Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 21. mars 2022 13:59 Árið 2020 fór ferðaþjónustan aftur um 10 ár í tölum um fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferðaþjónustuna sem enginn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný. Settar hafa verið fram spár um að í ár komi um 900 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands en ljóst er að miðað við stöðu heimsfaraldurins eru þær spár ekki líklegar til að ganga eftir. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé tilbúin að fara af stað aftur með litlum fyrirvara þá má gera ráð fyrir að endurreisnin gangi hægar fyrir sig en áætlað hefur verið. Það er því ennþá nauðsynlegt að stjórnvöld horfi með opnum huga á möguleika til stuðnings við ferðaþjónustuna til að tryggja það að nægileg þjónusta verði í boði á öllu landinu þegar heimurinn opnast á ný. Möguleikar fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar til þess að halda út í gegnum þetta tímabil heimsfaraldurs eru ólíkir og eru þar ýmsar breytur sem ráða för. Sem dæmi má nefna stærð fyrirtækja, aðgengi að fjárfestum og skilning frá bankakerfinu, staðsetningu fyrirtækja, fjárhagsstöðu, tengsl við viðskiptavini, líftíma og árstíðarsveifluna. Starfsemi fyrirtækjanna er ólík og má sem dæmi nefna að á meðan veitingastaðir í stærstu sveitarfélögum gátu fengið til sín Íslendinga á ferðalagi í sumar og þannig haldið í einhverja veltu þá eru önnur sem halda úti þjónustu frá febrúar til júní ár hvert. Nú stefnir í að þau búi við það að tapa möguleikum til þess að fá til sín viðskiptavini í tvö heil ár. Þetta eru til dæmis fyrirtæki sem bjóða þjónustu til fjallaskíðafólk. Þessir viðskiptavinir eru einmitt þeir sem lögð er mikil áhersla á að fá til landsins til að fylgja stefnu stjórnvalda um ferðaþjónustu, ferðamenn sem skila miklum tekjum, ferðast utan háannasvæða og utan háannatíma. Í ljósi þeirrar stöðu sem við horfum fram á nú þar sem endurreisn ferðaþjónustu fer seinna af stað en ætlað var hvet ég stjórnvöld til að horfa með opnum huga á áframhaldandi stuðningsaðgerðir þar sem sérstaklega verði hugað að þeim hópum sem ekki hafa getað nýtt stuðninginn hingað til. Auk þess að hugað verði sérstaklega að því að leyfa þá ferðaþjónustu sem hægt er í faraldrinum. Framtíð ferðaþjónustunnar byggir á því hvernig haldið er á spöðunum nú. Við þurfum að halda í mannauðinn eins og hægt er og gæta þess að halda þeim viðskiptatengslum sem hafa verið byggð upp til fjölda ára. Nú er tækifæri til að endurreisa og endurbyggja, horfa á hvað var vel gert og hvað má endurskipuleggja en eitt af því er augljóslega innkoma erlendra ferðamanna inn í landið. Ljóst er að ef mögulegt á að vera að ná markmiðum Íslands um að verða sjálfbært ferðaþjónustuland þar sem fyrirtæki hafa tækifæri til að blómstra um allt land, skila tekjum og bættri þjónustu við íbúa þarf að setja kraft í að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem nýtt hlið inn í landið. Frábær skref hafa verið tekin með fjármögnum nýrrar flugstöðvar og flughlaðs auk uppsetningar nýs aðflugsbúnaðar og verður því hægt að bjóða þeim aðilum sem koma til Norðurlands með beinu flugi ásættanlega þjónustu. Áherslan á markaðssetningu þarf hins vegar að koma frá stjórnvöldum og setja þarf skýra framtíðarsýn fyrir Akureyrarflugvöll. Með vilja og fjármagn að vopni er hægt að ná góðum árangri við að fjölga aðilum sem setja upp beint flug norður og þannig gjörbreyta landslagi ferðaþjónustunnar á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Arnheiður Jóhannsdóttir Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Árið 2020 fór ferðaþjónustan aftur um 10 ár í tölum um fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferðaþjónustuna sem enginn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný. Settar hafa verið fram spár um að í ár komi um 900 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands en ljóst er að miðað við stöðu heimsfaraldurins eru þær spár ekki líklegar til að ganga eftir. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé tilbúin að fara af stað aftur með litlum fyrirvara þá má gera ráð fyrir að endurreisnin gangi hægar fyrir sig en áætlað hefur verið. Það er því ennþá nauðsynlegt að stjórnvöld horfi með opnum huga á möguleika til stuðnings við ferðaþjónustuna til að tryggja það að nægileg þjónusta verði í boði á öllu landinu þegar heimurinn opnast á ný. Möguleikar fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar til þess að halda út í gegnum þetta tímabil heimsfaraldurs eru ólíkir og eru þar ýmsar breytur sem ráða för. Sem dæmi má nefna stærð fyrirtækja, aðgengi að fjárfestum og skilning frá bankakerfinu, staðsetningu fyrirtækja, fjárhagsstöðu, tengsl við viðskiptavini, líftíma og árstíðarsveifluna. Starfsemi fyrirtækjanna er ólík og má sem dæmi nefna að á meðan veitingastaðir í stærstu sveitarfélögum gátu fengið til sín Íslendinga á ferðalagi í sumar og þannig haldið í einhverja veltu þá eru önnur sem halda úti þjónustu frá febrúar til júní ár hvert. Nú stefnir í að þau búi við það að tapa möguleikum til þess að fá til sín viðskiptavini í tvö heil ár. Þetta eru til dæmis fyrirtæki sem bjóða þjónustu til fjallaskíðafólk. Þessir viðskiptavinir eru einmitt þeir sem lögð er mikil áhersla á að fá til landsins til að fylgja stefnu stjórnvalda um ferðaþjónustu, ferðamenn sem skila miklum tekjum, ferðast utan háannasvæða og utan háannatíma. Í ljósi þeirrar stöðu sem við horfum fram á nú þar sem endurreisn ferðaþjónustu fer seinna af stað en ætlað var hvet ég stjórnvöld til að horfa með opnum huga á áframhaldandi stuðningsaðgerðir þar sem sérstaklega verði hugað að þeim hópum sem ekki hafa getað nýtt stuðninginn hingað til. Auk þess að hugað verði sérstaklega að því að leyfa þá ferðaþjónustu sem hægt er í faraldrinum. Framtíð ferðaþjónustunnar byggir á því hvernig haldið er á spöðunum nú. Við þurfum að halda í mannauðinn eins og hægt er og gæta þess að halda þeim viðskiptatengslum sem hafa verið byggð upp til fjölda ára. Nú er tækifæri til að endurreisa og endurbyggja, horfa á hvað var vel gert og hvað má endurskipuleggja en eitt af því er augljóslega innkoma erlendra ferðamanna inn í landið. Ljóst er að ef mögulegt á að vera að ná markmiðum Íslands um að verða sjálfbært ferðaþjónustuland þar sem fyrirtæki hafa tækifæri til að blómstra um allt land, skila tekjum og bættri þjónustu við íbúa þarf að setja kraft í að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem nýtt hlið inn í landið. Frábær skref hafa verið tekin með fjármögnum nýrrar flugstöðvar og flughlaðs auk uppsetningar nýs aðflugsbúnaðar og verður því hægt að bjóða þeim aðilum sem koma til Norðurlands með beinu flugi ásættanlega þjónustu. Áherslan á markaðssetningu þarf hins vegar að koma frá stjórnvöldum og setja þarf skýra framtíðarsýn fyrir Akureyrarflugvöll. Með vilja og fjármagn að vopni er hægt að ná góðum árangri við að fjölga aðilum sem setja upp beint flug norður og þannig gjörbreyta landslagi ferðaþjónustunnar á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun