Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum Tómas Guðbjartsson skrifar 20. janúar 2022 19:00 Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. Annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að hætta að hlusta faglegar ráðleggingar sóttvarnarlæknis og fyrrverandi hæstaréttardómari kallar síðan Omicron bylgjuna saklaust kvef og sóttvarnir „móðursýki“ og „sósíalisma“ í viðtali á Bylgjunni. Skiljanlega leggja margir við hlustir og sumum eflaust fundist tillögur þessa fólks skynsamlegar. Enda þörf á jákvæðum fréttum og þolinmæði margra á þrotum í faraldri sem staðið hefur í tvö ár - og haft miklar afleiðingar fyrir marga. Það voru jú jákvæðar fréttir - og studdar gögnum - sem bárust um sl. helgi og sýndu að þrátt fyrir háa tíðni smita fer innlögnum á spítalann fækkandi. Þetta þýðir þó alls ekki að það sé skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði - og reyndar full ástæða til að ganga hægt um gleðinnar dyr. Álagið á Landspítala er enn mjög mikið og hann engan veginn kominn fyrir vind í þessari síðustu bylgju faraldursins. Það er ágætt að hafa í huga það sem nú er að gerast á Evrópumótinu í handbolta - og sýnir hversu smitandi veiran er. Omicron er þegar búin að eyðileggja Evrópumótið og sífellt fleiri kalla eftir því að þessu hópsmitamóti verði hætt. Stór hluti íslenska liðsins og dómarar hafa greinst smitaðir og enn fleiri hafa sýkst í öðrum liðum, eins og því þýska. Þetta hefðu skipuleggjendur átt að sjá fyrir og skipulagt miklu öflugri sóttvarnir - líkt og gert var á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi og á Ólympíuleikunum i Tókýó. Þar voru smit fá, enda engir áhorfendur leyfðir. Nú eru 20.000 manns að kjassast í fullum íþróttahöllum og leikmenn knúsa hver annan eftir hvert mark. Hvað voru skipuleggjendur að hugsa þegar kom að sóttvörnum? Sömu spurningu má spyrja ofangreindan ráðherra, þingmann og fyrrverandi hæstaréttardómara. Ef þau fengju að ráða gætu hæglega komið upp hópsýkingar sem leggja starfsemi Landspítalans á hliðina á nokkrum dögum - og gert honum ómögulegt að sinna neyðarhlutverki sínu. Ljóst er að þótt starfsfólk spítalans væri einkennalítið þá mætir það ekki til vinnu sýkt af Covid - enda skjólstæðingar okkar oftar en ekki veikir fyrir og COVID-sýking getur reynst þeim banvæn. Þetta er augljósasta ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir vill nú aflétta sóttvörnum hægt og rólega . Enda getum við á Landspítala ekki kallað inn varaþingmenn líkt og gert var við nýlegar hópsýkingar á Alþingi. Stundum er gott að draga andann djúpt og láta þá sem best þekkja til leiða þjóðina í gegnum öldurótið. Það hefur tekist afar vel hjá sóttvarnarlækni og þríeykinu hingað til - og ekkert í spilunum að svo þurfi ekki að vera áfram. Skoðanaskipti eru nauðsynleg, en á erfiðum tímum þurfa sóttvarnayfirvöld stuðning frá sem flestum - ekki síst þeim sem standa í brúnni og eru hluti af ríkisstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tómas Guðbjartsson Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. Annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að hætta að hlusta faglegar ráðleggingar sóttvarnarlæknis og fyrrverandi hæstaréttardómari kallar síðan Omicron bylgjuna saklaust kvef og sóttvarnir „móðursýki“ og „sósíalisma“ í viðtali á Bylgjunni. Skiljanlega leggja margir við hlustir og sumum eflaust fundist tillögur þessa fólks skynsamlegar. Enda þörf á jákvæðum fréttum og þolinmæði margra á þrotum í faraldri sem staðið hefur í tvö ár - og haft miklar afleiðingar fyrir marga. Það voru jú jákvæðar fréttir - og studdar gögnum - sem bárust um sl. helgi og sýndu að þrátt fyrir háa tíðni smita fer innlögnum á spítalann fækkandi. Þetta þýðir þó alls ekki að það sé skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði - og reyndar full ástæða til að ganga hægt um gleðinnar dyr. Álagið á Landspítala er enn mjög mikið og hann engan veginn kominn fyrir vind í þessari síðustu bylgju faraldursins. Það er ágætt að hafa í huga það sem nú er að gerast á Evrópumótinu í handbolta - og sýnir hversu smitandi veiran er. Omicron er þegar búin að eyðileggja Evrópumótið og sífellt fleiri kalla eftir því að þessu hópsmitamóti verði hætt. Stór hluti íslenska liðsins og dómarar hafa greinst smitaðir og enn fleiri hafa sýkst í öðrum liðum, eins og því þýska. Þetta hefðu skipuleggjendur átt að sjá fyrir og skipulagt miklu öflugri sóttvarnir - líkt og gert var á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi og á Ólympíuleikunum i Tókýó. Þar voru smit fá, enda engir áhorfendur leyfðir. Nú eru 20.000 manns að kjassast í fullum íþróttahöllum og leikmenn knúsa hver annan eftir hvert mark. Hvað voru skipuleggjendur að hugsa þegar kom að sóttvörnum? Sömu spurningu má spyrja ofangreindan ráðherra, þingmann og fyrrverandi hæstaréttardómara. Ef þau fengju að ráða gætu hæglega komið upp hópsýkingar sem leggja starfsemi Landspítalans á hliðina á nokkrum dögum - og gert honum ómögulegt að sinna neyðarhlutverki sínu. Ljóst er að þótt starfsfólk spítalans væri einkennalítið þá mætir það ekki til vinnu sýkt af Covid - enda skjólstæðingar okkar oftar en ekki veikir fyrir og COVID-sýking getur reynst þeim banvæn. Þetta er augljósasta ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir vill nú aflétta sóttvörnum hægt og rólega . Enda getum við á Landspítala ekki kallað inn varaþingmenn líkt og gert var við nýlegar hópsýkingar á Alþingi. Stundum er gott að draga andann djúpt og láta þá sem best þekkja til leiða þjóðina í gegnum öldurótið. Það hefur tekist afar vel hjá sóttvarnarlækni og þríeykinu hingað til - og ekkert í spilunum að svo þurfi ekki að vera áfram. Skoðanaskipti eru nauðsynleg, en á erfiðum tímum þurfa sóttvarnayfirvöld stuðning frá sem flestum - ekki síst þeim sem standa í brúnni og eru hluti af ríkisstjórn.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun