Segir rétt viðbrögð hafa skipt sköpum Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2021 15:35 Vestmannaey og Bergey við bryggju í Norðfirði. Síldarvinnslan/Smári Geirsson Rétt viðbrögð skiptu sköpum eftir að eldur kom upp í ísfisktogaranum Vestmannaey VE í gær. Það segir skipstjóri togarans en eldurinn hófst á sprengingu í vélarrúminu var skipið þá austur af landinu. Það var dregið til hafnar í Norðfirði. Í grein á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Birgi Þór Sverrissyni, skipstjóra, að sveifarás hafi spýst úr annarri vél skipsins og mikill eldur hafi verið laus. „Ég tel að snögg og góð viðbrögð hafi komið í veg fyrir að þarna færi verr. Áhöfnin stóð sig frábærlega og var yfirveguð allan tímann,“ segir Birgir á vefnum. Hann telur fagmannleg viðbrögð hafa skipt öllu máli og segir áhöfn skipsins byggja á góðum grunni frá Slysavarnaskóla sjómanna. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri Vestmannaeyjar.Síldarvinnslan/Guðmundur Alfreðsson Birgir segir að sprengingin hafi orðið klukkan 15:30 í gær. Vélstjóri Vestmannaeyjar hafi strax hlaupið niður í vélarúm og sprautað á eldinn úr slökkvitæki. Þegar hann hafi séð að það dygði ekki til var rýminu lokað. Eldvarnarkerfi skipsins hafi verið virkjað og neyðaráætlun þess sömuleiðis. Allri áhöfninni hafi verið komið á mótstað fyrir aftan brúnna, loftinntökum vélarúmsins hafi verið lokað og drepið á vélarúmsblásurum og eldsneytisdælur stöðvaðar. Því næst hafi verið kveikt á slökkvikerfi vélarúmsins þegar búið hafi verið að tryggja að ekkert súrefni bærist þangað inn. Kerfið virkar á þann veg að það eyðir öllu súrefni rýmisins svo eldurinn kafnar. „Við höfðum strax samband við landhelgisgæsluna og einnig slökkviliðsstjóra í Reykjavík og fengum þar góð ráð en við töldum fljótlega að eldurinn væri slökktur. Strax og menn gerðu sér grein fyrir hvað var að gerast var haft samband við Bergey VE sem var að veiðum skammt frá okkur.“ Áhöfn Bergeyjar hífði strax og var komið að hlið Vestmannaeyjar fjörutíu mínútum síðar. Meðan verið var að draga Vestmannaey til hafnar sendi Slökkvilið Fjarðabyggðar slökkviliðsmenn til móts við skipin um borð í hafnsögubátnum Vetti. Þeir voru með hitamyndavél og hún sýndi að líklegast væri enginn eldur um borð í Vestmannaey en mikill hiti væri í vélarúminu. Það var svo opnað við bryggju í nótt og sannaðist að eldurinn var kulnaður. Í lok greinarinnar á vef Síldarvinnslunnar færir Birgir áhöfn Bergeyjar, Landhelgisgæslunni, Slökkviliði Fjarðabyggðar og áhöfninni á Vetti þakkir fyrir aðstoðina. Hann segir vélar skipsins hafa orðið fyrir miklu tjóni og nú verið farið að huga að viðgerð. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. 28. október 2021 06:58 Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist. 27. október 2021 23:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Í grein á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Birgi Þór Sverrissyni, skipstjóra, að sveifarás hafi spýst úr annarri vél skipsins og mikill eldur hafi verið laus. „Ég tel að snögg og góð viðbrögð hafi komið í veg fyrir að þarna færi verr. Áhöfnin stóð sig frábærlega og var yfirveguð allan tímann,“ segir Birgir á vefnum. Hann telur fagmannleg viðbrögð hafa skipt öllu máli og segir áhöfn skipsins byggja á góðum grunni frá Slysavarnaskóla sjómanna. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri Vestmannaeyjar.Síldarvinnslan/Guðmundur Alfreðsson Birgir segir að sprengingin hafi orðið klukkan 15:30 í gær. Vélstjóri Vestmannaeyjar hafi strax hlaupið niður í vélarúm og sprautað á eldinn úr slökkvitæki. Þegar hann hafi séð að það dygði ekki til var rýminu lokað. Eldvarnarkerfi skipsins hafi verið virkjað og neyðaráætlun þess sömuleiðis. Allri áhöfninni hafi verið komið á mótstað fyrir aftan brúnna, loftinntökum vélarúmsins hafi verið lokað og drepið á vélarúmsblásurum og eldsneytisdælur stöðvaðar. Því næst hafi verið kveikt á slökkvikerfi vélarúmsins þegar búið hafi verið að tryggja að ekkert súrefni bærist þangað inn. Kerfið virkar á þann veg að það eyðir öllu súrefni rýmisins svo eldurinn kafnar. „Við höfðum strax samband við landhelgisgæsluna og einnig slökkviliðsstjóra í Reykjavík og fengum þar góð ráð en við töldum fljótlega að eldurinn væri slökktur. Strax og menn gerðu sér grein fyrir hvað var að gerast var haft samband við Bergey VE sem var að veiðum skammt frá okkur.“ Áhöfn Bergeyjar hífði strax og var komið að hlið Vestmannaeyjar fjörutíu mínútum síðar. Meðan verið var að draga Vestmannaey til hafnar sendi Slökkvilið Fjarðabyggðar slökkviliðsmenn til móts við skipin um borð í hafnsögubátnum Vetti. Þeir voru með hitamyndavél og hún sýndi að líklegast væri enginn eldur um borð í Vestmannaey en mikill hiti væri í vélarúminu. Það var svo opnað við bryggju í nótt og sannaðist að eldurinn var kulnaður. Í lok greinarinnar á vef Síldarvinnslunnar færir Birgir áhöfn Bergeyjar, Landhelgisgæslunni, Slökkviliði Fjarðabyggðar og áhöfninni á Vetti þakkir fyrir aðstoðina. Hann segir vélar skipsins hafa orðið fyrir miklu tjóni og nú verið farið að huga að viðgerð.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. 28. október 2021 06:58 Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist. 27. október 2021 23:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. 28. október 2021 06:58
Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist. 27. október 2021 23:01