Verðlaunin eru veitt í byrjun febrúar á grundvelli vörumerkjastefnu viðkomandi fyrirtækja en hún er meðal annars mæld með því að skoða viðskiptalíkön og staðfærslu. Fyrirtækjum er skipt upp eftir starfsmannafjölda og hvort vörumerkin starfi á einstaklings- eða fyrirtækjamarkaði.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá brandr. Til að safna tilnefningum fyrir Bestu íslensku vörumerkin þetta árið var annars vegar leitað til fjölmennar valnefndar, sem að þessu sinni er skipuð sérfræðingum úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu, og hins vegar til almennings. Valnefndin setti í kjölfarið fram lista yfir þær tillögur að vörumerkjum sem hún mat framúrskarandi.
Tilnefndum vörumerkjum var boðið að taka þátt og þurftu fyrirtækin að skila inn vörumerkjakynningu og mæla staðfærslu sína.
Byggi á akademískri og faglegri nálgun
„Viðurkenninguna hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á́ akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju. Vel heppnuð staðfærsla er lykillinn að árangursríkum rekstri og arðsemi vörumerkja,“ segir í tilkynningu.
Staðfærsla snýst um að hanna skilaboð fyrirtækja svo að þau hafi meiningu og ákveðna skilgreiningu í huga viðskiptavina. Markmiðið með staðfærslu er að vörumerki hafi sterka, jákvæða og í raun einstaka stöðu í hugum viðskiptavina. brandr mælir staðfærslu vörumerkja út frá fjórum þáttum: 1. Aðgreiningu á markaði, 2. Ímynd og skynjun, 3. Markaðshlutun, 4. Sjálfbærni og umhverfi.
Eftirfarandi vörumerki eru tilnefnd árið 2021:
Fyrirtækjamarkaður (B2B) — starfsfólk vörumerkis 50 eða fleiri:
- Advania
- Kerecis
- Kvika
- Meniga
- Origo
Fyrirtækjamarkaður (B2B) — starfsfólk vörumerkis 49 eða færri:
- Akademias
- Alfreð
- Lucinity
- Men & Mice
- Sahara
Einstaklingsmarkaður (B2C) — starfsfólk vörumerkis 50 eða fleiri:
- 66°Norður
- Heimkaup
- Lyfja
- Nova
- Play
- Sky Lagoon
- Te & Kaffi
Einstaklingsmarkaður (B2C) — starfsfólk vörumerkis 49 eða færri:
- As we grow
- Blush
- Eldum rétt
- Hopp
- Omnom
- VAXA
- Vök Baths