Orkuveitan hagnaðist um ellefu milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 22. nóvember 2021 22:27 Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Samstæða Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hagnaðist um 10,9 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður nam 744 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. 10,6 milljarða króna sveifla var í verðmæti langtíma raforkusölusamninga OR á tímabilinu vegna hækkunar álverðs. Árshlutareikningur OR samstæðunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2021 var samþykktur af stjórn OR í dag. Auk móðurfélagsins eru innan samstæðunnar Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Samstæðan hagnaðist um 2,1 milljarð króna á síðasta ársfjórðungi. Heildarafkoma samstæðunnar á tímabilinu 1. janúar til 30. september 2021 nam 12,2 milljörðum króna en var 8,1 milljarður á sama tímabili árið 2020. Þróun álverðs haft mikil áhrif á reiknaða afkomu Þar sem hluti raforkusölu OR er tengdur álverði kom lækkað mat á verðmæti slíkra raforkusamningasamninga niður á reiknaðri afkomu OR á árinu 2020 þegar álverð tók dýfu við upphaf kórónuveirufaraldursins. Á yfirstandandi ári hefur álverð hins vegar hækkað talsvert og mat OR á verðmæti samninganna breyst í samræmi við það. Eftir fyrstu níu mánuði ársins 2020 var verðmæti þessara langtímasamninga tengdra álverði metið hafa lækkað um 2,75 milljarða en í rekstrarreikningi yfirstandandi árs er það talið hafa vaxið um 7,86 milljarða króna. Sveiflan milli ára í þessari reiknuðu stærð uppgjörsins nemur því liðlega 10,6 milljörðum króna. Vöxtur í tekjum allra starfsþátta Fram kemur í tilkynningu frá OR að rekstrarkostnaður hafi lækkað um rúm 6% milli ára og hagstæðar ytri aðstæður á borð við hærra álverð og lægri vextir skili sér í bættri afkomu. Tekjur allra starfsþátta vaxa milli ára og rekstrarhagnaður (EBIT) nemur 14,4 milljörðum króna en var 11,2 milljarða fyrstu níu mánuðina 2020. Handbært fé frá rekstri OR og dótturfélaganna nam 21,8 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins en var 19,4 milljarðar á sama tímabili 2020. Útgjöld vegna raforkukaupa og flutnings rafmagns lækka lítillega á milli ára og sömuleiðis launakostnaður en annar rekstrarkostnaður dregst saman um tæpan fimmtung. Vatnsgjald helst óbreytt „Ef við lítum fram hjá reiknuðum stærðum í uppgjörinu þá væri rekstrarafkoman jákvæð um sex milljarða króna. Það er eðlilegur afrakstur af því fé sem eigendur hafa bundið í starfseminni,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í tilkynningu. „Vegna þessa árangurs í rekstrinum getum við haldið áfram að bjóða þjónustuna á tiltölulega lágu verði. Nýlega lækkuðu tengigjöld Veitna og nú liggur fyrir að raunlækkun verður á kalda vatninu með því að vatnsgjald heimila verður óbreytt á næsta ári. Um leið leyfir traust fjárhagsstaða okkur að tryggja gæði þjónustunnar, þróun og uppbyggingu.“ Orkumál Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Árshlutareikningur OR samstæðunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2021 var samþykktur af stjórn OR í dag. Auk móðurfélagsins eru innan samstæðunnar Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Samstæðan hagnaðist um 2,1 milljarð króna á síðasta ársfjórðungi. Heildarafkoma samstæðunnar á tímabilinu 1. janúar til 30. september 2021 nam 12,2 milljörðum króna en var 8,1 milljarður á sama tímabili árið 2020. Þróun álverðs haft mikil áhrif á reiknaða afkomu Þar sem hluti raforkusölu OR er tengdur álverði kom lækkað mat á verðmæti slíkra raforkusamningasamninga niður á reiknaðri afkomu OR á árinu 2020 þegar álverð tók dýfu við upphaf kórónuveirufaraldursins. Á yfirstandandi ári hefur álverð hins vegar hækkað talsvert og mat OR á verðmæti samninganna breyst í samræmi við það. Eftir fyrstu níu mánuði ársins 2020 var verðmæti þessara langtímasamninga tengdra álverði metið hafa lækkað um 2,75 milljarða en í rekstrarreikningi yfirstandandi árs er það talið hafa vaxið um 7,86 milljarða króna. Sveiflan milli ára í þessari reiknuðu stærð uppgjörsins nemur því liðlega 10,6 milljörðum króna. Vöxtur í tekjum allra starfsþátta Fram kemur í tilkynningu frá OR að rekstrarkostnaður hafi lækkað um rúm 6% milli ára og hagstæðar ytri aðstæður á borð við hærra álverð og lægri vextir skili sér í bættri afkomu. Tekjur allra starfsþátta vaxa milli ára og rekstrarhagnaður (EBIT) nemur 14,4 milljörðum króna en var 11,2 milljarða fyrstu níu mánuðina 2020. Handbært fé frá rekstri OR og dótturfélaganna nam 21,8 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins en var 19,4 milljarðar á sama tímabili 2020. Útgjöld vegna raforkukaupa og flutnings rafmagns lækka lítillega á milli ára og sömuleiðis launakostnaður en annar rekstrarkostnaður dregst saman um tæpan fimmtung. Vatnsgjald helst óbreytt „Ef við lítum fram hjá reiknuðum stærðum í uppgjörinu þá væri rekstrarafkoman jákvæð um sex milljarða króna. Það er eðlilegur afrakstur af því fé sem eigendur hafa bundið í starfseminni,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í tilkynningu. „Vegna þessa árangurs í rekstrinum getum við haldið áfram að bjóða þjónustuna á tiltölulega lágu verði. Nýlega lækkuðu tengigjöld Veitna og nú liggur fyrir að raunlækkun verður á kalda vatninu með því að vatnsgjald heimila verður óbreytt á næsta ári. Um leið leyfir traust fjárhagsstaða okkur að tryggja gæði þjónustunnar, þróun og uppbyggingu.“
Orkumál Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira