Fílabeinsturninn og Landspítali Ágúst Kristján Steinarrsson skrifar 25. nóvember 2021 21:30 Þau sem stödd eru í fílabeinsturni, vita sjaldnast af því. Þannig skynja þau jafnvel ekki forréttindi sín, gera sér ekki grein fyrir takmörkunum sínum og sjá óskýrt stöðu mála. Þessu hef ég kynnst af eigin raun. Þegar ég hóf störf sem sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi hóf ég samhliða að starfa sem jöklaleiðsögumaður í hlutastarfi. Þar fór ég með ferðamenn í ævintýraferðir á jökla, með brodda á fótum og belti um mitti. Jöklastarfið var um margt merkilegt þar sem ég fékk að upplifa skemmtilegasta starf í heimi, enda umkringdur jákvæðum ferðamönnum, íslenskri náttúru og samhuga samstarfsmönnum. En það var annað sem ég fékk að upplifa sem var ansi merkilegt. Ég var í framlínustarfi. Stökkið frá toppi turnsins var ansi langt þar sem ég var allt í einu í framvarðasveitinni. Fram að þeim tíma hafði ég alltaf starfað ofarlega á stjórnunarstigi vinnustaða, sem verkefnastjóri, stjórnandi og ráðgjafi. Á tíðum var ég fullkomlega ómeðvitaður um fílabeinsturninn sem ég var í. Þar var ég að taka ákvarðanir og innleiða breytingar eftir bestu vitund, mestu einlægni og vilja til þess að hafa áhrif til umbóta. Svo var ég allt í einu starfsmaður á plani. Starfmaður sem var farinn að fá tölvupósta, frá fólki sem ég hafði ekki séð, um hagræðingar og aðhald, skipuritsbreytingar, gildi og nýja stefnu. Á sama tíma var ekki hlustað á óskir starfsfólks um nauðsynlegar lagfæringar á húsnæði og almennar tillögur um umbætur. Um leið og ég var að furða mig á þessum hvötum stjórnenda áttaði ég mig á því að ég var einu sinni á nákvæmlega sama stað og hafði í blindni sent svipaðar tilkynningar til míns starfsfólks. Jöklaleiðsögnin reyndist mér verðmætur skóli og hefur haft töluverð áhrif á mig sem ráðgjafa. Þegar ég starfa með stjórnendum í dag, reyni ég eins og best ég get, að setja mig inn í hugarheim starfsfólks. Svo að stjórnendur sem ég starfa með séu ekki fastir í fílabeinsturninum. Til þessa hafa nokkur lykilatriði reynst vel, en þau eru helst að hafa réttar upplýsingar um starfsemina, hafa virkt samtal við starfsfólk og, það sem ég tel mikilvægast, treysta þeim og láta þá finna fyrir því trausti. Setjum þetta í samhengi. Ljóst er að rík hætta er á of mikilli fjarlægð frá stjórnvaldi til stjórnenda og starfsmanna stofnana landsins. Nærtækasta dæmið í dag er staða Landspítala. Opinber umræða þar gefur til kynna að upplifanir ráðherra og ráðuneytis annars vegar og stjórnenda/starfsfólks spítalans séu ólíkar. Eflaust eru til staðar einhverjir mælikvarðar sem lesið er í en á móti má spyrja hversu virkt samtalið er við fólkið í framlínunni. Velta má því upp hvort stjórnvöld myndu haga málum öðruvísi, t.d. ef þau myndu sitja vikulega stöðufundi stjórnenda þar sem farið er yfir stöðu og álag spítalans. Það þarf ekki að sitja marga slíka fundi til að fá álagið beint í æð – sem gæti kveikt í nýjum vilja til umbóta. Þá myndu viðbrögð stjórnvalda kannski vera af þeim toga að starfsfólki finnist því vera treyst fyrir starfi sínu. Vandinn við fílabeinsturninn er að það er erfitt að átta sig á því að maður sitji á toppi hans. Það get ég vottað fyrir. Hvatir eru einlægar og trúin á því að maður sé að starfa í allra hag er yfirgnæfandi. Þannig er maður jafnvel blindaður af eigin góðmennsku, þannig að maður sér ekki veikleika eigin aðgerða. Samt eru allir vissulega að gera sitt besta. Það má segja að þessi skrif séu skrifuð úr mínum fílabeinsturni. En ég get aftur á móti fullyrt að starfsfólk á plani veit margt og á þau má hlusta. Höfundur er stjórnunarráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Sjá meira
Þau sem stödd eru í fílabeinsturni, vita sjaldnast af því. Þannig skynja þau jafnvel ekki forréttindi sín, gera sér ekki grein fyrir takmörkunum sínum og sjá óskýrt stöðu mála. Þessu hef ég kynnst af eigin raun. Þegar ég hóf störf sem sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi hóf ég samhliða að starfa sem jöklaleiðsögumaður í hlutastarfi. Þar fór ég með ferðamenn í ævintýraferðir á jökla, með brodda á fótum og belti um mitti. Jöklastarfið var um margt merkilegt þar sem ég fékk að upplifa skemmtilegasta starf í heimi, enda umkringdur jákvæðum ferðamönnum, íslenskri náttúru og samhuga samstarfsmönnum. En það var annað sem ég fékk að upplifa sem var ansi merkilegt. Ég var í framlínustarfi. Stökkið frá toppi turnsins var ansi langt þar sem ég var allt í einu í framvarðasveitinni. Fram að þeim tíma hafði ég alltaf starfað ofarlega á stjórnunarstigi vinnustaða, sem verkefnastjóri, stjórnandi og ráðgjafi. Á tíðum var ég fullkomlega ómeðvitaður um fílabeinsturninn sem ég var í. Þar var ég að taka ákvarðanir og innleiða breytingar eftir bestu vitund, mestu einlægni og vilja til þess að hafa áhrif til umbóta. Svo var ég allt í einu starfsmaður á plani. Starfmaður sem var farinn að fá tölvupósta, frá fólki sem ég hafði ekki séð, um hagræðingar og aðhald, skipuritsbreytingar, gildi og nýja stefnu. Á sama tíma var ekki hlustað á óskir starfsfólks um nauðsynlegar lagfæringar á húsnæði og almennar tillögur um umbætur. Um leið og ég var að furða mig á þessum hvötum stjórnenda áttaði ég mig á því að ég var einu sinni á nákvæmlega sama stað og hafði í blindni sent svipaðar tilkynningar til míns starfsfólks. Jöklaleiðsögnin reyndist mér verðmætur skóli og hefur haft töluverð áhrif á mig sem ráðgjafa. Þegar ég starfa með stjórnendum í dag, reyni ég eins og best ég get, að setja mig inn í hugarheim starfsfólks. Svo að stjórnendur sem ég starfa með séu ekki fastir í fílabeinsturninum. Til þessa hafa nokkur lykilatriði reynst vel, en þau eru helst að hafa réttar upplýsingar um starfsemina, hafa virkt samtal við starfsfólk og, það sem ég tel mikilvægast, treysta þeim og láta þá finna fyrir því trausti. Setjum þetta í samhengi. Ljóst er að rík hætta er á of mikilli fjarlægð frá stjórnvaldi til stjórnenda og starfsmanna stofnana landsins. Nærtækasta dæmið í dag er staða Landspítala. Opinber umræða þar gefur til kynna að upplifanir ráðherra og ráðuneytis annars vegar og stjórnenda/starfsfólks spítalans séu ólíkar. Eflaust eru til staðar einhverjir mælikvarðar sem lesið er í en á móti má spyrja hversu virkt samtalið er við fólkið í framlínunni. Velta má því upp hvort stjórnvöld myndu haga málum öðruvísi, t.d. ef þau myndu sitja vikulega stöðufundi stjórnenda þar sem farið er yfir stöðu og álag spítalans. Það þarf ekki að sitja marga slíka fundi til að fá álagið beint í æð – sem gæti kveikt í nýjum vilja til umbóta. Þá myndu viðbrögð stjórnvalda kannski vera af þeim toga að starfsfólki finnist því vera treyst fyrir starfi sínu. Vandinn við fílabeinsturninn er að það er erfitt að átta sig á því að maður sitji á toppi hans. Það get ég vottað fyrir. Hvatir eru einlægar og trúin á því að maður sé að starfa í allra hag er yfirgnæfandi. Þannig er maður jafnvel blindaður af eigin góðmennsku, þannig að maður sér ekki veikleika eigin aðgerða. Samt eru allir vissulega að gera sitt besta. Það má segja að þessi skrif séu skrifuð úr mínum fílabeinsturni. En ég get aftur á móti fullyrt að starfsfólk á plani veit margt og á þau má hlusta. Höfundur er stjórnunarráðgjafi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar