Maxwell neitaði að bera vitni Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2021 23:36 Ghislaine Maxwell sagðist ekki þurfa að bera vitni því saksóknurum hefði ekki tekist að sanna sekt hennar. AP/Elizabeth Williams Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. Verið er að rétta yfir Maxwell, sem er 59 ára gömul, í New York en hún var ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði og hefur hún einnig verið sökuð um að taka þátt í misnotkuninni. Hún er sökuð um að hafa fært Epstein allt að fjórtán ára gamlar stúlkur til að misnota í húsnæði hans víðsvegar um Bandaríkin og í London milli 1994 til 1997. Alls hefur hún verið ákærð í átta liðum og þar á meðal fyrir mansal. Hún neitar sök í öllum ákæruliðum. Verjendur hennar hafa haldið því fram að verið sé að gera hana að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epsteins. Búist er við því að málflutningur í málinu fari fram á mánudaginn. Eftir það munu kviðdómendur þurfa að komast að niðurstöðu um hvort sakfella eigi Maxwell eða ekki. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Dómari málsins spurði Maxwell hvort hún vildi bera vitni og sagði hana eiga rétt á því að gera það, eða ekki. Hún svaraði á þá leið að saksóknurum hefði ekki tekst að sanna mál þeirra gegn henni svo það væri engin ástæða fyrir hana til að bera vitni, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Eva Andersson Dubin, fyrrverandi ungfrú Svíþjóð og læknir í New York, bar vitni fyrir hönd Maxwell en hún var einnig kærasta Epsteins um tíma, áður en hann og Maxwell tóku saman. Hún sagðist hafa treyst Epstein fyrir ungum dætrum sínum og þvertók fyrir að hafa tekið þátt í kynlífsathöfn þar sem eitt meint fórnarlamb Epsteins segir að brotið hafi verið á sér. Sú hefur haldið því fram að kona sem kölluð var Eva hafi tekið þátt í athöfninni. Eva Andersson Dubin bar vitni fyrir hönd Maxwell.AP/Elizabeth Williams Hún sagðist einnig aldrei hafa orðið vitni að því að Epstein hafi hagað sér á óviðeigandi hátt í garð ungra kvenna. AP fréttaveitan segir frá því að Andersson hafi sagt saksóknurum að hún ætti í erfiðleikum með að muna langt aftur í tímann en brotið á að hafa átt sér stað. Þá er tekið fram í frétt fréttaveitunnar að Andersson og eiginmaður hennar stóðu þétt við bakið á Epstein og lýstu yfir stuðningi við hann þegar hann var ákærður og sakfelldur fyrir kynferðisbrot í Flórída árið 2008. Þá hefur kona sem sakað hefur Epstein um að brjóta á sér haldið því fram að eiginmaður Andersson, sem heitir Glenn Dubin, hafi einnig brotið á sér. Bandaríkin Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55 Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Verið er að rétta yfir Maxwell, sem er 59 ára gömul, í New York en hún var ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði og hefur hún einnig verið sökuð um að taka þátt í misnotkuninni. Hún er sökuð um að hafa fært Epstein allt að fjórtán ára gamlar stúlkur til að misnota í húsnæði hans víðsvegar um Bandaríkin og í London milli 1994 til 1997. Alls hefur hún verið ákærð í átta liðum og þar á meðal fyrir mansal. Hún neitar sök í öllum ákæruliðum. Verjendur hennar hafa haldið því fram að verið sé að gera hana að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epsteins. Búist er við því að málflutningur í málinu fari fram á mánudaginn. Eftir það munu kviðdómendur þurfa að komast að niðurstöðu um hvort sakfella eigi Maxwell eða ekki. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Dómari málsins spurði Maxwell hvort hún vildi bera vitni og sagði hana eiga rétt á því að gera það, eða ekki. Hún svaraði á þá leið að saksóknurum hefði ekki tekst að sanna mál þeirra gegn henni svo það væri engin ástæða fyrir hana til að bera vitni, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Eva Andersson Dubin, fyrrverandi ungfrú Svíþjóð og læknir í New York, bar vitni fyrir hönd Maxwell en hún var einnig kærasta Epsteins um tíma, áður en hann og Maxwell tóku saman. Hún sagðist hafa treyst Epstein fyrir ungum dætrum sínum og þvertók fyrir að hafa tekið þátt í kynlífsathöfn þar sem eitt meint fórnarlamb Epsteins segir að brotið hafi verið á sér. Sú hefur haldið því fram að kona sem kölluð var Eva hafi tekið þátt í athöfninni. Eva Andersson Dubin bar vitni fyrir hönd Maxwell.AP/Elizabeth Williams Hún sagðist einnig aldrei hafa orðið vitni að því að Epstein hafi hagað sér á óviðeigandi hátt í garð ungra kvenna. AP fréttaveitan segir frá því að Andersson hafi sagt saksóknurum að hún ætti í erfiðleikum með að muna langt aftur í tímann en brotið á að hafa átt sér stað. Þá er tekið fram í frétt fréttaveitunnar að Andersson og eiginmaður hennar stóðu þétt við bakið á Epstein og lýstu yfir stuðningi við hann þegar hann var ákærður og sakfelldur fyrir kynferðisbrot í Flórída árið 2008. Þá hefur kona sem sakað hefur Epstein um að brjóta á sér haldið því fram að eiginmaður Andersson, sem heitir Glenn Dubin, hafi einnig brotið á sér.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55 Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55
Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02