Þjóðaröryggi Íslands Eldur Ólafsson skrifar 27. október 2021 11:31 Eitt það fyrsta sem við lærum í jarðfræðinni er hugmyndin um innræn og útræn öfl. Innræn öfl eru þau sem við Íslendingar þekkjum vel, hreyfing jarðskorpunnar, heitir reitir sem við sjáum helst í daglegu lífi sem jarðskjálfta og eldgos. Útræn öfl eru hins vegar veður, vatn, frost, snjór, flóð, þurrkar og annað í þeim dúr. Heiminum er mjög umhugað um útrænu öflin þessi dægrin og hvernig þau geta haft áhrif á lífsskilyrði okkar hér á jörð. Ekki snýst þetta bara um hlýnun, þetta snýst einnig um fótspor okkar mannanna og hvaða áhrif við höfum með okkar lifnaðarháttum á lífríkið og náttúruna eins og við þekkjum hana í dag. Hvað höfum við jarðarbúar gert er spurt, nú út af velsældinni sem við höfum lifað, með því að nýta auðlindir. Staðreyndin er sú að þannig höfum við náð að búa fleirum í heiminum betra líf. Með hugviti okkar höfum við nýtt auðlindir jarðar okkur til hagsbóta og því hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun. Velsældin hefur jafnvel gert það að verkum að við Íslendingar, líkt og hluti jarðarbúa berjumst við offitu en ekki hungur. Heimurinn er einnig tengdur með ferðalögum, fleira fólk rís til menntunar en nokkru sinni áður, barnadauði á heimsvísu hefur minnkað o.s.frv. Hvað getum við jarðarbúar gert? Það er lagt er til að við minnkum neyslu, m.a. mat, föt, tölvur, bíla, ferðalög o.s.frv. Við þurfum þá að færa okkur til lífshátta sem tíðkuðust fyrir um 50 árum síðan. Við þurfum að eignast færri börn, við þurfum að ferðast til vinnu á umhverfisvænan hátt, við þurfum að búa til okkar eigin matvæli, hreint eldsneyti og vera okkur sjálfum aflögufær. Hvað getum við Íslendingar gert? Orkuþörfin við að hita upp Reykjarvíkursvæðið með heitu vatni frá Nesjavöllum, Hellisheiði og úr jarðhitasvæðum í og nærri borginni er um það bil 1.000 MW. Með því að framleiða hreina orku höfum við sparað um og yfir 100 milljarða íslenskra króna á hverju ári miðað við að flytja inn olíu til að hita upp hús á Íslandi. Í dag flytjum við inn eldsneyti fyrir um það 100 milljarða íslenskra króna sem við notum á skip, bíla, tæki og flugvélar. Við getum framleitt hreint eldsneyti og notað þessa milljarða í önnur þjóðþrifaverkefni. Til að framleiða hreint eldsneyti í stað innfluttrar olíu til samgangna þurfum við um 1.000 MW af rafmagni, við þurfum vatn og mögulega koltvísýring og köfnunarefni til að framleiða annað hvort metanól eða ammóníak fyrir þá notkun sem þurfum. Samhliðs þessu getum við framleitt áburð, líkt og hér var gert áður fyrr. Við flytjum inn mat og landbúnaðarafurðir fyrir um það bil 50 milljarða á ári. Við höfum leiðir til að framleiða fisk, þörunga til að fæða fiskinn, grænmeti og annað í þeim dúr til að mæta prótein- og orkuþörf okkar. Við þurfum rafmagn, heitt og kalt vatn og nægjanlegt landrými til að gera þetta. Við höfum allar forsendur til að gera það sem hér að ofan er lýst. Jú, við þurfum að einbeita okkur að því að framleiða meira úr þeim jarðhitavirkjunum sem við eigum og auka framleiðslu þeirra til muna. Þær eru beintengdar innrænum öflum og því hefur hnattræn hlýnun ekki sömu áhrif á þær eins og bráðnum jökla og annað í þeim dúr. Jarðhitinn hefur fært okkur það að fara frá því að vera fátækasta þjóð í Evrópu yfir í að vera sú ríkasta. Jarðhitinn gefur okkur sjálfstæði, hann gefur okkur vaxtartækifæri. Jarðhitinn er fjölnýtanlegur, atvinnuskapandi, hann er endurnýjanlegur. Jarðhitinn notar minnst allra endurnýjanlega orkugjafa af landi undir sína starfsemi, hann hefur litla sjónmengun þegar tekið er tillit til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, vatns, vinds eða sólar. Og við þurfum samhliða þessu að nýta aðrar hreinar orkulindir landsins með skynsömum hætti. Jarðhitauppbyggingin er stór þáttur í þjóðaröryggi Íslands. Áform fráfarandi ríkisstjórnar og það sem lítur út fyrir að vera næsta ríkisstjórn er að leggja loftslagsmálum til 50-60ma. Ég tel mikilvægt að við nýtum það fé í jarðhitauppbyggingu og auðlindagarða byggða í kringum þá uppbyggingu til að stuðla að betri lífskjörum okkar Íslendinga, betra þjóðaröryggi og fleiri og betri tækifærum fyrir komandi kynslóðir. Það er okkar mikilvægasta hlutverk og stærsta tækifæri. Höfundur er jarðfræðingur, stofnandi Orku Energy nú Arctic Energy og stofnandi og forstjóri AEX Gold ltd sem skráð er í Kanada og London. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Orkumál Eldur Ólafsson Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Eitt það fyrsta sem við lærum í jarðfræðinni er hugmyndin um innræn og útræn öfl. Innræn öfl eru þau sem við Íslendingar þekkjum vel, hreyfing jarðskorpunnar, heitir reitir sem við sjáum helst í daglegu lífi sem jarðskjálfta og eldgos. Útræn öfl eru hins vegar veður, vatn, frost, snjór, flóð, þurrkar og annað í þeim dúr. Heiminum er mjög umhugað um útrænu öflin þessi dægrin og hvernig þau geta haft áhrif á lífsskilyrði okkar hér á jörð. Ekki snýst þetta bara um hlýnun, þetta snýst einnig um fótspor okkar mannanna og hvaða áhrif við höfum með okkar lifnaðarháttum á lífríkið og náttúruna eins og við þekkjum hana í dag. Hvað höfum við jarðarbúar gert er spurt, nú út af velsældinni sem við höfum lifað, með því að nýta auðlindir. Staðreyndin er sú að þannig höfum við náð að búa fleirum í heiminum betra líf. Með hugviti okkar höfum við nýtt auðlindir jarðar okkur til hagsbóta og því hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun. Velsældin hefur jafnvel gert það að verkum að við Íslendingar, líkt og hluti jarðarbúa berjumst við offitu en ekki hungur. Heimurinn er einnig tengdur með ferðalögum, fleira fólk rís til menntunar en nokkru sinni áður, barnadauði á heimsvísu hefur minnkað o.s.frv. Hvað getum við jarðarbúar gert? Það er lagt er til að við minnkum neyslu, m.a. mat, föt, tölvur, bíla, ferðalög o.s.frv. Við þurfum þá að færa okkur til lífshátta sem tíðkuðust fyrir um 50 árum síðan. Við þurfum að eignast færri börn, við þurfum að ferðast til vinnu á umhverfisvænan hátt, við þurfum að búa til okkar eigin matvæli, hreint eldsneyti og vera okkur sjálfum aflögufær. Hvað getum við Íslendingar gert? Orkuþörfin við að hita upp Reykjarvíkursvæðið með heitu vatni frá Nesjavöllum, Hellisheiði og úr jarðhitasvæðum í og nærri borginni er um það bil 1.000 MW. Með því að framleiða hreina orku höfum við sparað um og yfir 100 milljarða íslenskra króna á hverju ári miðað við að flytja inn olíu til að hita upp hús á Íslandi. Í dag flytjum við inn eldsneyti fyrir um það 100 milljarða íslenskra króna sem við notum á skip, bíla, tæki og flugvélar. Við getum framleitt hreint eldsneyti og notað þessa milljarða í önnur þjóðþrifaverkefni. Til að framleiða hreint eldsneyti í stað innfluttrar olíu til samgangna þurfum við um 1.000 MW af rafmagni, við þurfum vatn og mögulega koltvísýring og köfnunarefni til að framleiða annað hvort metanól eða ammóníak fyrir þá notkun sem þurfum. Samhliðs þessu getum við framleitt áburð, líkt og hér var gert áður fyrr. Við flytjum inn mat og landbúnaðarafurðir fyrir um það bil 50 milljarða á ári. Við höfum leiðir til að framleiða fisk, þörunga til að fæða fiskinn, grænmeti og annað í þeim dúr til að mæta prótein- og orkuþörf okkar. Við þurfum rafmagn, heitt og kalt vatn og nægjanlegt landrými til að gera þetta. Við höfum allar forsendur til að gera það sem hér að ofan er lýst. Jú, við þurfum að einbeita okkur að því að framleiða meira úr þeim jarðhitavirkjunum sem við eigum og auka framleiðslu þeirra til muna. Þær eru beintengdar innrænum öflum og því hefur hnattræn hlýnun ekki sömu áhrif á þær eins og bráðnum jökla og annað í þeim dúr. Jarðhitinn hefur fært okkur það að fara frá því að vera fátækasta þjóð í Evrópu yfir í að vera sú ríkasta. Jarðhitinn gefur okkur sjálfstæði, hann gefur okkur vaxtartækifæri. Jarðhitinn er fjölnýtanlegur, atvinnuskapandi, hann er endurnýjanlegur. Jarðhitinn notar minnst allra endurnýjanlega orkugjafa af landi undir sína starfsemi, hann hefur litla sjónmengun þegar tekið er tillit til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, vatns, vinds eða sólar. Og við þurfum samhliða þessu að nýta aðrar hreinar orkulindir landsins með skynsömum hætti. Jarðhitauppbyggingin er stór þáttur í þjóðaröryggi Íslands. Áform fráfarandi ríkisstjórnar og það sem lítur út fyrir að vera næsta ríkisstjórn er að leggja loftslagsmálum til 50-60ma. Ég tel mikilvægt að við nýtum það fé í jarðhitauppbyggingu og auðlindagarða byggða í kringum þá uppbyggingu til að stuðla að betri lífskjörum okkar Íslendinga, betra þjóðaröryggi og fleiri og betri tækifærum fyrir komandi kynslóðir. Það er okkar mikilvægasta hlutverk og stærsta tækifæri. Höfundur er jarðfræðingur, stofnandi Orku Energy nú Arctic Energy og stofnandi og forstjóri AEX Gold ltd sem skráð er í Kanada og London.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun