Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. Skráð atvinnuleysi var 4,9% í október og lækkaði úr 5,0% í september. Ekki var tilkynnt um neinar hópuppsagnir í september og október.
Tvær tilkynningar bárust í ágúst þar sem 65 starfsmönnum var sagt upp störfum. 52 í sjávarútvegi þar sem gert var ráð fyrir endurráðningu og þrettán í sérfræði- tækni- og vísindalegri starfsemi.
Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.