Kári fagnaði framan í Framara og var vikið af velli: „Ég hefði orðið brjálaður“ Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 10:00 Kári Kristján Kristjánsson ögraði Frömurum eftir að hafa skorað mark í Safamýrinni og fékk að lokum tveggja mínútna brottvísun. Stöð 2 Sport Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var sendur í kælingu eftir að hafa fagnað marki fyrir ÍBV gegn Fram af miklum móð. Silfurdrengirnir í sérfræðingateymi Seinni bylgjunnar voru afar ósammála dómaranum. Kári gerði vel þegar hann jafnaði metin fyrir ÍBV í 15-15 gegn Fram í Safamýrinni á föstudaginn, í Olís-deild karla í handbolta. Hann hristi Þorvald Tryggvason af sér, skoraði og fagnaði svo með ástríðufullum en ögrandi hætti fyrir framan varamannabekk Framara. Fyrir það fékk hann tveggja mínútna brottvísun. Klippa: Seinni bylgjan - Kári Kristján fagnaði og fékk tvær „Það er smá aðdragandi að þessu. Þeir [Framarar] voru búnir að fá að djöflast alveg í honum hægri-vinstri, og hann var ekki sáttur. Svo færðu svona mark þar sem hann alveg „feisar“ þá… Við viljum svona líka. Við viljum ástríðu og hita í þetta. Mér finnst galið að hann hafi fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Róbert Gunnarsson í Seinni bylgjunni. „Ekki eins og að hann sé að hrauna yfir þá“ „Hann er bara að segja „hvað?“ Hann segir „hvað?“ þrisvar sinnum. Það er ekki eins og að hann sé að hrauna yfir þá eða gera einhvern andskotann. Höfum ástríðu í þessu. Leyfum þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, hjartanlega sammála Róberti. „Ég hefði orðið brjálaður ef að ég væri hann,“ sagði Róbert. Þó að Eyjamenn hafi leikið manni færri í tvær mínútur vegna atviksins þá voru sérfræðingarnir á því að atvikið hefði almennt haft betri áhrif á Eyjaliðið en heimamenn: „Það myndast einhver svona kaos, og það er enginn betri í kaos en ÍBV. Þetta er vopn og þeir kunna að nota það,“ sagði Ásgeir. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Fram Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Kári gerði vel þegar hann jafnaði metin fyrir ÍBV í 15-15 gegn Fram í Safamýrinni á föstudaginn, í Olís-deild karla í handbolta. Hann hristi Þorvald Tryggvason af sér, skoraði og fagnaði svo með ástríðufullum en ögrandi hætti fyrir framan varamannabekk Framara. Fyrir það fékk hann tveggja mínútna brottvísun. Klippa: Seinni bylgjan - Kári Kristján fagnaði og fékk tvær „Það er smá aðdragandi að þessu. Þeir [Framarar] voru búnir að fá að djöflast alveg í honum hægri-vinstri, og hann var ekki sáttur. Svo færðu svona mark þar sem hann alveg „feisar“ þá… Við viljum svona líka. Við viljum ástríðu og hita í þetta. Mér finnst galið að hann hafi fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Róbert Gunnarsson í Seinni bylgjunni. „Ekki eins og að hann sé að hrauna yfir þá“ „Hann er bara að segja „hvað?“ Hann segir „hvað?“ þrisvar sinnum. Það er ekki eins og að hann sé að hrauna yfir þá eða gera einhvern andskotann. Höfum ástríðu í þessu. Leyfum þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, hjartanlega sammála Róberti. „Ég hefði orðið brjálaður ef að ég væri hann,“ sagði Róbert. Þó að Eyjamenn hafi leikið manni færri í tvær mínútur vegna atviksins þá voru sérfræðingarnir á því að atvikið hefði almennt haft betri áhrif á Eyjaliðið en heimamenn: „Það myndast einhver svona kaos, og það er enginn betri í kaos en ÍBV. Þetta er vopn og þeir kunna að nota það,“ sagði Ásgeir. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Fram Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira