Samstarf eða sameining? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. janúar 2022 13:01 Nær hálft kjörtímabilið sem nú er að líða hefur verið undir áhrifum heimsfaraldurs, sem hefur snert alla starfsemi sveitarfélaga. Framlínufólk í félagsþjónustu og leik- og grunnskólum hefur unnið þrekvirki með því að halda okkar mikilvægustu þjónustu gangandi og tryggja öryggi þeirra sem ekki geta án hennar verið. Við höfum sammælst um að halda samfélaginu í eins föstum skorðum og mögulegt er. Það hefur vissulega reynt á og krafist aukinnar vinnu allra sem að þessari mikilvægu grunnþjónustu koma. Við erum flest á þeirri skoðun að okkur hafi tekist vel til að stýra málum þrátt fyrir alla óvissuna og uppákomurnar sem heimsfaraldur býður upp á. En hvernig fórum við að þessu? Hver er lykillinn að því að sveitarfélögin standa þetta gríðarlega rask af sér, sum laskaðri en önnur en samt upprétt, gefast ekki upp og halda samfélaginu gangandi? Á höfuðborgarsvæðinu er svarið augljóst: Samvinna sveitarfélaga. Með henni hefur nærþjónusta haldist órofin, þar sem sveitarfélögin hafa staðið þétt saman og haldið utan um aðgerðir og útfærslur sem hafa oft verið flóknar og afar krefjandi. Allt til þess gert að skapa íbúum eins eðlilegt daglegt líf og kostur er. Í skólunum, bæði leik- og grunnskólum, er búið að ná góðum tökum á hólfaskiptingum og meiriháttar umbreytingu kennslu með fjarkennslu. Innan félagsþjónustunnar hefur hverri áætlun á eftir annarri verið komið á laggirnar til að tryggja að einstaklingar, sem komast ekki af án þjónustu, geti haldið áfram sínu daglega lífi eins og kostur er. Hér er allt undir, skipulag, útsjónarsemi og faglegur styrkur, samstarf þar sem allir hafa lagst á eitt og ómetanlegt vinnuframlag allra sem að koma í þágu samfélagsins. Það verður seint þakkað að fullu. Undanfarin misseri hafa leitt okkur fyrir sjónir hversu hratt og vel við getum unnið saman, þegar mikið liggur við. Sú staðreynd hlýtur að vera okkur veganesti inn í verkefni sveitarfélaganna næstu misserin. Við eigum að efla samstarfið áfram, setja íbúana og þjónustuna við þá í fyrsta sætið og láta ekki bæjar- eða valdmörk koma í veg fyrir möguleikana á enn betri og öflugri þjónustu. Við þekkjum vel til samstarfs frá fyrri tíð, til dæmis í sorphirðu og almenningssamgöngum og höfum hafið samstarf um stafræna umbreytingu stjórnsýslunnar. Það er risavaxið verkefni sem nær vonandi að nýta reynslu, einfalda kerfi, deila kostnaði og nýta betur skattfé. Við getum hugsað stórt og það eigum við að gera áfram. Húsnæðisuppbygging er enn eitt verkefnið sem sveitarfélögin ættu að tryggja enn frekara samstarf um og deila ábyrgð í uppbyggingu þannig að öllum sé gert kleift að velja sér búsetu óháð efnahag. Aukin samvinna kallar óneitanlega á vangaveltur um annan kost, sem er hugsanleg sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Heimsfaraldurinn hefur kennt okkur að saman erum við sterkari. Við verðum að hafa þá reynslu í huga, nú þegar við höldum í vonina um að fá til baka frelsið okkar. Gerum betur og gerum það saman. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Nær hálft kjörtímabilið sem nú er að líða hefur verið undir áhrifum heimsfaraldurs, sem hefur snert alla starfsemi sveitarfélaga. Framlínufólk í félagsþjónustu og leik- og grunnskólum hefur unnið þrekvirki með því að halda okkar mikilvægustu þjónustu gangandi og tryggja öryggi þeirra sem ekki geta án hennar verið. Við höfum sammælst um að halda samfélaginu í eins föstum skorðum og mögulegt er. Það hefur vissulega reynt á og krafist aukinnar vinnu allra sem að þessari mikilvægu grunnþjónustu koma. Við erum flest á þeirri skoðun að okkur hafi tekist vel til að stýra málum þrátt fyrir alla óvissuna og uppákomurnar sem heimsfaraldur býður upp á. En hvernig fórum við að þessu? Hver er lykillinn að því að sveitarfélögin standa þetta gríðarlega rask af sér, sum laskaðri en önnur en samt upprétt, gefast ekki upp og halda samfélaginu gangandi? Á höfuðborgarsvæðinu er svarið augljóst: Samvinna sveitarfélaga. Með henni hefur nærþjónusta haldist órofin, þar sem sveitarfélögin hafa staðið þétt saman og haldið utan um aðgerðir og útfærslur sem hafa oft verið flóknar og afar krefjandi. Allt til þess gert að skapa íbúum eins eðlilegt daglegt líf og kostur er. Í skólunum, bæði leik- og grunnskólum, er búið að ná góðum tökum á hólfaskiptingum og meiriháttar umbreytingu kennslu með fjarkennslu. Innan félagsþjónustunnar hefur hverri áætlun á eftir annarri verið komið á laggirnar til að tryggja að einstaklingar, sem komast ekki af án þjónustu, geti haldið áfram sínu daglega lífi eins og kostur er. Hér er allt undir, skipulag, útsjónarsemi og faglegur styrkur, samstarf þar sem allir hafa lagst á eitt og ómetanlegt vinnuframlag allra sem að koma í þágu samfélagsins. Það verður seint þakkað að fullu. Undanfarin misseri hafa leitt okkur fyrir sjónir hversu hratt og vel við getum unnið saman, þegar mikið liggur við. Sú staðreynd hlýtur að vera okkur veganesti inn í verkefni sveitarfélaganna næstu misserin. Við eigum að efla samstarfið áfram, setja íbúana og þjónustuna við þá í fyrsta sætið og láta ekki bæjar- eða valdmörk koma í veg fyrir möguleikana á enn betri og öflugri þjónustu. Við þekkjum vel til samstarfs frá fyrri tíð, til dæmis í sorphirðu og almenningssamgöngum og höfum hafið samstarf um stafræna umbreytingu stjórnsýslunnar. Það er risavaxið verkefni sem nær vonandi að nýta reynslu, einfalda kerfi, deila kostnaði og nýta betur skattfé. Við getum hugsað stórt og það eigum við að gera áfram. Húsnæðisuppbygging er enn eitt verkefnið sem sveitarfélögin ættu að tryggja enn frekara samstarf um og deila ábyrgð í uppbyggingu þannig að öllum sé gert kleift að velja sér búsetu óháð efnahag. Aukin samvinna kallar óneitanlega á vangaveltur um annan kost, sem er hugsanleg sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Heimsfaraldurinn hefur kennt okkur að saman erum við sterkari. Við verðum að hafa þá reynslu í huga, nú þegar við höldum í vonina um að fá til baka frelsið okkar. Gerum betur og gerum það saman. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun