Hvolpasveitin í Valsliðinu tekin fyrir í Seinni bylgjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 12:00 Seinni bylgjan fékk senda þessa mynd af Hvolpasveit Valsmanna. Seinni bylgjan Valsmenn eru með fullt hús á toppi Olís deildar karla í handbolta og það þrátt fyrir að vera missa menn út í meiðsli. Seinni bylgjan fór yfir hvað sé að skila þessu hjá Hlíðarendaliðinu. Stefán Árni Pálsson og félagar í Seinni bylgjunni fóru í gær yfir frammistöðu ungu leikmanna Valsliðsins í forföllum lykilmanna liðsins. „Ungu drengirnir í Val. Þetta var ofboðslega ungt lið sem var að spila á móti KA og við fengum senda mynd frá aðdáanda Seinni bylgjunnar. Þetta er liðið sem vann KA í gær og þeir unnu þá mjög sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hvolpasveitin. Arnór Snær Óskarsson, geggjaður með sjö mörk úr sjö skotum. Tumi Steinn á miðjunni frábær og sendir þarna á bróðir hans Arnórs Snæs sem fær vítakast. Ég hlýt að geta fullyrt það að þetta sé yngsta útilínan í deildinni,“ sagði Stefán Árni. „Þeir eru að gera þetta mjög vel og boltinn gengur mjög vel. ÍBV lenti í þeim um daginn og réðu ekkert við þá. Fyrir fram hefðum við sagt að þetta væri varaútilínan hjá þeim,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hvolpasveit Valsmanna „Ég öfunda ekki þá sem ætla sér að fara koma inn miðað við þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en á skjánum var tölfræðin há þeim Benedikt Óskarssyni, Tuma Stein Rúnarssyni og Arnóri Snæ Óskarssyni sem voru saman með 17 mörk úr aðeins 22 skotum og 12 sköpuð færi á móti KA. „ Það sem mér finnst svo skemmtilegt við þessa þrjá er að þeir spila ekkert flókinn handbolta. Þetta er bara sami handboltinn og Valur er að spila. Þeir eru svo beinskeyttir og koma beint maður á mann en kunna samt að losa boltann. Þetta er einfalt en ofboðslega árangursríkt,“ sagði Ásgeir Örn. „Allir þrír, líka hann Arnór hægra megin. Það er ekki alltaf sem örvhentu mennirnir eru þannig í boltanum en virðist vera ótrúlega flinkur að losa boltann og hefur mjög gott auga fyrir spilinu. Það er greinilegt að þeir hafa setið með pabbanum og stúderað þetta í botn,“ sagði Rúnar en eins og flestir vita þá er Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Valsliðsins, faðir þeirra Arnórs og Benedikts. Það má sjá allt spjallið um Hvolpasveit Valsmanna hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira
Stefán Árni Pálsson og félagar í Seinni bylgjunni fóru í gær yfir frammistöðu ungu leikmanna Valsliðsins í forföllum lykilmanna liðsins. „Ungu drengirnir í Val. Þetta var ofboðslega ungt lið sem var að spila á móti KA og við fengum senda mynd frá aðdáanda Seinni bylgjunnar. Þetta er liðið sem vann KA í gær og þeir unnu þá mjög sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hvolpasveitin. Arnór Snær Óskarsson, geggjaður með sjö mörk úr sjö skotum. Tumi Steinn á miðjunni frábær og sendir þarna á bróðir hans Arnórs Snæs sem fær vítakast. Ég hlýt að geta fullyrt það að þetta sé yngsta útilínan í deildinni,“ sagði Stefán Árni. „Þeir eru að gera þetta mjög vel og boltinn gengur mjög vel. ÍBV lenti í þeim um daginn og réðu ekkert við þá. Fyrir fram hefðum við sagt að þetta væri varaútilínan hjá þeim,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hvolpasveit Valsmanna „Ég öfunda ekki þá sem ætla sér að fara koma inn miðað við þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en á skjánum var tölfræðin há þeim Benedikt Óskarssyni, Tuma Stein Rúnarssyni og Arnóri Snæ Óskarssyni sem voru saman með 17 mörk úr aðeins 22 skotum og 12 sköpuð færi á móti KA. „ Það sem mér finnst svo skemmtilegt við þessa þrjá er að þeir spila ekkert flókinn handbolta. Þetta er bara sami handboltinn og Valur er að spila. Þeir eru svo beinskeyttir og koma beint maður á mann en kunna samt að losa boltann. Þetta er einfalt en ofboðslega árangursríkt,“ sagði Ásgeir Örn. „Allir þrír, líka hann Arnór hægra megin. Það er ekki alltaf sem örvhentu mennirnir eru þannig í boltanum en virðist vera ótrúlega flinkur að losa boltann og hefur mjög gott auga fyrir spilinu. Það er greinilegt að þeir hafa setið með pabbanum og stúderað þetta í botn,“ sagði Rúnar en eins og flestir vita þá er Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Valsliðsins, faðir þeirra Arnórs og Benedikts. Það má sjá allt spjallið um Hvolpasveit Valsmanna hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira