„Aron er frábær leikmaður en hann hefur samt ekki alltaf spilað frábærlega fyrir okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2022 11:01 Aron Pálmarsson er mættur á sitt tólfta stórmót með landsliðinu. vísir/vilhelm Öll ábyrgðin í sóknarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta má ekki vera á herðum Arons Pálmarssonar. Þetta segja Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson. Aron missti af HM í Egyptalandi í fyrra vegna meiðsla en er nú mættur aftur í landsliðið sem hefur leik á EM í kvöld. Ísland mætir þá Portúgal í B-riðli. Aron er fyrirliði íslenska liðsins og án vafa besti og mikilvægasti leikmaður þess. „Aron er frábær leikmaður en hann hefur samt ekki alltaf spilað frábærlega fyrir okkur,“ sagði Ásgeir Örn í EM-hlaðvarpinu þar sem þeir Róbert ræddu við Stefán Árna Pálsson um möguleika Íslands á Evrópumótinu. „Hann er klárlega fyrsta val [í stöðu vinstri skyttu] og langt fyrir framan alla hina en við höfum alveg séð fína frammistöðu frá Ólafi Guðmundssyni á síðasta móti, Elvar [Örn Jónsson] hefur komið inn með ágætis spretti. Við höfum alveg möguleika til að setja ekki allt á herðarnar á Aroni.“ Ásgeir Örn segir nauðsynlegt að fleiri en Aron taki af skarið í sókninni. „Það verður ákveðinn lykill að breyta því að hann þurfi að gera allt, bæði skora mörkin og gefa stoðsendingarnar. Tökum aðeins byrðina af honum og fáum mega góðar fimmtán mínútur í hverjum hálfleik frá honum og leyfum honum svo aðeins að anda. Svo þetta sé ekki bara Aron númer 1, 2 og 3 alltaf.“ Róbert er á sömu skoðun og sinn gamli félagi í landsliðinu. „Hann þarf á því að halda að hinir stígi upp þannig að honum finnist hann ekki þurfa að gera allt. Liðið þarf að skynja það að þetta er ekki eins manns sýning. Ég er sammála því að við erum með fína menn sem geta komið inn.“ Róbert er á því að Guðmundur Guðmundsson finni sitt besta lið og spili sem mest á því eins og hann hefur oft gert með góðum árangri. „Ég held að lykilinn sé að fara svolítið í gamla farið og spila þetta mest megnis á sömu mönnunum en kunna að hvíla mikilvægustu mennina á réttu tímunum,“ sagði Róbert. Stefán Árni spurði hann í kjölfarið hvort það væri ekki mikilvægt að dreifa álaginu og hvíla menn. „Þú getur líka horft á þetta þannig að þú græðir ekkert á því að hvíla hálft liðið ef þú ert ekki búinn að vinna neinn leik. Við eigum bara að vaða í alla leikina og sjá hverju það skilar okkur. Við verðum að kreista allt út og vera klókir að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ Ásgeir Örn benti einnig á að þegar vel gengi finndu leikmenn minna fyrir þreytu en þegar verr gengur. „Þú verður minna þreyttur. Þetta er líka andlegt. Þú nærð að kreista meira úr þér þegar meira er undir,“ sagði Ásgeir Örn. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Aron missti af HM í Egyptalandi í fyrra vegna meiðsla en er nú mættur aftur í landsliðið sem hefur leik á EM í kvöld. Ísland mætir þá Portúgal í B-riðli. Aron er fyrirliði íslenska liðsins og án vafa besti og mikilvægasti leikmaður þess. „Aron er frábær leikmaður en hann hefur samt ekki alltaf spilað frábærlega fyrir okkur,“ sagði Ásgeir Örn í EM-hlaðvarpinu þar sem þeir Róbert ræddu við Stefán Árna Pálsson um möguleika Íslands á Evrópumótinu. „Hann er klárlega fyrsta val [í stöðu vinstri skyttu] og langt fyrir framan alla hina en við höfum alveg séð fína frammistöðu frá Ólafi Guðmundssyni á síðasta móti, Elvar [Örn Jónsson] hefur komið inn með ágætis spretti. Við höfum alveg möguleika til að setja ekki allt á herðarnar á Aroni.“ Ásgeir Örn segir nauðsynlegt að fleiri en Aron taki af skarið í sókninni. „Það verður ákveðinn lykill að breyta því að hann þurfi að gera allt, bæði skora mörkin og gefa stoðsendingarnar. Tökum aðeins byrðina af honum og fáum mega góðar fimmtán mínútur í hverjum hálfleik frá honum og leyfum honum svo aðeins að anda. Svo þetta sé ekki bara Aron númer 1, 2 og 3 alltaf.“ Róbert er á sömu skoðun og sinn gamli félagi í landsliðinu. „Hann þarf á því að halda að hinir stígi upp þannig að honum finnist hann ekki þurfa að gera allt. Liðið þarf að skynja það að þetta er ekki eins manns sýning. Ég er sammála því að við erum með fína menn sem geta komið inn.“ Róbert er á því að Guðmundur Guðmundsson finni sitt besta lið og spili sem mest á því eins og hann hefur oft gert með góðum árangri. „Ég held að lykilinn sé að fara svolítið í gamla farið og spila þetta mest megnis á sömu mönnunum en kunna að hvíla mikilvægustu mennina á réttu tímunum,“ sagði Róbert. Stefán Árni spurði hann í kjölfarið hvort það væri ekki mikilvægt að dreifa álaginu og hvíla menn. „Þú getur líka horft á þetta þannig að þú græðir ekkert á því að hvíla hálft liðið ef þú ert ekki búinn að vinna neinn leik. Við eigum bara að vaða í alla leikina og sjá hverju það skilar okkur. Við verðum að kreista allt út og vera klókir að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ Ásgeir Örn benti einnig á að þegar vel gengi finndu leikmenn minna fyrir þreytu en þegar verr gengur. „Þú verður minna þreyttur. Þetta er líka andlegt. Þú nærð að kreista meira úr þér þegar meira er undir,“ sagði Ásgeir Örn.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira