Ráðist var á Elohim Prandi og hann var stunginn mörgum sinnum í árás á nýársnótt. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu liðsins. Hann er ekki talinn í lífshættu en árásin er samt sem áður talin mjög alvarleg. PSG hefur fordæmt árásina.
Lögreglan í París hefur ekki tjáð sig um árásina sem átti sér stað í áttunda hverfi borgarinnar og voru mörg vitni að atvikinu samkvæmt frétt Le Parisien. Prandi hefur verið dreginn úr franska hópnum fyrir evrópumeistaramótið í handbolta sem fer af stað þann 13. janúar næstkomandi.
Handball : l international français Elohim Prandi agressé à coups de couteau
— Le Parisien | sport (@leparisiensport) January 1, 2022
https://t.co/VVILw0wOof pic.twitter.com/HREX1rjA78