Skólastjórnendur og bæjaryfirvöld neita að tjá sig um kærurnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. nóvember 2021 07:00 Atvikið átti sér stað þann 16. desember í fyrra. skjáskot/ja.is Hvorki kjörnir fulltrúar né starfsmenn Suðurnesjabæjar vilja tjá sig um lögreglurannsókn sem nú stendur yfir og beinist að fjórum starfsmönnum Gerðaskóla. Móðir stúlku með ADHD kærði starfsmennina fyrir vonda meðferð á dóttur sinni en hún segist hafa horft á einn þeirra snúa hana niður í gólfið fyrir að hafa klórað út í loftið í átt að sér og segir skólann oft hafa lokað dóttur hennar inni í því sem skólinn kallar „hvíldarherbergi". Magnús Stefánsson, bæjarstjórinn, segist meðvitaður um málið en vill ekki tjá sig um það á meðan það er í rannsókn hjá lögreglu. „Þetta mál er í meðferð hjá þeim núna og við höfum ákveðið að vera ekki að tjá okkur um það á meðan. Auðvitað eru allir að vinna í þessu,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Magnús Stefánsson er bæjarstjóri SuðurnesjabæjarSuðurnesjabær Er málið litið alvarlegum augum? „Hvort sem það er þetta mál eða einhver önnur af þessu tagi þar sem lögregla er komin í það, þá hlýtur maður að líta það alvarlegum augum.“ Fríða Stefánsdóttir, formaður bæjarráðs, vildi þá ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni og vísaði öllum spurningum um það frá sér. Og það sama virðist eiga við um starfsmenn sveitarfélagsins hjá fjölskyldusviði sem hafði málið á sinni könnu. Guðbjörg Sveinsdóttir deildarstjóri og Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs hafa hvorugar verið við þegar fréttastofa hefur hringt á skrifstofu sveitarfélagsins til að reyna að ná í þær á skrifstofutíma síðustu vikuna. Hvorug hefur þá svarað skriflegri fyrirspurn um málið frá því í byrjun síðustu viku þrátt fyrir ítrekun í byrjun þessarar viku. Skólastjórnendur vilja ekki láta ná í sig Hvorki Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri Gerðaskóla, né Guðjón Árni Antoníusson aðstoðarskólastjóri hafa þá svarað ítrekuðum símtölum frá því í byrjun síðustu viku og ekki verið við eða verið upptekin þegar reynt var að ná í þau í símanúmeri skólans. Eva Björk hefur ekki svarað fyrirspurn um málið í gegn um tölvupóst heldur en sendi foreldrum og forráðamönnum barna í skólanum þó tölvupóst um málið nýlega. „Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar síðustu daga um starfsemi og starfsfólk Gerðaskóla vilja skólastjóri og bæjaryfirvöld koma því á framfæri að málið er í farvegi og er unnið að lausn á því,“ segir hún í póstinum. „Hvorki skólinn né bæjaryfirvöld geta tjáð sig um það að svo stöddu. Mikilvægt er að almennt skólastarf haldi áfram með sem eðlilegustum hætti og að líðan nemenda sé höfð að leiðarljósi.“ Læst inni í litlu gluggalausu herbergi Íris Dögg Ásmundsdóttir steig fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku og greindi frá því að hún hefði kært starfsmenn skólans. Hún segist hafa horft á einn starfsmanninn snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Lögregla hefur staðfest að einn starfsmaður í skóla í umdæminu sé grunaður um ofbeldi gegn barni. Rannsókninni miði ágætlega. Dóttir Írisar er með ADHD og var að hennar sögn oft tekin úr tímum og færð í það sem skólinn kallar sérstakt „hvíldarherbergi". Móðir hennar taldi að þar væri um að ræða notalegan stað þar sem auðvelt væri að slaka á. Glugga var að sögn Írisar komið fyrir síðar á hurð herbergisins, í augnhæð fullorðinna, eftir umkvartanir hennar.aðsend Þegar hún var síðan kölluð inn af skólanum í desember í fyrra sá hún hins vegar að umrætt herbergi væri ekki annað en pínulítið og tómt herbergi, án loftræstingar með skærri lýsingu og bergmáli. Þar var hvergi hægt að setjast niður nema á einn grjónapúða sem lá á gólfinu og engir gluggar á því. Suðurnesjabær Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Lögreglumál Tengdar fréttir Segist hafa horft á starfsmann skólans snúa dóttur sína niður Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi. 8. nóvember 2021 19:34 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Magnús Stefánsson, bæjarstjórinn, segist meðvitaður um málið en vill ekki tjá sig um það á meðan það er í rannsókn hjá lögreglu. „Þetta mál er í meðferð hjá þeim núna og við höfum ákveðið að vera ekki að tjá okkur um það á meðan. Auðvitað eru allir að vinna í þessu,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Magnús Stefánsson er bæjarstjóri SuðurnesjabæjarSuðurnesjabær Er málið litið alvarlegum augum? „Hvort sem það er þetta mál eða einhver önnur af þessu tagi þar sem lögregla er komin í það, þá hlýtur maður að líta það alvarlegum augum.“ Fríða Stefánsdóttir, formaður bæjarráðs, vildi þá ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni og vísaði öllum spurningum um það frá sér. Og það sama virðist eiga við um starfsmenn sveitarfélagsins hjá fjölskyldusviði sem hafði málið á sinni könnu. Guðbjörg Sveinsdóttir deildarstjóri og Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs hafa hvorugar verið við þegar fréttastofa hefur hringt á skrifstofu sveitarfélagsins til að reyna að ná í þær á skrifstofutíma síðustu vikuna. Hvorug hefur þá svarað skriflegri fyrirspurn um málið frá því í byrjun síðustu viku þrátt fyrir ítrekun í byrjun þessarar viku. Skólastjórnendur vilja ekki láta ná í sig Hvorki Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri Gerðaskóla, né Guðjón Árni Antoníusson aðstoðarskólastjóri hafa þá svarað ítrekuðum símtölum frá því í byrjun síðustu viku og ekki verið við eða verið upptekin þegar reynt var að ná í þau í símanúmeri skólans. Eva Björk hefur ekki svarað fyrirspurn um málið í gegn um tölvupóst heldur en sendi foreldrum og forráðamönnum barna í skólanum þó tölvupóst um málið nýlega. „Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar síðustu daga um starfsemi og starfsfólk Gerðaskóla vilja skólastjóri og bæjaryfirvöld koma því á framfæri að málið er í farvegi og er unnið að lausn á því,“ segir hún í póstinum. „Hvorki skólinn né bæjaryfirvöld geta tjáð sig um það að svo stöddu. Mikilvægt er að almennt skólastarf haldi áfram með sem eðlilegustum hætti og að líðan nemenda sé höfð að leiðarljósi.“ Læst inni í litlu gluggalausu herbergi Íris Dögg Ásmundsdóttir steig fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku og greindi frá því að hún hefði kært starfsmenn skólans. Hún segist hafa horft á einn starfsmanninn snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Lögregla hefur staðfest að einn starfsmaður í skóla í umdæminu sé grunaður um ofbeldi gegn barni. Rannsókninni miði ágætlega. Dóttir Írisar er með ADHD og var að hennar sögn oft tekin úr tímum og færð í það sem skólinn kallar sérstakt „hvíldarherbergi". Móðir hennar taldi að þar væri um að ræða notalegan stað þar sem auðvelt væri að slaka á. Glugga var að sögn Írisar komið fyrir síðar á hurð herbergisins, í augnhæð fullorðinna, eftir umkvartanir hennar.aðsend Þegar hún var síðan kölluð inn af skólanum í desember í fyrra sá hún hins vegar að umrætt herbergi væri ekki annað en pínulítið og tómt herbergi, án loftræstingar með skærri lýsingu og bergmáli. Þar var hvergi hægt að setjast niður nema á einn grjónapúða sem lá á gólfinu og engir gluggar á því.
Suðurnesjabær Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Lögreglumál Tengdar fréttir Segist hafa horft á starfsmann skólans snúa dóttur sína niður Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi. 8. nóvember 2021 19:34 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Segist hafa horft á starfsmann skólans snúa dóttur sína niður Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi. 8. nóvember 2021 19:34
Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00