Mikilvægi kennslu list- og verkgreina í faraldrinum Ellen Calmon skrifar 12. janúar 2022 09:30 Ég hef verið hugsi í öllum þessum takmörkunum sem við nú búum við og þá ekki síst varðandi börn og skólastarf. Börnin okkar eru nú þegar að upplifa gríðarlegar takmarkanir á fjölda sviða og meðal annars í skólastarfi þar sem sumar kennslustundir hafa verið felldar niður. Takmarkanirnar í lífum barna að undanförnu hafa verið margs konar, einhver hafa þurft að sæta því að mega bara leika við bekkjarfélaga en ekki skólafélaga í öðrum bekkjum. Þau hafa orðið af fjölskyldustundum til dæmis í kringum jólin þar sem margar fjölskyldur héldu minni jól, færri komu saman. Það vantaði jafnvel ömmu og afa sem alltaf eru með. Þau hafa orðið af afmælisveislum, ferðum sem áætlaður voru hafa ekki verið farnar og íþróttamót hafa verið felld niður. Sum börn hafa farið marg oft í sóttkví ásamt því að þurfa að sæta einangrun. Listnám hvers konar hefur verið fellt niður, frestað eða kennt með breyttu sniði svo sem tónlistarkennsla sem hefur verið færð yfir á netið en skilar engan veginn sama krafti og skynjun. Svona mætti lengi telja. Vonbrigði á vonbrigði ofan. Þetta tekur á litlar sálir og ég hef oft þurft að viðurkenna vanmátt minn gagnvart veirunni og þurft að hugga drenginn minn og útskýra fyrir honum að þarna fáum við engu um ráðið. Þá er ég viss um að skjátími barna hafi almennt aukist og örvun annars konar en bóklestur, skjár og kyrrsetuverkefni hefur orðið minni. Útrás fyrir tilfinningar Vegna alls þessa er kennsla list- og verkgreina ásamt íþróttakennslu gríðarlega mikilvæg á tímum faraldursins svo þess sé gætt að börnin fái annars konar örvun en þá eina að sitja yfir bóklegu námi, án þess að ég geri lítið úr því. En list- og verkgreinar og skapandi skólastarf veitir börnum tækifæri til að tjá tilfinningar sínar, finna sér leiðir til túlkunar á þeim og opna hugann fyrir nýjum víddum og sköpun. Námið getur hjálpað þeim að fá útrás, leita huggunar, samsama sig, ýta undir tilfinningar eða sefa þær. Ég tel því kennslu list- og verkgreina sérstaklega mikilvæga nú á tímum faraldursins. Betri líðan betri námsárangur Það er svo mikilvægt að börnin upplifi að það sé gaman í skólanum og í öllum þessum aðþrengingum að þau upplifi rými til að skapa, vera og stækka. Ef börnum líður ekki vel í skólanum og þau upplifa ekki að það sé gaman þá dregur einfaldlega úr námsárangri. Það er þekkt. Starfsfólk skóla- og frístundamála á hins vegar heiður skilinn fyrir að standa vörð um börnin okkar og allt það ómælda og óeigingjarna starf sem þau hafa lagt af mörkum við að halda úti óslitnu, faglegu starfi og þjónustu við börnin okkar í faraldrinum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Skóla - og menntamál Grunnskólar Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið hugsi í öllum þessum takmörkunum sem við nú búum við og þá ekki síst varðandi börn og skólastarf. Börnin okkar eru nú þegar að upplifa gríðarlegar takmarkanir á fjölda sviða og meðal annars í skólastarfi þar sem sumar kennslustundir hafa verið felldar niður. Takmarkanirnar í lífum barna að undanförnu hafa verið margs konar, einhver hafa þurft að sæta því að mega bara leika við bekkjarfélaga en ekki skólafélaga í öðrum bekkjum. Þau hafa orðið af fjölskyldustundum til dæmis í kringum jólin þar sem margar fjölskyldur héldu minni jól, færri komu saman. Það vantaði jafnvel ömmu og afa sem alltaf eru með. Þau hafa orðið af afmælisveislum, ferðum sem áætlaður voru hafa ekki verið farnar og íþróttamót hafa verið felld niður. Sum börn hafa farið marg oft í sóttkví ásamt því að þurfa að sæta einangrun. Listnám hvers konar hefur verið fellt niður, frestað eða kennt með breyttu sniði svo sem tónlistarkennsla sem hefur verið færð yfir á netið en skilar engan veginn sama krafti og skynjun. Svona mætti lengi telja. Vonbrigði á vonbrigði ofan. Þetta tekur á litlar sálir og ég hef oft þurft að viðurkenna vanmátt minn gagnvart veirunni og þurft að hugga drenginn minn og útskýra fyrir honum að þarna fáum við engu um ráðið. Þá er ég viss um að skjátími barna hafi almennt aukist og örvun annars konar en bóklestur, skjár og kyrrsetuverkefni hefur orðið minni. Útrás fyrir tilfinningar Vegna alls þessa er kennsla list- og verkgreina ásamt íþróttakennslu gríðarlega mikilvæg á tímum faraldursins svo þess sé gætt að börnin fái annars konar örvun en þá eina að sitja yfir bóklegu námi, án þess að ég geri lítið úr því. En list- og verkgreinar og skapandi skólastarf veitir börnum tækifæri til að tjá tilfinningar sínar, finna sér leiðir til túlkunar á þeim og opna hugann fyrir nýjum víddum og sköpun. Námið getur hjálpað þeim að fá útrás, leita huggunar, samsama sig, ýta undir tilfinningar eða sefa þær. Ég tel því kennslu list- og verkgreina sérstaklega mikilvæga nú á tímum faraldursins. Betri líðan betri námsárangur Það er svo mikilvægt að börnin upplifi að það sé gaman í skólanum og í öllum þessum aðþrengingum að þau upplifi rými til að skapa, vera og stækka. Ef börnum líður ekki vel í skólanum og þau upplifa ekki að það sé gaman þá dregur einfaldlega úr námsárangri. Það er þekkt. Starfsfólk skóla- og frístundamála á hins vegar heiður skilinn fyrir að standa vörð um börnin okkar og allt það ómælda og óeigingjarna starf sem þau hafa lagt af mörkum við að halda úti óslitnu, faglegu starfi og þjónustu við börnin okkar í faraldrinum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og kennari.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun