Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 15:14 Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað hrekkjavökubúninga úr sjónvarpsþáttunum Squid Game. Barnið á myndinni er einmitt klætt í slíkan búning. Getty/Chung Sung-Jun Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. Suðurkóresku þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda frá því að þeir voru frumsýndir á Netflix í síðasta mánuði. Þættirnir fjalla um stórskuldugt fólk sem keppir í ýmsum barnaleikjum fyrir háar fjárhæðir í vinning. Leikirnir eru ekki hefðbundnir og mikið í húfi en takist leikmönnum ekki að klára leikina eða vinna þá eru þeir drepnir. Strax eftir frumsýningu fóru hrekkjavökubúningar úr sjónvarpsþáttunum að skjóta upp kollinum í verslunum, jafnvel í barnastærðum. Grunnskólarnir þrír í New York hafa tekið málið heljartaki og tilkynnt foreldrum að búningarnir flokkist sem of hræðilegir búningar. Samkvæmt reglum skólasvæðisins Fayetteville-Manlius í New York eru allir hrekkjavökubúningar sem sýna vopn eða þau sem teljast of ógeðslegir eða hræðilegir bannaðir. Craig Tice, stjórnandi skólasvæðisins, sagði í samtali við CBS News í dag að búningarnir flokkuðust undir það. Ástandið í skólum hafi þá versnað talsvert síðan þættirnir komu út. Nemendur hafi jafnvel verið að endurleika senur úr þáttunum í frímínútum. Þessir leikir væru að mati Tice ekki viðeigandi þar sem mikið ofbeldi tengdist þeim. Í Bandaríkjunum eru þættirnir bannaðir börnum undir sautján ára aldri en þrátt fyrir það hafa einhverjir foreldrar kvartað undan banninu. Á Bretlandi hafa kennarar lýst því að börn allt niður í sex ára aldur sést leika sér í þeim leikjum sem farið er í, í þáttunum. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hrekkjavaka Suður-Kórea Netflix Tengdar fréttir Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10 Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. 13. október 2021 11:34 Ofbeldisfullt sjónvarpsefni vinsælt meðal unglinga: „Þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni“ Forstöðumaður í félagsmiðstöð segir að á hverjum einasta degi biðji krakkar um að fá að horfa á hina sívinsælu og ofbeldisfullu þætti - Squid Game. Hann segir mikilvægt að samtal fari fram um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. 12. október 2021 21:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Suðurkóresku þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda frá því að þeir voru frumsýndir á Netflix í síðasta mánuði. Þættirnir fjalla um stórskuldugt fólk sem keppir í ýmsum barnaleikjum fyrir háar fjárhæðir í vinning. Leikirnir eru ekki hefðbundnir og mikið í húfi en takist leikmönnum ekki að klára leikina eða vinna þá eru þeir drepnir. Strax eftir frumsýningu fóru hrekkjavökubúningar úr sjónvarpsþáttunum að skjóta upp kollinum í verslunum, jafnvel í barnastærðum. Grunnskólarnir þrír í New York hafa tekið málið heljartaki og tilkynnt foreldrum að búningarnir flokkist sem of hræðilegir búningar. Samkvæmt reglum skólasvæðisins Fayetteville-Manlius í New York eru allir hrekkjavökubúningar sem sýna vopn eða þau sem teljast of ógeðslegir eða hræðilegir bannaðir. Craig Tice, stjórnandi skólasvæðisins, sagði í samtali við CBS News í dag að búningarnir flokkuðust undir það. Ástandið í skólum hafi þá versnað talsvert síðan þættirnir komu út. Nemendur hafi jafnvel verið að endurleika senur úr þáttunum í frímínútum. Þessir leikir væru að mati Tice ekki viðeigandi þar sem mikið ofbeldi tengdist þeim. Í Bandaríkjunum eru þættirnir bannaðir börnum undir sautján ára aldri en þrátt fyrir það hafa einhverjir foreldrar kvartað undan banninu. Á Bretlandi hafa kennarar lýst því að börn allt niður í sex ára aldur sést leika sér í þeim leikjum sem farið er í, í þáttunum.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hrekkjavaka Suður-Kórea Netflix Tengdar fréttir Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10 Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. 13. október 2021 11:34 Ofbeldisfullt sjónvarpsefni vinsælt meðal unglinga: „Þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni“ Forstöðumaður í félagsmiðstöð segir að á hverjum einasta degi biðji krakkar um að fá að horfa á hina sívinsælu og ofbeldisfullu þætti - Squid Game. Hann segir mikilvægt að samtal fari fram um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. 12. október 2021 21:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10
Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. 13. október 2021 11:34
Ofbeldisfullt sjónvarpsefni vinsælt meðal unglinga: „Þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni“ Forstöðumaður í félagsmiðstöð segir að á hverjum einasta degi biðji krakkar um að fá að horfa á hina sívinsælu og ofbeldisfullu þætti - Squid Game. Hann segir mikilvægt að samtal fari fram um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. 12. október 2021 21:00