Hressandi viðhorf Hildar Kristján Þorsteinsson skrifar 14. desember 2021 06:02 Nú kann ég að hljóma fjörgamall í eyrum sumra, en staðreyndin er sú að ég hef nú staðið í veitingarekstri í Reykjavík í rúma þrjá áratugi. Í dag rek ég einn veitingastað í miðborg Reykjavíkur, og annan í Hafnarfirði. Stóra myndin í Reykjavík er sú að ásýnd borgarinnar hefur að mörgu leyti stórbatnað. Með komu ferðamanna varð bærinn okkar að borg og ekki er hægt að líta framhjá framlagi núverandi borgarstjóra í þeim efnum. Það er einfaldlega skemmtilegra að búa í Reykjavík nú en það var fyrir nokkrum árum. Mannlífið fjölbreyttara og valkostirnir fleiri. Hitt er svo annað mál að rekstrarumhverfi í borginni hefur snarversnað. Borgarstjóri virðist gleyma því að til þess að standa undir skemmtilegheitunum þarf að vera raunhæft að reka fyrirtæki svo vel sé. Upplifunin í dag er því miður sú að svo sé ekki, borgin virðist rekin með vinstri hendinni, og treyst á að rekstraraðilar og borgarbúar stoppi í götin með fullkreistu útsvari og þöndum fasteignagjöldum. Ofan á það bætast svo kröfur frá heilbrigðis- og skipulagsyfirvöldum sem fremur virðast ætlaðar skurðstofum en veitingastöðum. Hver þarf annars níu vaska, og af hverju níu, en ekki sjö? Þrátt fyrir þessa stöðu hefur alvarlega vantað annan valkost í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið fram sundurleita sveit fólks sem ekki virðist hafa aðrar áherslur en að vera á móti öllu því sem kemur frá Degi og hans fólki. Aukaatriði fá mest vægi í umræðunni. Ekkert málefnalegt og ekkert uppbyggilegt. Síðast þegar ég vissi var engin stjórnmálastefna kennd við að vera fúll á móti. Þess vegna hefur verið frískandi að fá heyra nýja rödd í borgarmálunum. Hildur Björnsdóttir hefur komið fram með skýra sýn og ekki nema von að hún fái öflugan meðbyr meðal atvinnurekenda í borginni, nú síðast frá Svövu í 17 sem hefur meiri reynslu en flestir af því að reka fyrirtæki í borginni. Staðreyndin er nefnilega sú að það er kominn tími til að Sjálfstæðismenn taki völdin í borginni. Nú loksins með frambjóðanda sem sætt getur ólík sjónarmið, og látið af fúll á móti pólítík sem skilað hefur flokknum akkúrat engu. Áfram Hildur. Höfundur er veitingamaður í miðborginni til fjölda ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Veitingastaðir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Nú kann ég að hljóma fjörgamall í eyrum sumra, en staðreyndin er sú að ég hef nú staðið í veitingarekstri í Reykjavík í rúma þrjá áratugi. Í dag rek ég einn veitingastað í miðborg Reykjavíkur, og annan í Hafnarfirði. Stóra myndin í Reykjavík er sú að ásýnd borgarinnar hefur að mörgu leyti stórbatnað. Með komu ferðamanna varð bærinn okkar að borg og ekki er hægt að líta framhjá framlagi núverandi borgarstjóra í þeim efnum. Það er einfaldlega skemmtilegra að búa í Reykjavík nú en það var fyrir nokkrum árum. Mannlífið fjölbreyttara og valkostirnir fleiri. Hitt er svo annað mál að rekstrarumhverfi í borginni hefur snarversnað. Borgarstjóri virðist gleyma því að til þess að standa undir skemmtilegheitunum þarf að vera raunhæft að reka fyrirtæki svo vel sé. Upplifunin í dag er því miður sú að svo sé ekki, borgin virðist rekin með vinstri hendinni, og treyst á að rekstraraðilar og borgarbúar stoppi í götin með fullkreistu útsvari og þöndum fasteignagjöldum. Ofan á það bætast svo kröfur frá heilbrigðis- og skipulagsyfirvöldum sem fremur virðast ætlaðar skurðstofum en veitingastöðum. Hver þarf annars níu vaska, og af hverju níu, en ekki sjö? Þrátt fyrir þessa stöðu hefur alvarlega vantað annan valkost í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið fram sundurleita sveit fólks sem ekki virðist hafa aðrar áherslur en að vera á móti öllu því sem kemur frá Degi og hans fólki. Aukaatriði fá mest vægi í umræðunni. Ekkert málefnalegt og ekkert uppbyggilegt. Síðast þegar ég vissi var engin stjórnmálastefna kennd við að vera fúll á móti. Þess vegna hefur verið frískandi að fá heyra nýja rödd í borgarmálunum. Hildur Björnsdóttir hefur komið fram með skýra sýn og ekki nema von að hún fái öflugan meðbyr meðal atvinnurekenda í borginni, nú síðast frá Svövu í 17 sem hefur meiri reynslu en flestir af því að reka fyrirtæki í borginni. Staðreyndin er nefnilega sú að það er kominn tími til að Sjálfstæðismenn taki völdin í borginni. Nú loksins með frambjóðanda sem sætt getur ólík sjónarmið, og látið af fúll á móti pólítík sem skilað hefur flokknum akkúrat engu. Áfram Hildur. Höfundur er veitingamaður í miðborginni til fjölda ára.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun