Hallærislegt virkjanaútspil Tómas Guðbjartsson skrifar 8. janúar 2022 07:00 Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar að fresta samþykkt þjóðgarðs á Vestfjörðum „þar til lausnir fáist á orkumálum á Vestfjörðum“ er einkar hallærislegt útspil – og óskiljanlegt. Þarna notar bæjarstjórn þjóðgarð sem skiptimynt í pókerspili sem í aðalatriðum snýst um vægast sagt umdeildar virkjanir á Vestfjarðakjálkanum. Á enn eina ferðina að níðast á Hvalá og endurvekja það virkjanalík frá dauðum? Eða er það virkjun í Vatnsfirði sem er málið, líkt og Orkubú Vestfjarða telur fýsilegt? Minni á að Vatnsfjörður var friðaður árið 1975 og ef á að virkja þar þarf að rífa upp friðlýsinguna. Ætlar bæjarstjórn Ísafjarðar að standa fyrir slíkum gjörningi? Aðspurður í fréttum RÚV tekur Birgir Gunnarsson bæjarstjóri fram að bæjarstjórnin „sé ekki mótfallin þjóðgarði“ og hann sé „hið besta mál náttúrlega“. Hitt sveitarfélagið sem kemur að þjóðgarðinum, Vesturbyggð, er sammála því, enda ítrekað samþykkt þjóðgarðinn. Sem er ekkert skrítið því Vesturbyggð sér í honum ýmsa möguleika og leyfir náttúrunni að njóta vafans. Útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar verður trauðla til að efla samstöðu Vestfirðinga í þessu máli sem og öðrum. Það var hún sem bakkaði óvænt út 17. júní sl. þegar skrifa átti undir samþykkt um þjóðgarðinn. Fram að því höfðu báðar sveitarstjórnir unnið að framgangi þjóðgarðs í góðri samvinnu með stjórnvöldum. Ekki stórmannleg ákvörðun það á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Rétt er að minnast þess að bæjarstjórn Ísafjarðar vildi fyrir ekki svo mörgum árum síðan veita vatni ofan Dynjanda í Mjólkárvirkjun. Með því átti að auka afl hennar, en um leið hefði vatn til fossins Dynjanda, einnar helstu gullkýr Vestfjarða, geta skerst. Sem betur fer var sú sturlaða hugmynd blásin af og fossinn og umhverfi hans nú friðað. Nýtt útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar er í sama anda, og mun ekki eldast vel frekar en atlagan að Dynjanda. Allir eru sammála um að orkuöryggi er ófullnægjandi á Vestfjörðum. Vandamálið liggur hins vegar ekki í skorti á stórvirkjunum heldur í götóttu dreifikerfi. Því ættu áherslurnar að snúast um að styrkja línulagnir og koma þeim í jörð þar sem vetrarveðrin eru hvað verst. Rétt er að taka fram að í tillögum að friðlýsingu er undanþága fyrir lagningu raflína í gegnum þjóðgarðinn. Á Vestfjörðum er mun nærtækara að afla rafmangs með umhverfisvænni smávirkjunum og vindorku í stað stórvirkjana – því slíkar framkvæmdir rústa náttúruperlum sem okkur ber skylda til að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Annars verður fórnarkostnaðurinn of mikill og við Vestfirðingar skjótum okkur í fótinn. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Orkumál Þjóðgarðar Ísafjarðarbær Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar að fresta samþykkt þjóðgarðs á Vestfjörðum „þar til lausnir fáist á orkumálum á Vestfjörðum“ er einkar hallærislegt útspil – og óskiljanlegt. Þarna notar bæjarstjórn þjóðgarð sem skiptimynt í pókerspili sem í aðalatriðum snýst um vægast sagt umdeildar virkjanir á Vestfjarðakjálkanum. Á enn eina ferðina að níðast á Hvalá og endurvekja það virkjanalík frá dauðum? Eða er það virkjun í Vatnsfirði sem er málið, líkt og Orkubú Vestfjarða telur fýsilegt? Minni á að Vatnsfjörður var friðaður árið 1975 og ef á að virkja þar þarf að rífa upp friðlýsinguna. Ætlar bæjarstjórn Ísafjarðar að standa fyrir slíkum gjörningi? Aðspurður í fréttum RÚV tekur Birgir Gunnarsson bæjarstjóri fram að bæjarstjórnin „sé ekki mótfallin þjóðgarði“ og hann sé „hið besta mál náttúrlega“. Hitt sveitarfélagið sem kemur að þjóðgarðinum, Vesturbyggð, er sammála því, enda ítrekað samþykkt þjóðgarðinn. Sem er ekkert skrítið því Vesturbyggð sér í honum ýmsa möguleika og leyfir náttúrunni að njóta vafans. Útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar verður trauðla til að efla samstöðu Vestfirðinga í þessu máli sem og öðrum. Það var hún sem bakkaði óvænt út 17. júní sl. þegar skrifa átti undir samþykkt um þjóðgarðinn. Fram að því höfðu báðar sveitarstjórnir unnið að framgangi þjóðgarðs í góðri samvinnu með stjórnvöldum. Ekki stórmannleg ákvörðun það á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Rétt er að minnast þess að bæjarstjórn Ísafjarðar vildi fyrir ekki svo mörgum árum síðan veita vatni ofan Dynjanda í Mjólkárvirkjun. Með því átti að auka afl hennar, en um leið hefði vatn til fossins Dynjanda, einnar helstu gullkýr Vestfjarða, geta skerst. Sem betur fer var sú sturlaða hugmynd blásin af og fossinn og umhverfi hans nú friðað. Nýtt útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar er í sama anda, og mun ekki eldast vel frekar en atlagan að Dynjanda. Allir eru sammála um að orkuöryggi er ófullnægjandi á Vestfjörðum. Vandamálið liggur hins vegar ekki í skorti á stórvirkjunum heldur í götóttu dreifikerfi. Því ættu áherslurnar að snúast um að styrkja línulagnir og koma þeim í jörð þar sem vetrarveðrin eru hvað verst. Rétt er að taka fram að í tillögum að friðlýsingu er undanþága fyrir lagningu raflína í gegnum þjóðgarðinn. Á Vestfjörðum er mun nærtækara að afla rafmangs með umhverfisvænni smávirkjunum og vindorku í stað stórvirkjana – því slíkar framkvæmdir rústa náttúruperlum sem okkur ber skylda til að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Annars verður fórnarkostnaðurinn of mikill og við Vestfirðingar skjótum okkur í fótinn. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun