Bíó og sjónvarp

Önnur þátta­röð Tiger King frum­sýnd í nóvember

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Joe Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm í Fort Worth í Texas.
Joe Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm í Fort Worth í Texas. Netflix

Netflix birtu stiklu úr nýrri þáttaröð Tiger King fyrr í dag. Serían er númer tvö í röðinni en sú fyrsta naut gríðarlegra vinsælda um allan heim. Til stendur að frumsýna þáttaröðina þann 17. nóvember næstkomandi.

Söguhetjan, Joe Exotic, sést bregða fyrir í stiklunni en hann er enn í fangelsi. Exotic hlaut 22 ára fangelsisdóm fyrir illa meðferð á dýrum og fyrir að hafa ráðið leigumorðingja í tvígang. Mennina réð hann í því skyni að ráða erkióvin sinn, Carole Baskin, af dögunum. Málið hlaut mikla umfjöllun á sínum tíma og bað tígrisdýrakóngurinn Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna, um að veita sér lausn úr fangelsi. 

Dýragarði Exotic hefur einnig verið lokað og verður því spennandi að sjá hvaða efni framleiðendur þáttanna hyggjast vinna með að þessu sinni, en dýragarðurinn var þungamiðja fyrri þáttaseríunnar. Miðað við stikluna hér að neðan mega aðdáendur eiga von á mikilli dramatík.

Exotic verður ólíklega aðalhlutverkið í nýrri þáttaröð en aðdáendur kannast eflaust við einhverja sem fram koma í stiklunni. Þar má meðal annars sjá Jeff Lowe bregða fyrir en hann hefur lent í útistöðum við yfirvöld eftir nýfundna frægð í kjölfar fyrstu seríu Tiger King. Þá má einnig sjá þá Tim Stark, Allen Glover og James Garretson sem fram komu í fyrstu seríu þáttanna.

Stikluna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Tiger King þættir Amazon hættir í fram­leiðslu?

Svo virðist vera sem ekkert verði úr þáttum í framleiðslu Amazon um dýrahirðinn og dæmda glæpamanninn Joe Exotic, sem vakti mikla athygli í Netflix-heimildaþáttunum Tiger King. Leikarinn Nicolas Cage hafði tekið að sér aðalhlutverkið, sem Joe Exotic, en hann hefur ýjað að því að hann muni ekki fara með hlutverkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.