Vonast eftir því besta en búa sig undir það versta Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2022 16:12 Úkraínskir sjálfboðaliðar æfa sig í almenningsgarði í Kænugarði. AP/Efrem Lukatsky Íbúar borgarinnar Kharkiv, sem er sú næst stærsta í Úkraínu, vonast eftir því besta en búa sig undir það versta. Borgin er í austurhluta landsins, skammt frá landamærum Rússlands þar sem tugir þúsunda hermanna eru staddir. Yfirvöld og íbúar Úkraínu óttast að Rússar geri innrás í landið á næstunni og Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Kharkiv mögulega eitt af skotmörkum Rússa. Kharkiv er mikil iðnaðarborg en þar eru meðal annars verksmiðjur þar sem traktorar, skriðdrekar og flugvélar eru framleiddar. Það eru fleiri sem óttast innrás í Úkraínu en fregnir hafa borist af því að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi skipað fjölskyldum starfsmanna sendiráðsins í Úkraínu að yfirgefa landið. Um níutíu tonn af hernaðarbirgðum frá Bandaríkjunum bárust til Úkraínu í dag. Þar á meðal eru vopn og skotfæri fyrir menn á víglínunum. Eystrasaltsríkin hafa einnig sagst ætla að senda Úkraínumönnum vopn sem hönnuð eru til að granda flugvélum og þyrlum annars vegar og skriðdrekum hins vegar. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki ætla að gera aðra innrás í Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfurnar hafa náð yfir ríki sem gengu til liðs við NATO eftir árið 1997. Kröfurnar náðu þó ekki fyrr en í gær yfir Rúmeníu og Búlgaríu, sem bæði eru í Atlantshafsbandalaginu. Ríkisstjórnar þeirra landa hafa ekki tekið kröfum vel og segja óásættanlegt að ráðamenn í Rússlandi ætli sé að stjórna utanríkismálum annarra fullvalda ríkja. Rúmenar sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kröfur Rússa voru sagðar óásættanlegar og ekki væri tilefni til að ræða þær. Þá sögðu Búlgarar að Rússar ættu að virða utanríkisstefnu Búlgaríu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Rússa. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Hin áðurnefnda Kharkiv er í um 42 kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Blaðamaður Reuters ræddi nýverið við íbúa þar sem segjast margir ætla að berjast gegn Rússum komi til innrásar. Aðrir segjast ætla að flýja. Igor Terekhov, borgarstjóri, hefur sagt að hann muni aldrei leyfa Rússum að taka borgina, þar sem um 1,4 milljónir manna búa. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Einn viðmælandi Reuters í Kharkiv sagði líkti stöðunni þá við ástandið núna. „Engum datt í hug að þetta gæti gerst á Krímskaga. Enginn gat ímyndað sér það. Ég vil ekki trúa því að þetta geti gerst hér en við vitum ekki hvað gerist næst.“ Úkraína Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23 „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48 „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Yfirvöld og íbúar Úkraínu óttast að Rússar geri innrás í landið á næstunni og Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Kharkiv mögulega eitt af skotmörkum Rússa. Kharkiv er mikil iðnaðarborg en þar eru meðal annars verksmiðjur þar sem traktorar, skriðdrekar og flugvélar eru framleiddar. Það eru fleiri sem óttast innrás í Úkraínu en fregnir hafa borist af því að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi skipað fjölskyldum starfsmanna sendiráðsins í Úkraínu að yfirgefa landið. Um níutíu tonn af hernaðarbirgðum frá Bandaríkjunum bárust til Úkraínu í dag. Þar á meðal eru vopn og skotfæri fyrir menn á víglínunum. Eystrasaltsríkin hafa einnig sagst ætla að senda Úkraínumönnum vopn sem hönnuð eru til að granda flugvélum og þyrlum annars vegar og skriðdrekum hins vegar. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki ætla að gera aðra innrás í Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfurnar hafa náð yfir ríki sem gengu til liðs við NATO eftir árið 1997. Kröfurnar náðu þó ekki fyrr en í gær yfir Rúmeníu og Búlgaríu, sem bæði eru í Atlantshafsbandalaginu. Ríkisstjórnar þeirra landa hafa ekki tekið kröfum vel og segja óásættanlegt að ráðamenn í Rússlandi ætli sé að stjórna utanríkismálum annarra fullvalda ríkja. Rúmenar sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kröfur Rússa voru sagðar óásættanlegar og ekki væri tilefni til að ræða þær. Þá sögðu Búlgarar að Rússar ættu að virða utanríkisstefnu Búlgaríu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Rússa. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Hin áðurnefnda Kharkiv er í um 42 kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Blaðamaður Reuters ræddi nýverið við íbúa þar sem segjast margir ætla að berjast gegn Rússum komi til innrásar. Aðrir segjast ætla að flýja. Igor Terekhov, borgarstjóri, hefur sagt að hann muni aldrei leyfa Rússum að taka borgina, þar sem um 1,4 milljónir manna búa. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Einn viðmælandi Reuters í Kharkiv sagði líkti stöðunni þá við ástandið núna. „Engum datt í hug að þetta gæti gerst á Krímskaga. Enginn gat ímyndað sér það. Ég vil ekki trúa því að þetta geti gerst hér en við vitum ekki hvað gerist næst.“
Úkraína Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23 „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48 „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23
„Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48
„Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15
Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09