Arion banki – úlfur í sauðagæru? Tómas Guðbjartsson skrifar 13. janúar 2022 14:00 Ég hef býsna oft stungið niður penna og hneykslast á misheppnuðu kísilveri í Helguvík, sem framan af var kennt við United Silicon. Sem betur fer var þessum mengandi óskapnaði lokað í september 2017 eftir að fjöldi íbúa í Reykjanesbæ hafði veikst af útblæstri verksmiðjunnar - sem allir eru sammála um að standi alltof nálægt íbúabyggð. En núverandi eigandi, Stakkaberg, sem er í eigu Arionbankia, gefst ekki upp við að reyna að opna verksmiðjuna að nýju. Samt hefur virði hennar verið fært niður í bókum bankans og flestir á því að henni sé best borgið sem brotajárn. Eftir að bankinn tilkynnti ein af mörgum endurlífgunaráformum sínum fyrit tæpum tvemur árum skrifaði ég harðorða grein líkt og margir aðrir. Eitthvað lognaðist umræðan út af, enda bankanum erfið. Nú er Arionbanki aftur mættur með adrenalínsprautu sem ætluð er löngu dauðvona verksmiðju. Ástæðan er eflaust sögulega hátt kísilverð um þessar mundir – sem allar líkur eru á að lækki aftur þegar Covid-faraldrinum líkur. Breytingatillögur Stakkabergs á þessu verksmiðjulíki hefur Skipulagsstofnun af óskiljanlegum ástæðum blessað – sem þó réttlætir engan veginn opnun hennar. Þyngst vegur að verksmiðjan er afar mengandi, en á fullum afköstum er talið að hún brenni allt að 150.000 tonnum af kolum á ári. Síðan vilja hvorki íbúar né bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ sjá verksmiðjuna – og í staðinn losna við hana - enda bæði heilsuspillandi og ljót. Ætlar Arion banki virkilega að fara gegn íbúum og bæjaryfirvöldum eins stærsta byggðakjarna á Íslandi – eingöngu með gróða að leiðarljósi? Einnig má spyrja hvort opnun verksmiðjunnar samrýmist áformum bankans í baráttunni við loftslagsvandann. Hvar er samfélagslega ábyrgð bankans? Eða er bankinn úlfur i í sauðagæru sem á heimasíðu sinni auglýsir græn gildi og skartar bankastjóra sem nýlega var valinn Markaðsmaður ársins? Bankinn skilaði jú methagnaði í krónum talið og telst varla á vonarvöl. Er ekki kominn tími til að bankinn forgangsraði með umhverfi og heilsu fólks að leiðarljósi - í stað peninga? Þannig banka held ég að flestir vilji skipta við. Höfundur er umhverfisverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein United Silicon Íslenskir bankar Reykjanesbær Tómas Guðbjartsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég hef býsna oft stungið niður penna og hneykslast á misheppnuðu kísilveri í Helguvík, sem framan af var kennt við United Silicon. Sem betur fer var þessum mengandi óskapnaði lokað í september 2017 eftir að fjöldi íbúa í Reykjanesbæ hafði veikst af útblæstri verksmiðjunnar - sem allir eru sammála um að standi alltof nálægt íbúabyggð. En núverandi eigandi, Stakkaberg, sem er í eigu Arionbankia, gefst ekki upp við að reyna að opna verksmiðjuna að nýju. Samt hefur virði hennar verið fært niður í bókum bankans og flestir á því að henni sé best borgið sem brotajárn. Eftir að bankinn tilkynnti ein af mörgum endurlífgunaráformum sínum fyrit tæpum tvemur árum skrifaði ég harðorða grein líkt og margir aðrir. Eitthvað lognaðist umræðan út af, enda bankanum erfið. Nú er Arionbanki aftur mættur með adrenalínsprautu sem ætluð er löngu dauðvona verksmiðju. Ástæðan er eflaust sögulega hátt kísilverð um þessar mundir – sem allar líkur eru á að lækki aftur þegar Covid-faraldrinum líkur. Breytingatillögur Stakkabergs á þessu verksmiðjulíki hefur Skipulagsstofnun af óskiljanlegum ástæðum blessað – sem þó réttlætir engan veginn opnun hennar. Þyngst vegur að verksmiðjan er afar mengandi, en á fullum afköstum er talið að hún brenni allt að 150.000 tonnum af kolum á ári. Síðan vilja hvorki íbúar né bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ sjá verksmiðjuna – og í staðinn losna við hana - enda bæði heilsuspillandi og ljót. Ætlar Arion banki virkilega að fara gegn íbúum og bæjaryfirvöldum eins stærsta byggðakjarna á Íslandi – eingöngu með gróða að leiðarljósi? Einnig má spyrja hvort opnun verksmiðjunnar samrýmist áformum bankans í baráttunni við loftslagsvandann. Hvar er samfélagslega ábyrgð bankans? Eða er bankinn úlfur i í sauðagæru sem á heimasíðu sinni auglýsir græn gildi og skartar bankastjóra sem nýlega var valinn Markaðsmaður ársins? Bankinn skilaði jú methagnaði í krónum talið og telst varla á vonarvöl. Er ekki kominn tími til að bankinn forgangsraði með umhverfi og heilsu fólks að leiðarljósi - í stað peninga? Þannig banka held ég að flestir vilji skipta við. Höfundur er umhverfisverndarsinni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar