Ein af hetjunum hans Þóris gafst ekki upp þrátt fyrir tíu hnéaðgerðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 11:01 Nora Mörk stendur hér fremst þegar norsku stelpurnar fagna heimsmeistaratitlinum. AP/Joan Monfort Það voru örugglega margir búnir að afskrifa norska kvennalandsliðið þegar liðið var komið sex mörkum undir í fyrri hálfleiknum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins á móti Frökkum. Norsku stelpurnar gáfust hins vegar ekki upp, snéru leiknum við á augabragði í seinni hálfleiknum og unnu að lokum öruggan sigur. Ein af hetjum norska liðsins var hægri skyttan Nora Mörk. Hún var ein af þeim sem töpuðu úrslitaleik HM 2017 á móti Frökkum og var ein af þeim sem leiddi endurkomu liðsins í seinni hálfleiknum um helgina. Mørk etter VM-gullet: Glad jeg ikke ga opp https://t.co/Y4M0KjAhbQ— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 Frá því í úrslitaleiknum 2017 hafði Nora gengið í gegnum mikið mótlæti og meðal annars þurft að gangast undir margar hnéaðgerðir. Aðgerð á liðþófa þýddi að hún missti af EM 2018 og hún sleit síðan krossband árið eftir og missti þar með af HM 2019. Hún hjálpaði Noregi að verða Evrópumeistari 2020 en hefur alls þurft að fara í tíu hnéaðgerðir á ferlinum. Nora óttaðist enn ein hnémeiðslin þegar hún haltraði af velli í Meistaradeildarleik en slapp sem betur fer við alvarleg meiðsli. Á árinu 2021 hefur hún hjálpað Vipers Kristiansand að vinna Meistaradeildina, unnið brons á Ólympíuleikunum og nú gull á heimsmeistaramótinu á sunnudaginn. „Ég er virkilega, virkilega ánægð, svo ánægð. Ég kann svo sannarlega að meta þetta. Ég þakka fyrir að hafa ekki gefist upp. Þetta eru verðlaun fyrir það sem ég hef lagt á mig og þetta er rosalega gaman,“ sagði Nora Mörk við Verdens Gang. Mörk varð markahæsti leikmaður norska liðsins á HM með 43 mörk og einnig sú stoðsendingahæsta í liðinu með 44 stoðsendingar. Hún kom því með beinum hætti að 87 mörkum norska liðsins. Hún skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar í úrslitaleiknum. Nora segist hafa haldið ró sinni þrátt fyrir að norska liðið hafi verið mikið undir í fyrri hálfleiknum. „Ég var í raun bara nokkuð róleg. Ég hugsaði að það væri aðeins við sem gætum gert eitthvað í þessu. Við urðum bara að halda áfram að berjast og ná þeim. Okkur tókst það og svo spiluðum við frábæran sóknarleik í seinni hálfleiknum. Þetta var leikur fyrir sögubækurnar,“ sagði Mörk. Er þetta magnaðasta endurkoma hennar á ferlinum í svona stórum leik. „Já án vafa. Ég var samt svo róleg. Það var engin pirringur eða reiði. Ég var svo fullkomlega yfirveguð. Ekki að þetta gengi örugglega upp heldur að við myndum gera það besta sem við gætum,“ sagði Mörk. HM 2021 í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Norsku stelpurnar gáfust hins vegar ekki upp, snéru leiknum við á augabragði í seinni hálfleiknum og unnu að lokum öruggan sigur. Ein af hetjum norska liðsins var hægri skyttan Nora Mörk. Hún var ein af þeim sem töpuðu úrslitaleik HM 2017 á móti Frökkum og var ein af þeim sem leiddi endurkomu liðsins í seinni hálfleiknum um helgina. Mørk etter VM-gullet: Glad jeg ikke ga opp https://t.co/Y4M0KjAhbQ— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 Frá því í úrslitaleiknum 2017 hafði Nora gengið í gegnum mikið mótlæti og meðal annars þurft að gangast undir margar hnéaðgerðir. Aðgerð á liðþófa þýddi að hún missti af EM 2018 og hún sleit síðan krossband árið eftir og missti þar með af HM 2019. Hún hjálpaði Noregi að verða Evrópumeistari 2020 en hefur alls þurft að fara í tíu hnéaðgerðir á ferlinum. Nora óttaðist enn ein hnémeiðslin þegar hún haltraði af velli í Meistaradeildarleik en slapp sem betur fer við alvarleg meiðsli. Á árinu 2021 hefur hún hjálpað Vipers Kristiansand að vinna Meistaradeildina, unnið brons á Ólympíuleikunum og nú gull á heimsmeistaramótinu á sunnudaginn. „Ég er virkilega, virkilega ánægð, svo ánægð. Ég kann svo sannarlega að meta þetta. Ég þakka fyrir að hafa ekki gefist upp. Þetta eru verðlaun fyrir það sem ég hef lagt á mig og þetta er rosalega gaman,“ sagði Nora Mörk við Verdens Gang. Mörk varð markahæsti leikmaður norska liðsins á HM með 43 mörk og einnig sú stoðsendingahæsta í liðinu með 44 stoðsendingar. Hún kom því með beinum hætti að 87 mörkum norska liðsins. Hún skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar í úrslitaleiknum. Nora segist hafa haldið ró sinni þrátt fyrir að norska liðið hafi verið mikið undir í fyrri hálfleiknum. „Ég var í raun bara nokkuð róleg. Ég hugsaði að það væri aðeins við sem gætum gert eitthvað í þessu. Við urðum bara að halda áfram að berjast og ná þeim. Okkur tókst það og svo spiluðum við frábæran sóknarleik í seinni hálfleiknum. Þetta var leikur fyrir sögubækurnar,“ sagði Mörk. Er þetta magnaðasta endurkoma hennar á ferlinum í svona stórum leik. „Já án vafa. Ég var samt svo róleg. Það var engin pirringur eða reiði. Ég var svo fullkomlega yfirveguð. Ekki að þetta gengi örugglega upp heldur að við myndum gera það besta sem við gætum,“ sagði Mörk.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita