið hafi Halls strax verið gert að yfirgefa settið. Má skilja það svo að Halls hafi borið ábyrgð á atvikinu. Halls er sá sem rétti Baldwin byssuna sem skotið hljóp úr, með þeim afleiðingum að Hutchins lést og leikstjórinn Joel Souza særðist. Halls ku hafa rétt Baldwin byssuna og kallað „köld byssa“ (e. cold gun), upphrópun sem er til marks um það að byssan sé óhlaðin og öruggt að nota hana á setti. Sú reyndist þó sannarlega ekki raunin. Vildi halda áfram tökum þrátt fyrir yfirlið á setti Samkvæmt AP virðist Hallls áður hafa látið sér öryggisreglur á setti í léttu rúmi liggja. Þannig er vitnað í Maggie Goll, leikmyndasmið og sprengiefnasérfræðing sem vann að sjónvarpsþáttaseríu Hulu, Into the Dark, um að hún hafi kvartað til fyrirtækisins vegna hegðunar Hall á setti þar. Goll hefur sagt að Hall hafi hundsað öryggisreglur um vopn og sprengiefni á setti. Þá hafi hann viljað halda áfram tökum þrátt fyrir að einn sprengiefnasérfræðinga á setti, sem er með sykursýki, hafi fallið í yfirlið. Þó að öll spjót virðist nú beinast að Halls hvað varðar dauða Halynu Hutchins segir Goll að hann sé ekki vandamálið sjálft, heldur aðeins einkenni þess. „Þetta snýst ekki um Dave Halls. […] Þetta er á engan hátt á ábyrgð einnar manneskju. Þetta snýst um öryggi á tökustað og hverju við viljum ná fram í þeim efnum,“ hefur AP eftir Goll. Óvíst með framhald myndarinnar Í tölvupósti sem sendur var á tökuliðið sem kemur að gerð Rust nú um helgina kom fram að vinnu við myndina hefði verið hætt, í það minnst uns rannsókn lögreglu á andláti Hutchins væri lokið. Framleiðendur myndarinnar séu að vinna með löggæsluyfirvöldum, auk þess sem þau framkvæmi nú eigin könnun á málinu. Miðað við efni tölvupóstsins virðist þó ekki vera loku fyrir það skotið að framleiðslu myndarinnar verði haldið áfram síðar meir. „Þrátt fyrir að við séum í sárum, og erfitt sé að sjá lengra fram yfir sjóndeildarhringinn þá er þetta hlé í bili, frekar en endastöð,“ segir í póstinum.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00