Hvað þarf til? Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 28. október 2021 11:31 Undanfarna daga hefur verið hávær umræða um byrlun ólyfjan og nauðganir. Margar konur hafa stígið fram og greint frá atvikum þar sem þeim hafi verið byrlað ólyfjan á skemmtanalífinu. Eigendur skemmtistaða hafa talað um byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Margar þessar sögur eiga það sameiginlegt að þolendur upplifa úrræðaleysi, hvort sem það er hjá lögreglunni eða á bráðamóttöku í kjölfar gruns um byrlun. Það er mikilvægt að tryggja hraða og vandaða rannsókn í kynferðisbrotamálum og það er ótrúlega sárt að sjá dómstóla neydda til þess að kveða upp vægari dóma vegna þess að rannsókn kynferðisbrota tekur of langan tíma. Byrlun er í raun frelsissvipting þar sem verið er að hindra frjálsa för viðkomandi með nauðung þar sem verið er að þvinga viðkomandi til að gera eitthvað sem ekki er vilji fyrir og brýtur verulega gegn ákvörðunarrétti viðkomandi yfir eigin líkama. Það er ljóst að slík brot brjóta gegn ákvæðum hegningarlaga. Þegar grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað er nauðsynlegt að ákveðið verklag fari í gang og til þess að bæta sönnunarstöðu brotaþola þarf verklag lögreglu og landspítala að vera hnökralaust til þess að tryggja megi sönnun í þeim málum líkt og dómsmálaráðherra hefur einnig réttilega bent á. Þegar komið er á bráðamóttöku og grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað vekur undrun að blóðsýni séu ekki send undantekningalaust frá bráðamóttöku Landspítalans á rannsóknarstofu Háskóla Íslands til að staðfestingar án þess að beiðni þar um komi beint frá lögreglu. Það verður ekki hjá því litið að byrlun ólyfjan í þeim tilgangi að misnota sér ástand viðkomandi með nauðgun sýnir einbeittann brotavilja Byrlun í þessum tilgangi er ekki ný af nálinni og virðist færast í aukana með sífellt kræfari aðferðum. Það er mikilvægt að endurskoða rannsóknaraðferðir og fyrstu viðbrögð lögreglu og landspítala þegar brotaþoli telur sér hafa verið byrlað. Samhliða þurfum við að taka umræðuna um hvernig við getum komið í veg fyrir að þetta sé að eiga sér stað frekar en að orkan fari öll í að segja að við konur þurfum að passa okkur og drykkina okkar betur þegar við förum út á lífið. Án gerenda eru ekki þolendur og við þurfum að byggja grunninn rétt. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Næturlíf Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið hávær umræða um byrlun ólyfjan og nauðganir. Margar konur hafa stígið fram og greint frá atvikum þar sem þeim hafi verið byrlað ólyfjan á skemmtanalífinu. Eigendur skemmtistaða hafa talað um byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Margar þessar sögur eiga það sameiginlegt að þolendur upplifa úrræðaleysi, hvort sem það er hjá lögreglunni eða á bráðamóttöku í kjölfar gruns um byrlun. Það er mikilvægt að tryggja hraða og vandaða rannsókn í kynferðisbrotamálum og það er ótrúlega sárt að sjá dómstóla neydda til þess að kveða upp vægari dóma vegna þess að rannsókn kynferðisbrota tekur of langan tíma. Byrlun er í raun frelsissvipting þar sem verið er að hindra frjálsa för viðkomandi með nauðung þar sem verið er að þvinga viðkomandi til að gera eitthvað sem ekki er vilji fyrir og brýtur verulega gegn ákvörðunarrétti viðkomandi yfir eigin líkama. Það er ljóst að slík brot brjóta gegn ákvæðum hegningarlaga. Þegar grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað er nauðsynlegt að ákveðið verklag fari í gang og til þess að bæta sönnunarstöðu brotaþola þarf verklag lögreglu og landspítala að vera hnökralaust til þess að tryggja megi sönnun í þeim málum líkt og dómsmálaráðherra hefur einnig réttilega bent á. Þegar komið er á bráðamóttöku og grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað vekur undrun að blóðsýni séu ekki send undantekningalaust frá bráðamóttöku Landspítalans á rannsóknarstofu Háskóla Íslands til að staðfestingar án þess að beiðni þar um komi beint frá lögreglu. Það verður ekki hjá því litið að byrlun ólyfjan í þeim tilgangi að misnota sér ástand viðkomandi með nauðgun sýnir einbeittann brotavilja Byrlun í þessum tilgangi er ekki ný af nálinni og virðist færast í aukana með sífellt kræfari aðferðum. Það er mikilvægt að endurskoða rannsóknaraðferðir og fyrstu viðbrögð lögreglu og landspítala þegar brotaþoli telur sér hafa verið byrlað. Samhliða þurfum við að taka umræðuna um hvernig við getum komið í veg fyrir að þetta sé að eiga sér stað frekar en að orkan fari öll í að segja að við konur þurfum að passa okkur og drykkina okkar betur þegar við förum út á lífið. Án gerenda eru ekki þolendur og við þurfum að byggja grunninn rétt. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun