Ásakanir Seðlabankastjóra á hendur Fréttablaði vart skotheldar Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. janúar 2022 20:30 Í gær fór Seðlabankastjóri mikinn á Facebook-síðu sinni, og ásakaði hann Fréttablaðið um óvandaðan og óboðlegan fréttaflutning. Tilefnið var, að blaðið hafði greint frá því á forsíðu, að tveir aðilar, annars vegar rithöfundur og fræðimaður, sem einnig er doktor í norrænum fræðum, og, hins vegar, sagnfræðingur, báðir að því er virðist vel metnir og virtir men, höfðu sakað Seðlabankastjóra um ritstuld. Hér var um tvær fréttir að ræða, sem komu þá í tvígang. Embætti Seðlabankastjóra er eitt æðsta og þýðingarmesta embætti landins. Auðvitað voru þessar ásakanir um meintan ritstuld Seðlabankastjóra því stórfrétt.Fréttablaðið fjallaði um málið á þeim nótum. Í gær birti svo Fréttablaðið fyrir undirritaðan grein, ”Er jörðin enn flöt hjá Seðlabanka”, þar sem ég tjái þá skoðun mína, að Seðlabanki hafi gert alvarleg mistök, þegar hann hækkaði stýrivexti úr 0,5 í 2,0% á seinni hluta 2021. Það leiði fremur til þess, að herða verðbólguhnútinn, en leysa hann, enda hafi aðrir evrópskir seðlabankar forðast að hækka stýrivexti við þau skilyrði, sem voru og eru. Verðhækkanir vegna COVID séu heilsufarsvandamál, ekki efnahagsvandamál í sjálfu sér, sem heilbrigðiskerfi verði að leysa.Ég lét því í ljós þá skoðun, að fagmennsku hefði skort hjá Seðlabanka í málinu. Á ofangreindan hátt, var vegið bæði að Selabankastjóra persónulega, meintur ritstuldur, og faglega, rangar stýrivaxtaákvarðanir. Fréttablaðið birti, annars vegar, fréttir um meintan ritstuld og, hins vegar, mína grein, auðvitað sem frétta- og birtingamiðill. Fréttablaðið lagði ekkert til þessara ásakana, nema, að flytja fréttir af þeim, eins og góðum miðli sæmir. Tal Seðlabankastjóra um, að framferði Fréttablaðsins í málinu sé ekki boðlegt, er því Seðlabankastjóra vart boðlegt. Hann verður að bregðast við ásökununum, sem á hann eru bornar, með málefnalegum andsvörum og rökum, ekki með því, að fara gegn þeim, sem flytur fréttir um ásakanir eða gagnrýni eða birtir þær. Seðlabankastjóri sýnir fram á það á Facebook-síðu sinni, að ásakanir sagnfræðingsins virðast rangar. Er það vel. Á hinn bóginn eru ásakanir rithöfundarins, og um leið doktorsins, komnar til Siðanefndar Háskóla Íslands, sem vart hefði tekið við kvörtun rithöfundarins og ósk hans um umfjöllun kærunnar í siðanefndinni, hefði kæran verið bábilja. Það er því ekki rétt, að Seðlabankastjóri hafi hreinsað sig með öllu af áburði um ritstuld. Skuggi þessara ásakana hangir því yfir Seðlabankastjóra þar til siðanefndin hefur lokið störfum sínum. Vonandi fer þetta vel fyrir Seðlabanakstjóra, annað væri slæmt fyrir embættið, bankann og stjórnsýsluna í heild, en það liggur engan veginn fyrir á þessu stigi. Seðlabankastjori ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr, hvað varðar sjálfshreinsun af áburði um ritstuld. Hitt er svo líka mál, alla vega fyrir undirrituðum, með hvaða hætti Seðlabankastjóri vill útskýra ákvarðanir bankans um stórfellda hækkun stýrivaxta, með þeim íþyngjandi áhrifum, sem þær valda flestum eða öllum skuldurum landsins, á sama tíma og slík stýrivaxta skref virðast ekki hvarla að helztu seðlabönkum álfunnar, en sá verðþrýstingur, sem alls staðar er í gangi nú, er að mestu afleiðing af COVID-faraldrinum, sem er bæði tímabundinn og verður ekki leystur með efnahagslegum aðgerðum, heldur einvörðungu með átaki í sóttvarnar- og heilbrigðismálum. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ole Anton Bieltvedt Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í gær fór Seðlabankastjóri mikinn á Facebook-síðu sinni, og ásakaði hann Fréttablaðið um óvandaðan og óboðlegan fréttaflutning. Tilefnið var, að blaðið hafði greint frá því á forsíðu, að tveir aðilar, annars vegar rithöfundur og fræðimaður, sem einnig er doktor í norrænum fræðum, og, hins vegar, sagnfræðingur, báðir að því er virðist vel metnir og virtir men, höfðu sakað Seðlabankastjóra um ritstuld. Hér var um tvær fréttir að ræða, sem komu þá í tvígang. Embætti Seðlabankastjóra er eitt æðsta og þýðingarmesta embætti landins. Auðvitað voru þessar ásakanir um meintan ritstuld Seðlabankastjóra því stórfrétt.Fréttablaðið fjallaði um málið á þeim nótum. Í gær birti svo Fréttablaðið fyrir undirritaðan grein, ”Er jörðin enn flöt hjá Seðlabanka”, þar sem ég tjái þá skoðun mína, að Seðlabanki hafi gert alvarleg mistök, þegar hann hækkaði stýrivexti úr 0,5 í 2,0% á seinni hluta 2021. Það leiði fremur til þess, að herða verðbólguhnútinn, en leysa hann, enda hafi aðrir evrópskir seðlabankar forðast að hækka stýrivexti við þau skilyrði, sem voru og eru. Verðhækkanir vegna COVID séu heilsufarsvandamál, ekki efnahagsvandamál í sjálfu sér, sem heilbrigðiskerfi verði að leysa.Ég lét því í ljós þá skoðun, að fagmennsku hefði skort hjá Seðlabanka í málinu. Á ofangreindan hátt, var vegið bæði að Selabankastjóra persónulega, meintur ritstuldur, og faglega, rangar stýrivaxtaákvarðanir. Fréttablaðið birti, annars vegar, fréttir um meintan ritstuld og, hins vegar, mína grein, auðvitað sem frétta- og birtingamiðill. Fréttablaðið lagði ekkert til þessara ásakana, nema, að flytja fréttir af þeim, eins og góðum miðli sæmir. Tal Seðlabankastjóra um, að framferði Fréttablaðsins í málinu sé ekki boðlegt, er því Seðlabankastjóra vart boðlegt. Hann verður að bregðast við ásökununum, sem á hann eru bornar, með málefnalegum andsvörum og rökum, ekki með því, að fara gegn þeim, sem flytur fréttir um ásakanir eða gagnrýni eða birtir þær. Seðlabankastjóri sýnir fram á það á Facebook-síðu sinni, að ásakanir sagnfræðingsins virðast rangar. Er það vel. Á hinn bóginn eru ásakanir rithöfundarins, og um leið doktorsins, komnar til Siðanefndar Háskóla Íslands, sem vart hefði tekið við kvörtun rithöfundarins og ósk hans um umfjöllun kærunnar í siðanefndinni, hefði kæran verið bábilja. Það er því ekki rétt, að Seðlabankastjóri hafi hreinsað sig með öllu af áburði um ritstuld. Skuggi þessara ásakana hangir því yfir Seðlabankastjóra þar til siðanefndin hefur lokið störfum sínum. Vonandi fer þetta vel fyrir Seðlabanakstjóra, annað væri slæmt fyrir embættið, bankann og stjórnsýsluna í heild, en það liggur engan veginn fyrir á þessu stigi. Seðlabankastjori ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr, hvað varðar sjálfshreinsun af áburði um ritstuld. Hitt er svo líka mál, alla vega fyrir undirrituðum, með hvaða hætti Seðlabankastjóri vill útskýra ákvarðanir bankans um stórfellda hækkun stýrivaxta, með þeim íþyngjandi áhrifum, sem þær valda flestum eða öllum skuldurum landsins, á sama tíma og slík stýrivaxta skref virðast ekki hvarla að helztu seðlabönkum álfunnar, en sá verðþrýstingur, sem alls staðar er í gangi nú, er að mestu afleiðing af COVID-faraldrinum, sem er bæði tímabundinn og verður ekki leystur með efnahagslegum aðgerðum, heldur einvörðungu með átaki í sóttvarnar- og heilbrigðismálum. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun