„Aron er frábær leikmaður en hann hefur samt ekki alltaf spilað frábærlega fyrir okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2022 11:01 Aron Pálmarsson er mættur á sitt tólfta stórmót með landsliðinu. vísir/vilhelm Öll ábyrgðin í sóknarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta má ekki vera á herðum Arons Pálmarssonar. Þetta segja Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson. Aron missti af HM í Egyptalandi í fyrra vegna meiðsla en er nú mættur aftur í landsliðið sem hefur leik á EM í kvöld. Ísland mætir þá Portúgal í B-riðli. Aron er fyrirliði íslenska liðsins og án vafa besti og mikilvægasti leikmaður þess. „Aron er frábær leikmaður en hann hefur samt ekki alltaf spilað frábærlega fyrir okkur,“ sagði Ásgeir Örn í EM-hlaðvarpinu þar sem þeir Róbert ræddu við Stefán Árna Pálsson um möguleika Íslands á Evrópumótinu. „Hann er klárlega fyrsta val [í stöðu vinstri skyttu] og langt fyrir framan alla hina en við höfum alveg séð fína frammistöðu frá Ólafi Guðmundssyni á síðasta móti, Elvar [Örn Jónsson] hefur komið inn með ágætis spretti. Við höfum alveg möguleika til að setja ekki allt á herðarnar á Aroni.“ Ásgeir Örn segir nauðsynlegt að fleiri en Aron taki af skarið í sókninni. „Það verður ákveðinn lykill að breyta því að hann þurfi að gera allt, bæði skora mörkin og gefa stoðsendingarnar. Tökum aðeins byrðina af honum og fáum mega góðar fimmtán mínútur í hverjum hálfleik frá honum og leyfum honum svo aðeins að anda. Svo þetta sé ekki bara Aron númer 1, 2 og 3 alltaf.“ Róbert er á sömu skoðun og sinn gamli félagi í landsliðinu. „Hann þarf á því að halda að hinir stígi upp þannig að honum finnist hann ekki þurfa að gera allt. Liðið þarf að skynja það að þetta er ekki eins manns sýning. Ég er sammála því að við erum með fína menn sem geta komið inn.“ Róbert er á því að Guðmundur Guðmundsson finni sitt besta lið og spili sem mest á því eins og hann hefur oft gert með góðum árangri. „Ég held að lykilinn sé að fara svolítið í gamla farið og spila þetta mest megnis á sömu mönnunum en kunna að hvíla mikilvægustu mennina á réttu tímunum,“ sagði Róbert. Stefán Árni spurði hann í kjölfarið hvort það væri ekki mikilvægt að dreifa álaginu og hvíla menn. „Þú getur líka horft á þetta þannig að þú græðir ekkert á því að hvíla hálft liðið ef þú ert ekki búinn að vinna neinn leik. Við eigum bara að vaða í alla leikina og sjá hverju það skilar okkur. Við verðum að kreista allt út og vera klókir að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ Ásgeir Örn benti einnig á að þegar vel gengi finndu leikmenn minna fyrir þreytu en þegar verr gengur. „Þú verður minna þreyttur. Þetta er líka andlegt. Þú nærð að kreista meira úr þér þegar meira er undir,“ sagði Ásgeir Örn. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira
Aron missti af HM í Egyptalandi í fyrra vegna meiðsla en er nú mættur aftur í landsliðið sem hefur leik á EM í kvöld. Ísland mætir þá Portúgal í B-riðli. Aron er fyrirliði íslenska liðsins og án vafa besti og mikilvægasti leikmaður þess. „Aron er frábær leikmaður en hann hefur samt ekki alltaf spilað frábærlega fyrir okkur,“ sagði Ásgeir Örn í EM-hlaðvarpinu þar sem þeir Róbert ræddu við Stefán Árna Pálsson um möguleika Íslands á Evrópumótinu. „Hann er klárlega fyrsta val [í stöðu vinstri skyttu] og langt fyrir framan alla hina en við höfum alveg séð fína frammistöðu frá Ólafi Guðmundssyni á síðasta móti, Elvar [Örn Jónsson] hefur komið inn með ágætis spretti. Við höfum alveg möguleika til að setja ekki allt á herðarnar á Aroni.“ Ásgeir Örn segir nauðsynlegt að fleiri en Aron taki af skarið í sókninni. „Það verður ákveðinn lykill að breyta því að hann þurfi að gera allt, bæði skora mörkin og gefa stoðsendingarnar. Tökum aðeins byrðina af honum og fáum mega góðar fimmtán mínútur í hverjum hálfleik frá honum og leyfum honum svo aðeins að anda. Svo þetta sé ekki bara Aron númer 1, 2 og 3 alltaf.“ Róbert er á sömu skoðun og sinn gamli félagi í landsliðinu. „Hann þarf á því að halda að hinir stígi upp þannig að honum finnist hann ekki þurfa að gera allt. Liðið þarf að skynja það að þetta er ekki eins manns sýning. Ég er sammála því að við erum með fína menn sem geta komið inn.“ Róbert er á því að Guðmundur Guðmundsson finni sitt besta lið og spili sem mest á því eins og hann hefur oft gert með góðum árangri. „Ég held að lykilinn sé að fara svolítið í gamla farið og spila þetta mest megnis á sömu mönnunum en kunna að hvíla mikilvægustu mennina á réttu tímunum,“ sagði Róbert. Stefán Árni spurði hann í kjölfarið hvort það væri ekki mikilvægt að dreifa álaginu og hvíla menn. „Þú getur líka horft á þetta þannig að þú græðir ekkert á því að hvíla hálft liðið ef þú ert ekki búinn að vinna neinn leik. Við eigum bara að vaða í alla leikina og sjá hverju það skilar okkur. Við verðum að kreista allt út og vera klókir að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ Ásgeir Örn benti einnig á að þegar vel gengi finndu leikmenn minna fyrir þreytu en þegar verr gengur. „Þú verður minna þreyttur. Þetta er líka andlegt. Þú nærð að kreista meira úr þér þegar meira er undir,“ sagði Ásgeir Örn.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira